Fréttir

22.03 2019 - Föstudagur

Íbúafundur í Miklagarði þriðjudaginn 26. mars

Þriðjudaginn 26. mars nk. kl 17.00 verður haldinn íbúafundur í Miklagarði þar sem Hafdís Bára Óskarsdóttir mun segja frá starfi sínu sem iðjuþjálfi, hvað þeir gera og hvernig þeir aðstoða einstaklinga í sínu daglega lífi.

 

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna.

20.03 2019 - Miðvikudagur

Ferðamálasamtök verða Framfara- og ferðamálasamtök

Ferðamálasamtök Vopnafjarðar héldu aðalfund sinn í félagsheimilinu í gærkvöldi. Í fréttabréfi samtakanna á sl. ári sagði m.a. að samtökin væru klasi, samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu að markmiði að stuðla að samvinnu ferðaþjóna á Vopnafirði við ímyndarsköpun og áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Sjálfsagt lítur hinn almenni íbúi svo á að samtökin séu einkum og sér í lagi þeirra er ferðaþjónustunni tilheyra. Á aðalfundinum fór fram lífleg umræða um stöðu félagsins, einkum með hliðsjón af tillögu fráfarandi stjórnar að breyta nafninu í Framfara- og ferðamálasamtök Vopnafjarðar. Var sú tillaga síðan samhljóða samþykkt.

 

18.03 2019 - Mánudagur

Þjónustumiðstöð: Vinnuskóli og starfsmaður

Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps auglýsir sumarvinnu 2019 og óskar að ráða starfsmann til framtíðarstarfa.

Vísað er til auglýsinga sem er að finna hér að neðan.

15.03 2019 - Föstudagur

Auglýst eftir framkvæmdastjóra Vopnaskaks

Vopnafjarðarhreppur auglýsir stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks 2019 lausa til umsóknar. Bæjarhátíðin verður haldin dagana 04.-07. júlí nk. 

Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni og vinna að fjármögnun hennar, í samvinnu við menningarmálanefnd Vopnafjarðar. Þarf viðkomandi að geta sinnt því af og til á vorönn 2019 og í fullu starfi í júní allt þar til uppgjöri og frágangi eftir hátíðina er lokið.

13.03 2019 - Miðvikudagur

Af aðalfundi Landbótar

Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót var fyrir nokkrum árum endurvakið og hefur síðan unnið að málefnum skógræktar í sveitarfélaginu. Skógrækt er í eðli sínu þolinmæðisvinna því afrakstur mikilla verka verður fyrst sýnilegur að mörgum árum liðnum. Flestir þekkja það að ganga skógarstíga og upplifa skjólið og ilminn sem þar má finna. Skógar veita fjölbreytta þjónustu sem maður og náttúra nýta sér. Þeir veita skjól, eru eftirsótt útivistarsvæði en þeir verða ekki til að engu og frjáls félagasamtök eins Landbót hverju samfélagi mikilvæg.

11.03 2019 - Mánudagur

Samráðsfundur um ferðamálastefnu í Miklagarði

Boðað hafði verið til samráðsfundar um ferðamálastefnu Vopnafjarðar í félagsheimilinu Miklagarði sl. laugardag. Liðlega 30 manns svaraði kallinu og er tíðindamann bar að garði var unnið í hópavinnu á 6 borðum en hverjum hópi var úthlutað tiltekin verkefni er málefnið varðar. Á fundi atvinnu- og ferðamálnefndar þann 15. mars 2016 voru lögð fram drögð að ferðamálastefnu Vopnafjarðar sem þá var í höndum starfshóps sveitarstjórnar og áður hafði verið unnið með ýmsum hætti að þróun ferðamála í sveitarfélaginu m.a. útgáfu gönguleiðakortsins Útivist í Vopnafirði og á Út-Héraði 2004. Ferðamál eru í brennidepli að nýju og miðað við stöðu þeirra í sveitarfélaginu er ekki vanþörf á.

07.03 2019 - Fimmtudagur

Öskudagurinn

Öskudagurinn er dagur allra barna óháð aldri enda er aldurinn afstætt hugtak. Hvað er líka yndislegra en syngjandi, skríkjandi, hrópandi, dansandi börn íklædd alls kyns búningum þess albúin að kyrja nokkra söngva gegn umbun nokkurri? Nú brá svo við að tíðindamaður var fjarri góðu gamni en hefði öllu jafna verið í íþróttahúsinu hvar nemendur og starfsmenn skólans koma ávallt saman að morgni öskudags uppáklædd að hætti dagsins. Í ljósi fráveru var leitað til góðra vina sem sáu til þess að dagurinn var festur á mynd(ir) og er þær að finna hér að neðan.

05.03 2019 - Þriðjudagur

Samráðsfundur um ferðamálastefnu

Samráðsfundur um ferðamálastefnu Vopnafjarðarhrepps verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 9. mars kl. 13:00. Hagsmunaaðilar og áhugafólk um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum er hvatt til að mæta og ræða sýn sína og mögulegar aðgerðir í tengslum við verkefnið. Ágúst Elvar Bjarnason ferðamálafræðingur og verkefnastjóri Höfuðborgarstofu stýrir fundinum.

04.03 2019 - Mánudagur

Mælifell ehf. 30 ára

Vopnfirska byggingafyrirtækið Mælifell ehf. hélt upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins sl. föstudag að viðstöddu fjölmenni. Vildi margur samfagna þeim bræðrum og starfsmönnum Mælifells en stofndagur þessa öfluga fyrirtækis er 28. febrúar 1989. Fram kom í máli Steindórs framkvæmdastjóra að þeir hefðu sýnt aðgæslu frá fyrstu stundu í rekstri fyrirtækisins en það er að æra óstöðugan að ætla að tilgreina öll þau verkefni sem Mælifell hefur komið að í 30 ára sögu þess.

01.03 2019 - Föstudagur

Afkoma HB Granda hf. 2018

Á heimasíðu HB Granda hf. er afkoma félagsins árið 2018 til umfjöllunar en hagnaður þess var 4,1 milljarðar sem er samkvæmt forstjóra ekki ásættanleg niðurstaða. Rekstrartekjur og -gjöld eru uppgefnar í Evrum og tölur umreiknaðar í u.þ.b. 136 íslenskar krónur hver Evra. Rekstrartekjur samstæðunnar á 4ða ársfjórðungi 2018 voru 61,5m€ en var 58,4 m€ á sama tíma árið áður. 61,5 m€ jafngildir um 8,3 milljörðum og sýnir stærð þessa öfluga fyrirtækis.


123 - 132 af 2257
< 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir