Auglýsing fyrir Bakvarðasveit Sundabúðar

20.03 2020 - Föstudagur

Frá Hjúkrunarheimilinu Sundabúð

 

Kæru Vopnfirðingar

 

Faraldurinn COVID-19 breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum og fjarvistum frá vinnu.

Í ljósi þessa hefur Hjúkrunarheimilið Sundabúð ákveðið að auglýsa eftir einstaklingum í Bakvarðasveit Sundabúðar til að vera til taks ef þörf krefur.

Um er að ræða vinnu við aðhlynningu aldraðra, næturvaktir í þvottahúsi, vinna í mötuneyti og ræstingu. 

Leitað er eftir fólki sem getur skuldbundið sig tímabundið eftir samkomulagi.

 

Laun taka mið af kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Orlofsréttindi verða greidd jafnóðum.

Veikindaréttur starfsfólk sem ráðið er í tímavinnu eða skemur en í tvo mánuði er í samræmi við ákvæði í kjarasamningi við ríkið. Veikindarétturinn getur því verið allt að 30 dagar.

 

Skráning í bakvarðasveit Sundabúðar og nánari upplýsingar:

 

Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri,

  1. 470-1240

emma@vopnafjardarhreppur.is

 

Íris Grímsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar,

  1. 470-1240

hjukrun@vopnafjardarhreppur.is

 

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir