Sumarstörf hjá Vopnafjarðarhreppi

05.06 2020 - Föstudagur

Vopnafjarðarhreppur auglýsir þrjú sumarstörf fyrir nema, sem að lágmarki hafa lokið einu ári í námi.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkistjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa. 

Ráðningartími er frá 15 júní til 28 ágúst í tvo mánuði.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Afls og Sambands íslenskra sveitafélaga. 

Nemendur þurfa að vera 18 ára og eldri (á árinu) og leggja fram vottorð um skólagöngu s.l. önn, sem og þá næstu.  

 
Helstu verkefni 

Skönnun teikninga  

Miðlun og uppsetning á efni á heimasíðu og fundarkerfi (skjalavinna) 

Sumarnámskeið barna  

Félagsstarf eldri borgara 

Önnur tilfallandi verkefni  

 
Hæfniskröfur 

Góð tölvu- og tæknikunnátta og færni til að tileinka sér ný forrit. 

Góð samskiptafærni og skipulögð vinnubröð.  

Rík þjónustulund og jákvæðni 

Skapandi og lausnamiðuð hugsun 

 
Umsóknir 

Umsókn þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf með ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfi.

Umsóknir skal senda á netfangið skrifstofa@vfh.is  og er umsóknarfrestur til og með 10. júní
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir