Lokanir stofnana Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

23.03 2020 - Mánudagur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubannsins sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn 16. mars s.l.

Viðburðir þar sem einstaklingar koma saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður frá og með aðfaranótt þriðjudags, 24. mars næstkomandi.

Þessi tilmæli hafa í för með sér að sundlaug, íþróttahús og félagsmiðstöðin Drekinn munu loka á morgun, en takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.

 

Stofnanir sem loka eru eftirfarandi:

  • Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps
  • Sundlaugin Selárdal
  • Félagsmiðstöðin Drekinn
  • Bókasafnið

 

Vegna COVID-19 verður fyrirkomulagi þjónustu hreppsskrifstofunnar einnig breytt frá og með morgundeginum, 24.mars.

Símsvörun verður milli 10:00-12:00 alla virka daga og móttaka viðskiptavina verður lokuð. Vinsamlegast setjið reikninga og vinnuskýrslur inn um bréfalúguna.

 

Þessar aðgerðir byggja á viðbragðsáætllun Vopnafjarðarhrepps við þær aðstæður sem nú ríkja og beinast að því að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin.

 

Símanúmerið á skrifstofunni er 473-1300 og eins er alltaf hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir