Fréttir

25.01 2019 - Föstudagur

Þorri genginn í garð - bondadagur í dag

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur, dagur allra karlmanna og fá þeir hamingjuóskir sendar á þessum vettvangi. Er á sinn hátt stórmerkur því ekki hafa karlmenn annan dag sérmerktan. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er þorrinn, sem er fjórði mánuður vetrar og hefst sem fyrr greinir á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar - stendur uppá 25ta að þessu sinni. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við.

24.01 2019 - Fimmtudagur

Vopnfirðingar á þingi

Gunnar Gunnarsson ritstjóri Austurgluggans/-fréttar er með bráðskemmtilega og jafn athyglisverða frétt á vefsíðu blaðsins, www.auturfrett.is, í dag en þar gerir Gunnar að umfjöllun styrk Vopnfirðinga á Alþingi Íslendinga þessa vikuna. Og ekki að ástæðulausu því Vopnfirðingar eru með tvo þingmenn og tvo aðra í starfsliði þingflokka. Þeir dreifast á þrjá flokka. Í gær flutti Bjartur Aðalbjörnsson jómfrúarræðu sína á þinginu, sbr. hér að neðan 

https://www.facebook.com/Samfylkingin/videos/vb.152804904889/2141845202538197/?type=2&theater 

23.01 2019 - Miðvikudagur

Selárlaug opnar kl. 16:30 í dag

Athygli sundlaugargesta er vakin á að Selárlaug opnar síðar í dag en öllu jafna vegna útfarar og verður laugin opin milli kl. 16:30 og 19:00. Á morgun er opið samkvæmt vetraropnun milli kl. 14:00-19:00.

-Fulltrúi 

21.01 2019 - Mánudagur

Nýtt kynningarmyndband um Austurland

Þann 17. janúar sl. fór í dreifingu nýtt og glæsilegt kynningarmyndband um Austurland. Myndbandið, sem er eins konar örsaga, lýsir upplifun aðkomumanneskju af svæðinu í máli og mögnuðum myndum og tekst þannig að gefa áhorfendum innsýn inn í þennan sérstaka og töfrandi landshluta. Myndbandið er framleitt og tekið upp af Sebastian Ziegler en leikstjóri var Henrik Dyb Zwart og með aðalhlutverk fór Nanna Juelsbo.

18.01 2019 - Föstudagur

Tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Vopnafjarðarhreppur var eitt hinna 33ja sveitarfélaga sem sóttu um þátttöku í tilraunverkefni ríkisins í húsnæðismálum en að baki verkefninu standa velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður. Sjö sveitarfélög voru valin úr hópnum og fór svo að Seyðisfjarðarkaupstaður var hið eina af Austurlandi. Í 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir segir að sveitarfélög skulu gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn. Skal hún byggja á greiningum um þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með tilliti til mismunandi búsetuforma.

16.01 2019 - Miðvikudagur

Endurbætur á fiskimjölsverksmiðju HB Granda

Endurbætur hafa staðið yfir og standa enn við fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Þótt það sé mikið verk að vinna að skipta út eimingartækjum verksmiðjunnar hefur farið tiltölulega lítið fyrir framkvæmdunum og skýrist að einhverju leyti á að byggingarnar eru óbreyttar. Raunar varð að rjúfa þak verksmiðjunnar við framkvæmdirnar. Á heimasíðu HB Granda er frá endurbótunum greint og rætt við Sveinbjörn Sigmundsson verksmiðjustjóra af því tilefni. Þetta mikla verk hófst í vikunni fyrir jól en því á að vera lokið fyrir 20. janúar nk.

14.01 2019 - Mánudagur

Örlar á vetri

Um miðjan dag sl. laugardag varð regn að slyddu, síðar að snjókomu og snjóaði fram á kvöld í allhvassri norðanátt. Auðar götur fengu hvíta ábreiðu, hana misþykka og ásýnd lands tók að minna á að árstíðin er vetur. Um nótt hafði birt til og er svo enn þegar þetta er ritað að morgni mánudagsins 14. janúar, bjart og fagurt veður í 8°C frosti. Að venju voru starfsmenn þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins komnir af stað snemmdægurs að morgni sunnudagsins og hófu hreinsum gatna og hið sama gerðu starfsmenn Steineyjar og fóru um þjóðvegi þá sem þeir hafa með höndum.

10.01 2019 - Fimmtudagur

Fagur vopnfirskur himinn fangaður

Veturinn hefur hingað til verið í mildara lagi, snjór féll fyrst í seinni hluta nóvember á Vopnafirði; sá hvarf skjótt, snjó kyngdi niður nínunda desember og var með öllu horfinn þann 11. Á Gamlársdag gerði áhlaup svo brennu og flugeldasýningu var frestað fram á Nýársdag en síðan hafa mildir vindar blásið. Stundum hafa þeir verið hvassir og minnt fremur á sumar en vetur þegar hitinn hefur verið yfir 10°C, einungis er myrkrið ótvíræð áminning þess að norðurhvel jarðar hallar frá sólu.

08.01 2019 - Þriðjudagur

1,8% erlendra ferðamanna á Íslandi til Vopnafjarðar 2017

Að beiðni Vopnafjarðarhrepps vann fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. samantekt um komu ferðamanna, innlendra sem erlendra, til Vopnafjarðar á tilgreindu tímabili. Í samantekt Rögnvaldar Guðmundssonar er skýrsluna vann og byggir á Dear Visitors könnun RRF er áætlað til Vopnafjarðar hafi komið 36 þúsund erlendir ferðamenn og hafði fjölgað um 160% frá árinu 2010. Þetta þýðir að um 1,8% erlendra ferðamanna á Íslandi árið 2017 hafi til Vopnafjarðar komið en hlutfallið var 2,8% árið 2010.

07.01 2019 - Mánudagur

Vetur enn ekki í kortunum

Spáð er norðvestanátt í dag 8-18 m/sek. hvassast austan til á landinu. Snjókoma eða él fram yfir hádegi norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 gráður. Kólnandi veður, frost víða 2 til 8 stig í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. En svo virðist sem veturinn sé ekki kominn til að vera að þessu sinni því á morgun er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestan- og vestanlands síðdegis. Og aftur hlýnar í veðri.


103 - 112 af 2209
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir