Starfsdagur í Vopnafjarðarskóla og Brekkubæ mánudaginn 16.mars

14.03 2020 - Laugardagur

Eins og kom fram í fjölmiðlum í gær hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskóla Vopnafjarðarhrepps svo stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. 

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á mánudaginn m.a. á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og heimasíðum grunn- og leikskóla.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir