Viðbragðsáætlun Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

20.03 2020 - Föstudagur

Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Vopnafjarðarhreppur hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum eins og kynnt hefur verið.

Vopnafjarðarhreppur fylgir leiðbeiningum stjórnvalda og hefur gripið til undirbúningsráðstafana í samræmi við þær. 

Tilkynningar um aðgerðir í samræmi við viðbragðsáætlun verða kynntar eftir þörfum og miðlað hér á vefsíðunni. 

Vopnafjarðarhreppur hvetur íbúa til að fylgja nýjustu fyrirmælum frá Embætti Landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Viðbragðsáætlun Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir