Breyting á aðalskipulagi - opið hús 24.júní n.k. kl. 16:30-18:00

16.06 2020 - Þriðjudagur

Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006 -2026, Aðalskipulagsbreyting - vinnslutillaga og deiliskipulag fyrir Þverárvirkjun á vinnslustigi– kynning.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að breytingu á aðalskipulagi skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð ásamt deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir Þverárvirkjun.

Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps áformar breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðar 2006 - 2026
til samræmis við áform sveitarstjórnar um eflingu og aukna fjölbreytni í atvinnulífi. Kynnt eru
drög að breytingum á aðalskipulagi á vinnslustigi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr.123/2010.

Breytingarnar snúa að eftirtöldum þáttum: Háspennulína yfir Hellisheiði verði tekin niður að hluta og í staðinn settur strengur í jörð og ný virkjun, Þverárvirkjun.

Kynntar er þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á aðalskipulaginu,bæði breytingar á uppdráttum og breytingar á skipulagsákvæðum í greinargerð. Einnig er kynnt deiliskipulagstillaga fyrir Þverárvirkjun á vinnslustigi.

Opið hús verður á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15 á Vopnafirði, miðvikudaginn 24. júní n.k.  kl. 16:30 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Vopnafjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 3. júlí 2020.

Hægt er að nálgast drög að breytingartillögu og drög að deiliskipulagi Þverárvirkjunar á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15, Vopnafirði.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúinn

í Vopnafjarðarhreppi

Greinargerð

Skipulagsuppdráttur - tillaga í vinnslu

Breyting á aðalskipulagi - tillaga í vinnslu
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir