Skert opnun í íþróttahúsi vegna samkomubanns

17.03 2020 - Þriðjudagur

Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps verður með skertan opnunartíma þar til annað kemur í ljós og falla þar með allir hópatímar í sal niður ásamt því að tækjasalur verður með skertan opnunartíma. Tækjasalurinn verður opinn með því sniði að einstaklingar bóka sér tíma í tækjasalinn og verður fjöldatakmörkun í salinn. Þetta er gert til að tryggja þrif á milli notkunar tækja.
Sturtur, búningsklefar, ljósabekkur og gufa verður lokað á meðan samkomubanninu stendur. Þetta er gert til að fyrirbyggja smit þar sem íþróttahúsið er með marga snertifleti og er aðalsamkomuhús bæjarins.

Íþróttatímar í skóla falla niður í íþróttahúsinu á meðan samkomubannið er í gildi en útikennsla verður iðkuð í staðinn. Einnig falla niður tímar Einherja hjá yngriflokkum inni í sal.

Hvetjum fólk til að hreyfa sig heima eða utandyra eins og kostur er til á meðan þessu stendur.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir