Kjörfundur á Vopnafirði

27.06 2012 - Miðvikudagur

Íslensk þjóð kýs sér forseta n. k. laugardag, hinn 30. júní, og eru 6 í framboði: Andrea J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Kosið er á Vopnafirði eins og í öðrum sveitarfélögum á Íslandi og meðfylgjandi er tilkynning kjörstjórnar.

 

 

Kjörfundur vegna forsetakosninga laugardaginn 30. júní 2012 verður í félagsheimilinu Miklagarði og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 18.00 þann dag.

 

 

 

Kjörstjórn
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir