Vel heppnuð vígsla Vallarhúss 4 júlí.

08.07 2020 - Miðvikudagur

 

Þann 4. júlí síðastliðinn fór fram formleg vígsla á glæsilegu vallarhúsi Vopnafjarðarhrepps sem stendur við knattspyrnuvöll Vopnfirðinga.

Að þessu tilefni afhenti Ingólfur Sveinsson Einherja gjöf fyrir hönd Mælifells. Einnig voru veitt gull og silfur merki Einherja fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Tilkoma vallarhússins markar tímamót í sögu knattspyrnunnar á Vopnafirði, en engin búningaaðstaða hefur verið við völlinn.

Eftir ræðuhöld og blessun sóknarprests klipptu fjögur ungmenni úr 7. flokki Einherja á borða og þar með var húsið formlega opnað og í framhaldinu var fólki boðið að skoða húsið og þiggja léttar veitingar.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir