Fréttir

17.07 2019 - Miðvikudagur

Makríll og grálúða á sumarvertíð Granda

Sumarvertíðin er í fullum gangi hjá útgerðarfélaginu HB Granda á Vopnafirði og bæði makríll og grálúða hafa komið í land nýlega.

„Við erum búnir að taka á móti tveim förmum af makríl. Víkingur og Venus eru búnir að koma í sitthvorn túrinn og Venus er á landleið núna,“ segir Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri hjá Granda, og bætir við: „Við erum líka búnir að vera að vinna grálúðu sem er unnin í Bolfiskhúsinu samhliða þessu,“ en Sólborgin, sem Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út, landaði grálúðu síðasta föstudag og aftur í dag, miðvikudag.

15.07 2019 - Mánudagur

Sundabúð óskar eftir starfskrafti

Starfskraftur óskast á næturvaktir við hjúkrunardeild Sundabúðar frá og með 1.sept. Um er að ræða starf í þvottahúsi og þarf viðkomandi starfsmaður einnig að veita aðstoð á hjúkrunardeild.

05.07 2019 - Föstudagur

Sundlaugin Selárdal auglýsir!

Lokað frá kl. 18 á laugadag 6. júlí

04.07 2019 - Fimmtudagur

Ljósmyndasýning um börn hinna brottfluttu

Nikulás Högni

Olga Helgadóttir ljósmyndari flutti frá Vopnafirði þegar hún var fimmtán ára en hefur undanfarið verið að ljósmynda börn brottfluttra Vopnfirðinga fyrir ljósmyndasýningu af börnum brottfluttra Vopnfirðinga sem verður í Fiskimarkaðnum á Vopnaskaki, en sýningin opnar í dag, fimmtudag kl. 17 - 20, en einnig verður opið á föstudag (kl. 14-17) og laugardag (kl. 14-18). Þar mun hún einnig sýna þar verk sín úr Þjóðleikhúsinu, þar sem hún hefur verið að mynda síðastliðið leikár.

04.07 2019 - Fimmtudagur

Fjögurra mánaða uppgjör kynnt

Fjögra mánaða árshlutauppgjör 2019 var lagt fyrir á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps 20. júní 2019. Árshlutauppgjörið nær til rekstrareininga sem falla undir A-hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, A- og B-hluta.

29.06 2019 - Laugardagur

Vopnaskak 2019

Páll Óskar, Sóli Hólm og kassabílarallí eru meðal þess sem verður á dagskrá Vopnaskaks á Vopnafirði fyrstu vikuna í júlí. Hátíðin stendur frá 4.-7. júlí og er nú haldin í 26. skipti, en fyrsta hátíðin var haldin sumarið 1994.

26.06 2019 - Miðvikudagur

Hreinsun við Fuglabjargarnes

Síðastliðinn sunnudag, 26. júní, tóku Vopnfirðingar sig til og hreinsuðu Ljósalandsvík við Fuglabjargarnes að frumkvæði Jóns Þórs og Hafdísar Báru á Hámundarstöðum. 

24.06 2019 - Mánudagur

Sundlaug opin

Vekjum athygli á því að búið er að opna sundlaug opið frá kl. 10 -22 alla daga 

21.06 2019 - Föstudagur

Úthlutunarreglur fyrir íbúðir eldri borgara samþykktar

Sveitarstjórn samþykkti í gær úthlutunarreglur fyrir íbúðir eldri borgara í eigu sveitarfélagsins. Reglurnar fel

21.06 2019 - Föstudagur

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.


13 - 22 af 2173
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir