Fréttir

10.01 2019 - Fimmtudagur

Fagur vopnfirskur himinn fangaður

Veturinn hefur hingað til verið í mildara lagi, snjór féll fyrst í seinni hluta nóvember á Vopnafirði; sá hvarf skjótt, snjó kyngdi niður nínunda desember og var með öllu horfinn þann 11. Á Gamlársdag gerði áhlaup svo brennu og flugeldasýningu var frestað fram á Nýársdag en síðan hafa mildir vindar blásið. Stundum hafa þeir verið hvassir og minnt fremur á sumar en vetur þegar hitinn hefur verið yfir 10°C, einungis er myrkrið ótvíræð áminning þess að norðurhvel jarðar hallar frá sólu.

08.01 2019 - Þriðjudagur

1,8% erlendra ferðamanna á Íslandi til Vopnafjarðar 2017

Að beiðni Vopnafjarðarhrepps vann fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. samantekt um komu ferðamanna, innlendra sem erlendra, til Vopnafjarðar á tilgreindu tímabili. Í samantekt Rögnvaldar Guðmundssonar er skýrsluna vann og byggir á Dear Visitors könnun RRF er áætlað til Vopnafjarðar hafi komið 36 þúsund erlendir ferðamenn og hafði fjölgað um 160% frá árinu 2010. Þetta þýðir að um 1,8% erlendra ferðamanna á Íslandi árið 2017 hafi til Vopnafjarðar komið en hlutfallið var 2,8% árið 2010.

07.01 2019 - Mánudagur

Vetur enn ekki í kortunum

Spáð er norðvestanátt í dag 8-18 m/sek. hvassast austan til á landinu. Snjókoma eða él fram yfir hádegi norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 gráður. Kólnandi veður, frost víða 2 til 8 stig í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. En svo virðist sem veturinn sé ekki kominn til að vera að þessu sinni því á morgun er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestan- og vestanlands síðdegis. Og aftur hlýnar í veðri.

04.01 2019 - Föstudagur

Hafdís Bára nýr starfsmaður Vopnafjarðarhrepps

Frá og 03. janúar 2019 er Hafdís Bára Óskarsdóttir starfsmaður Vopnafjarðarhrepps með aðsetur fyrst um sinn á skrifstofu sveitarfélagsins. Í tilkynningu frá Hafdísi hér að lútandi segir: Ég hér með tilkynni að ég hef hafið störf sem iðjuþjálfi hjá Vopnafjarðarhrepp og verð með aðsetur fyrst um sinn á skrifstofu hreppsins. Ef fólk vill hafa samband við mig varðandi leik- og skólamál, öldrun eða annað þá endilega hringið upp á skrifstofu til að ná tali á mér eða sendið mér línu á netfangið: hafdis.bara.oskarsdottir@vopnafjardarhreppur.is

04.01 2019 - Föstudagur

Þrettándabrenna næsta sunnudag

Þrettándinn er á sunnudag 06. janúar næstkomandi en nafnið og er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Venju samkvæmt kveðja Vopnfirðingar jólin með viðeigandi hætti því kl. 17:00 þennan dag mun sveitarfélagið bjóða íbúum til brennu, þrettándabrennu - og flugeldasýningar sem Kiwanis-menn halda um svo sem verið hefur sl. ár. Er staðsetning viðburðar öllum kunnur, skammt ofan við Búðaröxl og rétt að fólk fari með gát að venju.

31.12 2018 - Mánudagur

Áramótakveðja

Árið 2018 heyrir brátt sögunni til, 364 dagar og ½ sólarhringur betur er að baki og á morgun hefst niðurtalningin á nýjan leik. Árið var merkt átökum utanlands einkum en seint mun heimurinn upplifa ár án stórra átaka. Innanlands var kosið til sveitarstjórna með tilheyrandi breytingum og sveitarfélögum heldur áfram að fækka. Mikið gekk á í pólitíkinni utan þings og sér ekki fyrir endann á hvernig mál kennt við Klaustur muni lykta. Vopnfirðingar geta litið nokkuð sáttir um öxl og sem fyrr mótast niðurstaðan af gjöfulleika hafsins. Breytingar urðu á eignarhaldi HB Granda hf. og var ákvörðun tekin að hætta bolfiskvinnslu félagsins á Vopnafirði og hefur eðlilega breytingar á atvinnustigið.

31.12 2018 - Mánudagur

Áramótabrenna færð til nýárs

Að vel athuguðu máli hefur ákvörðun verið tekin um að færa áramótabrennu Vopnfirðinga til Nýársdags. Verður tendrað í brennunni kl. 17:00 á morgun og flugeldasýning er áætluð kl. 17:30. 

Um leið og við vonumst til að Vopnfirðingar eigi ánægjulegt kvöld í vændum og heilsi nýju ári með gleði í hjarta óskum við eftir að íbúar láti berast ofangreinda ákvörðun og mæti til brennu á morgun kl. 17 á Nýársdag.

-Vopnafjarðarhreppur

31.12 2018 - Mánudagur

Áramótabrenna Vopnfirðinga - möguleg frestun

Vopnfirðingar athugið:

Vegna veðurs eru líkur á að fresta verði tendrun áramótabrennu í kvöld sem áætlað er kl. 20:30 sökum veðurs. Verður málið endurskoðað og endanlega áveðið hér um kl. 16:00 og tilkynnt á þessum vettvangi. Er fólk hvatt til að fylgjast með og deila þessu þannig að þetta nái til flestra.

-Þjónustumiðstöð

30.12 2018 - Sunnudagur

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps lokuð 02. janúar nk.

Athugið að miðvikudaginn 02. janúar nk. er skrifstofa Vopnafjarðarhrepps lokuð.

28.12 2018 - Föstudagur

Tillaga um byggingu á félagslegu húsnæði

Á síðasta fundi sveitarstjórnar haldinn þann 13. desember lagði Þór Steinarsson sveitarstjóri fram tillögu sína er varðar vinnu til undirbúnings uppbyggingar á félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu. Í bréfi Þórs til sveitarstjórnar segir að tillagan miðist við að stofnframlag Íbúðarlánasjóðs til framkvæmdanna fáist samþykkt. Fari svo verði farið í vinnuna þegar í upphafi árs 2019.


123 - 132 af 2222
< 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir