Fréttir

14.02 2019 - Fimmtudagur

690 Vopnafjörður tilnefnd til Eddunnar – eða hvað?

Þann 07. febrúar sl. voru tilnefningar til Edduverðlauna 2019 kynntar á öldum ljósvakans. Í því felst upphefð að fá slíka tilnefningu enda margir kallaðir en fáir útvaldir. Að sjá nafn heimilarmyndarinnar 690 Vopnafjörður meðal þeirra sem tilnefndar eru í flokki heimildarmynda vakti eðlilega athygli og gleði meðal þeirra sem málið varðar – og þeir eru margir. Síðan gerist það sem líklega flestir hefðu talið útilokað, tilnefningin var dregin til baka …

 

11.02 2019 - Mánudagur

Vetur minnir á sig

Vopnfirðingar hafa eins og aðrir landsmenn fengið að finna að tíðin er hávetur með tilheyrandi ofankomu og norðanátt. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags gekk yfir norðausturhornið hvassviðri með allnokkurri ofankomu og þegar vind tók af höfðu myndast skaflar víðs vegar í þéttbýlinu þótt hvergi væru þeir eins myndarlegir og í Vallholtinu. Má segja að laugardagskvöldið/-nótt hafi verið endurtekið efni þótt vissulega væri stigsmunur á hvoru tveggja vind sem ofankomu.

09.02 2019 - Laugardagur

Selárlaug - laug og pottur undir kjörhitastigi

Athygli sundlaugargesta er vakin á að sökum þess að vatnsrennsli er ekki nægilegt þessi dægrin er vatn sundlaugar og potts undir kjörhitastigi, sem er um 30°C annars vegar og 38-40°C hins vegar. Sem stendur er hitastig laugar um 24°C og potts einungis 28°C. Lausna er leitað og málið upplýst þegar lausn hefur fundist.

-Fulltrúi

08.02 2019 - Föstudagur

Finnafjarðarverkefnið til umræðu

Verkfræðingurinn Hafsteinn Helgason hjá Verkfræðistofunni EFLU var til viðtals í morgunþætti Rásar eitt á RUV í fyrradag þar sem Finnafjarðarverkefnið svokallaða var til umræðuÞað er kunnara en frá þurfi að segja að sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa um árabil unnið að risavöxnu verkefni sem alþjóðleg umskipunarhöfn í Finnafirði er og töluvert hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þjóðarinnar. Þarna munu vera fyrirtæki staðsett sem eru í hafnsækinni starfsemi en landrými þarna leyfir allt að 1200 hektara athafnasvæði og 6 kílómetra langa viðlegukanta samtals.

06.02 2019 - Miðvikudagur

Leikskólabörn heilsuðu upp á sveitarstjóra

Í dag er dagur leikskólans og af því tilefni fékk Þór sveitarstjóri sérlega ánægjulega heimsókn er 22 leikskólabörn heiðruðu hann með nærveru sinni. Mætti ungviðið í fylgd starfsmanna leikskólans, þeirra Bjargar, Hrafnhildar, Rósu, Kötlu Ránar og Hemmerts Þórs. Var hópnum stefnt inn á skrifstofu sveitarstjóra hvar þeirra beið ávaxtasafi, saltstangir og piparkökur. Þurfti ekki að hvetja hina ungu gesti til að bragða á veitingunum og óvíst um matarlystina þegar að hádegisverði kom.

 

04.02 2019 - Mánudagur

Tvískiptur janúar, hlýr og kaldur

Að baki er fyrsti mánuður ársins, janúar hefur kvatt og kemur ekki aftur í sömu mynd. Það er gjarnan á orði haft að janúar líði æði hægt, sé 45 dagar og ekki 31. Hver sem skoðun fólks kann að vera er janúar að baki og febrúar tekinn við. Veðurfarslega var janúar sérlega tvískiptur. Óvenju mikil hlýindi einkenndu fyrri hluta mánaðarins, hiti var langt yfir meðallagi um land allt og snjólétt víðast hvar. Seinni hluti mánaðarins var mun kaldari og þá sérstaklega síðustu dagarnir. Töluverður snjór var víða um land, vindur hægur og nokkuð bjart í veðri.

30.01 2019 - Miðvikudagur

Vesturfarinn og ferðamálasamtökin fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði

Á haustdögum auglýsti Austurbrú eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir árið 2019 en hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk heldur veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Í fyrradag var komið að fimmtu úthlutun úr Uppbyggingarsjóði, liðlega 60 milljónum var veitt til 61 verkefnis og voru Vesturfarinn og Ferðamálasamtök Vopnafjarðar meðal styrkþega.

28.01 2019 - Mánudagur

Veiðistofn loðnu lítill

Hafrannsóknarstofnun hefur haldið úti loðnuleit líkt og stofnuninni er ætlað að gera sl. mánuði. Í haust var farinn leiðangur og annar 04.-15. janúar sl. Hingað til hefur árangurinn ekki gefið tilefni til bjartsýni því veiðistofn loðnunnar er svo lítill, samkvæmt áðurgreindum mælingum, að hann nær ekki þeirri lágmarksstærð sem þarf til þess að mælt sé með loðnuveiðum á yfirstandandi vertíð. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, segir í viðtali við RUV að þó sé ekki öll nótt úti enn. Ráðist verður í frekari mælingar á stærð veiðistofnsins á næstunni í von um að loðnan skili sér á miðin í kringum landið.

25.01 2019 - Föstudagur

Þorri genginn í garð - bondadagur í dag

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur, dagur allra karlmanna og fá þeir hamingjuóskir sendar á þessum vettvangi. Er á sinn hátt stórmerkur því ekki hafa karlmenn annan dag sérmerktan. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er þorrinn, sem er fjórði mánuður vetrar og hefst sem fyrr greinir á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar - stendur uppá 25ta að þessu sinni. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við.

24.01 2019 - Fimmtudagur

Vopnfirðingar á þingi

Gunnar Gunnarsson ritstjóri Austurgluggans/-fréttar er með bráðskemmtilega og jafn athyglisverða frétt á vefsíðu blaðsins, www.auturfrett.is, í dag en þar gerir Gunnar að umfjöllun styrk Vopnfirðinga á Alþingi Íslendinga þessa vikuna. Og ekki að ástæðulausu því Vopnfirðingar eru með tvo þingmenn og tvo aðra í starfsliði þingflokka. Þeir dreifast á þrjá flokka. Í gær flutti Bjartur Aðalbjörnsson jómfrúarræðu sína á þinginu, sbr. hér að neðan 

https://www.facebook.com/Samfylkingin/videos/vb.152804904889/2141845202538197/?type=2&theater 


143 - 152 af 2257
< 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir