Þjónusta og starfsemi á Vopnafirði eftir 4. maí

08.05 2020 - Föstudagur

Þann 13. apríl s.l. staðfesti heilbrigðisráðherra tillögu sóttvarnalæknis að aflétta ákveðnar takmarkanir á samkomubanni eftir 4. maí. Nú liggur fyrir hvaða áhrif þessar afléttingar hafa á starfsemi og þjónustu í Vopnafjarðarhreppi.
Almenna breytingin felst í því að 50 manns mega koma saman í stað 20 manns áður. Þó skal ávallt gæta þess að halda tveggja metra fjarlægð milli manna.

Skólahald
Skólastarf verður með eðlilegum hætti í Brekkubæ og Vopnafjarðarskóla. Foreldrar fylgist með upplýsingum sem koma frá leikskóla og skóla.
Starfsemi Tónlistarskólans verður með eðlilegum hætti.
Verið er að útfæra skipulagt íþróttastarf þar sem enn verða takmarkanir á þeirri starfsemi og óheimilt er að nota inniaðstöðu eins og búningsklefa, sturtuklefa o.þ.h.
 
Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps verður áfram lokað um óákveðin tíma að beiðni heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis.

Sundlaugin Selárdal
Nú er skólasund í gangi í sundlauginni. Að því loknu verða framkvæmdir í sturtuklefum og opnað verður fyrir almenning um mánaðarmótin maí/júní.

Bókasafn
Starfsemi verður með eðlilegum hætti.

Félagsmiðstöðin Drekinn
Starfsemi verður með eðlilegum hætti.

Félagsstarf eldri borgara
Starfsemin mun opna með takmörkunum. Hittingur 60 ára og eldri er hafin á ný á þriðjudögum og föstudögum í Miklagarði.

Hjúkrunarheimilið Sundabúð hefur nú opnað fyrir heimsóknir ættingja með takmörkunum.

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps
Hefðbundin opnunartími en áfram talið æskilegt að íbúar noti tölvupóst og síma til þess að minnka snertifleti.

Heilsugæslan er ennþá með sömu takmarkanir og hafa verið. Símaaðstoð og ekki hægt að fá tíma nema tala við lækni.

 
Á sveitarstjórnarfundi Vopnafjarðarhepps 20.apríl síðastliðinn var eftirfarandi bókað vegna viðspyrnu af hálfu sveitarfélaganna

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi afslætti af gjöldum, tímabundið vegna skertrar þjónustu af völdum Covid-19:
Leikskóli: Einungis er greitt fyrir nýtingu. Leikskólinn heldur vel utanum skráningu á því hvernig mætingu er háttað á meðan ástandið er í gangi og er rukkað samkvæmt því. Greiðsluseðlar verða sendir út eftirá en ekki fyrirfram eins og hefur verið.
Árskort í íþróttahús og sundlaug framlengjast um tímann sem lokað er.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vill leggja sitt af mörkum enn frekar til stuðnings við sitt samfélag og hefur ákveðið að fyrirtæki í skilum, sem hafa orðið/verða fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjaldfrest fasteignagjalda. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2020. Fyrirtæki í skilum, sem ætla að nýta sér þetta úrræði skulu hafa samband við fjármálastjóra Vopnafjarðarhrepps, Baldur Kjartansson, baldurk@vfh.is. Unnið verður úr umsóknum í samvinnu fjármálastjóra og sveitarstjóra við hvert og eitt fyrirtæki. Allar aðgerðir verða lagðar fram fyrir Hreppsráð til kynningar.


Vopnafjarðarhreppur vill biðja íbúa um að sofna ekki á verðinum þrátt fyrir afléttingar og hafa í huga að enn er ætlast til þess að einstaklingar virði fjarlægðarmörkin, þvoi hendurnar og sótthreinsi snertifleti. Hvetjum íbúa til að fjölmenna ekki í búðina og aðeins einn fjölskyldumeðlimur fari í búðina hverju sinni.


Næstu upplýsinga er að vænta seinna í maí og þá mun liggja fyrir starfsemi stofnana fyrir sumarið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir