Fréttir

05.06 2020 - Föstudagur

Sumarstörf hjá Vopnafjarðarhreppi

Vopnafjarðarhreppur auglýsir þrjú sumarstörf fyrir nema, sem að lágmarki hafa lokið einu ári í námi.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkistjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa. 

Ráðningartími er frá 15 júní til 28 ágúst í tvo mánuði.

 

28.05 2020 - Fimmtudagur

Sumaropnun í sundlauginni Selárdal

Sumaropnun í sundlauginni Selárdal fer í gang mánudaginn næstkomandi og er sem hér segir:

Sumartími (01.júní – 31. ágúst)

Virka daga mánudaga- föstudaga:      kl. 10:00 til kl. 22:00. 
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    kl. 10:00 til kl. 18:00.

Allir að mæta í sund!

17.05 2020 - Sunnudagur

Viðhald á sundlaug

Að gefnu tilefni.
 
Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 24.mars vegna Covid-19 og var tíminn nýttur hjá starfsfólki til að taka vorþrifin og var sundlaugin máluð og fleira viðhaldstengt. Á þessu ári stóð til að endurnýja blöndunartækin og var það alltaf á áætlun í maí.
Vegna skólasunds sem er búið að vera í gangi síðan 5.maí þá var ekki hægt að fara í endurnýjun blöndunartækja fyrr en á morgun, 18.maí og þykir okkur miður að fólk geti ekki farið í sund strax á morgun en það verður notalegt að fara í góðar sturtur um leið og opnar.
 
Vil líka minnast á að það er erfitt að manna sundlaugina. Einn starfsmaður er farinn aftur til Spánar og tveir starfsmenn sem munu starfa hér í sumar eru á leið til landsins en þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.
 
Vonandi getur fólk skilið þetta og allir koma kátir í sund von bráðar :) Það er enginn að leika sér að því að loka lauginni og seinka opnun.
 
Með vinsemd og virðingu.

08.05 2020 - Föstudagur

Þjónusta og starfsemi á Vopnafirði eftir 4. maí

Þann 13. apríl s.l. staðfesti heilbrigðisráðherra tillögu sóttvarnalæknis að aflétta ákveðnar takmarkanir á samkomubanni eftir 4. maí. Nú liggur fyrir hvaða áhrif þessar afléttingar hafa á starfsemi og þjónustu í Vopnafjarðarhreppi.
Almenna breytingin felst í því að 50 manns mega koma saman í stað 20 manns áður. Þó skal ávallt gæta þess að halda tveggja metra fjarlægð milli manna.

07.05 2020 - Fimmtudagur

Atvinna leikjanámskeið

Vopnafjarðarhreppur og félagsmiðstöðin Drekinn auglýsir:

Starfsmaður óskast frá 8.júní til 3.júlí til að aðstoða við leikjanámskeið.
Starfshlutfallið er 30%. Starfsmaður þarf að vera sjálfstæður og hafa gaman af því að vinna með börnum.

Mjög fjölbreytt starf!

Aldurstakmark er 18 ára
Allar upplýsingar veitir Tóta í síma 893-1536 eða á netfanginu thorhildur@vopnafjardarhreppur.is

22.04 2020 - Miðvikudagur

Uppbygging almennra íbúða í Vopnafirði

Vopnafjarðarhreppur hefur sótt um og fengið úthlutað stofnframlagi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun til uppbygginar 6 íbúða í Vopnafirði. Stofnframlagið skal nýta til að reisa almennar íbúðir í samræmi við lög um almennar íbúðir. Sjá nánari upplýsngar í kynningunni hér fyrir neðan.

14.04 2020 - Þriðjudagur

Atvinna - Sumarafleysingar í Sundabúð

Starfsfólk óskast til sumarafleysinga  á hjúkrunardeild Sundabúðar.

02.04 2020 - Fimmtudagur

Auglýsing vegna sýnatöku

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands býður íbúum Austurlands upp á skimun fyrir Covid-19 laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl.

Sýnataka fer fram á eftirtöldum stöðum:

  • Egilsstaðir: Samfélagssmiðjan Miðvangi 31
  • Reyðarfjörður: Molinn Hafnargötu 2 (gengið inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi)

 Bókun hefst kl. 15 í dag og fer fram með því að skrá sig hér:

bokun.rannsokn.is/q/reydisfj

bokun.rannsokn.is/q/egils

 Að lokinni skimun verður svar birt á vefnum heilsuvera.is

Hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir.

23.03 2020 - Mánudagur

Lokanir stofnana Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubannsins sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn 16. mars s.l.

Viðburðir þar sem einstaklingar koma saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður frá og með aðfaranótt þriðjudags, 24. mars næstkomandi.

Þessi tilmæli hafa í för með sér að sundlaug, íþróttahús og félagsmiðstöðin Drekinn munu loka á morgun, en takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.

 

Stofnanir sem loka eru eftirfarandi:

  • Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps
  • Sundlaugin Selárdal
  • Félagsmiðstöðin Drekinn
  • Bókasafnið

20.03 2020 - Föstudagur

Auglýsing fyrir Bakvarðasveit Sundabúðar

Frá Hjúkrunarheimilinu Sundabúð

 

Kæru Vopnfirðingar

 

Faraldurinn COVID-19 breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum og fjarvistum frá vinnu.

Í ljósi þessa hefur Hjúkrunarheimilið Sundabúð ákveðið að auglýsa eftir einstaklingum í Bakvarðasveit Sundabúðar til að vera til taks ef þörf krefur.

Um er að ræða vinnu við aðhlynningu aldraðra, næturvaktir í þvottahúsi, vinna í mötuneyti og ræstingu. 

Leitað er eftir fólki sem getur skuldbundið sig tímabundið eftir samkomulagi.


23 - 32 af 2255
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir