Fréttir

04.09 2018 - Þriðjudagur

Náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim

Vopnafjarðarhreppur var meðal þátttakenda á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin var að frumkvæði félagsins Ungt Austurland. Var sýningin haldin sl. laugardag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sótti sýninguna fjöldi fólks, stórt húsið tók auðveldlega við þeim fjölda en sýnendur voru sammála um að markhópurinn, unga fólkið, hefði mátt sýna málefninu meiri áhuga. Hvað sýning sem þessi skilar fyrir t.a.m. Vopnafjörð skal ósagt látið en fulltrúar sveitarfélagsins lögðu sig fram um að taka vel á móti hverjum þeim er í básinn kom, birtingarmyndin var á allan hátt jákvæð.

 

03.09 2018 - Mánudagur

Vetraropnun íþróttahúss

Athygli gesta íþróttahússins er vakin á að frá og með deginum í dag er komin á vetraropnun íþróttahússins og stendur til 30. maí 2019. Vegna leikfimikennslu grunnskólans opnar líkamsræktin á 2 mismunandi tímum eða: mánu- og föstudaga kl. 13:30, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 13:00.

30.08 2018 - Fimmtudagur

HB Grandi hf. – uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins

Á heimasíðu HB Granda hf, www.hbgrandi.is, er rekstur félagsins á fyrri hluta árs 2018 til umræðu. Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2018 námu 100,0 m€, samanborið við 96,8 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 10,6 m€ eða 10,6% af rekstrartekjum, en var 13,9 m€ eða 14,4% árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,5 m€, en voru neikvæð um 1,5 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,5 m€, en voru jákvæð um 1,0 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 3,7 m€ og hagnaður tímabilsins var 3,1 m€.

29.08 2018 - Miðvikudagur

Ágætis veður framundan

Austurhluti Íslands hefur notið góðs tíðarfars allt frá maí til þessa dags þótt ágúst hafi boðið upp á rysjótt veður með blautum og þurrum dögum til skiptis. Þannig hafa t.a.m. vökvunarvagnar íþróttavallar sveitarfélagsins ekki verið hreyfðir í mánuðinum en voru þeim mun meira notaðir allt frá því að þeir fóru af stað þann 11. maí sl. Skv. Veðurstofu megum við vænta ágætra daga sé horft 6 daga fram í tímann.

 

27.08 2018 - Mánudagur

Sundkennsla Vopnafjarðarskóla

Athygli sundlaugargesta er vakin á að sundkennsla Vopnafjarðarskóla hefst á morgun, þriðjudaginn 28. ágúst. Mun hún standa yfir næstu 3 vikurnar, þ.e. til og með föstudaginn 14. september nk. Þetta þýðir að sundlaugin er gestum lokuð á meðan sundkennsla stendur yfir sem er fyrir hádegi dag hvern.

23.08 2018 - Fimmtudagur

Heilsufarsmæling á Vopnafirði 27. ágúst

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) munu bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu 27.-30. ágúst næstkomandi á Norðurlandi eystra. Send hafa verið út boðsbréf á alla íbúa og fyrirtæki í aðdraganda mælinganna auk þess sem framtakið hefur verið kynnt í gegnum samfélagsmiðla og í samstarfi við svæðismiðla.

21.08 2018 - Þriðjudagur

Skólasetning Vopnafjarðarskóla

Í dag var Vopnafjarðarskóli settur í sal skólans að viðstöddum nemendum, aðstandendum þeirra og starfsfólki. Að vanda kom í hlut skólastjórans Aðalbjörns Björnssonar að ávarpa gesti og fór í suttu máli yfir starfið í vetur, þakkaði þeim starfsmönnum sem hverfa af vettvangi og bauð nýja velkomna. Að vanda bauð Aðalbjörn nýnema, sem eru 7 að tölu, sérstaklega velkomna og beindi síðan orðum sínum til þeirra elstu sem fyrirmyndir hinna ungu skólasystkina.

20.08 2018 - Mánudagur

Vopnafjarðarskóli settur á morgun, 21. ágúst

Skólasetning Vopnafjarðarskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 10:00 í sal skólans. Skólastarf samkvæmt stundaskrá hefst miðvikudaginn 22. ágúst.

17.08 2018 - Föstudagur

Einherji í aðalhlutverki um helgina

Langt er liðið á sumar og smám saman mun vetrarstarfið taka við, skólar landsins eru sem dæmi að hefjast þessa dagana. Lið Vopnfirðinga, sem tæplega þarf að nefna á nafn, stendur í ströngu um helgina en á Vopnafjarðarvelli verða leiknir 3 leikir á tímabilinu föstudagur 17. til og með mánudagur. 20 Stúlkurnar í meistaraflokki ríða á vaðið með leik í kvöld gegn toppliði Tindastóls með markhæsta leikmann deildarinnar innan vébanda sinna, Murielle Tiernan. Athuga að leikurinn hefst kl. 18:15.

 

15.08 2018 - Miðvikudagur

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra

Nærfellt annar hver sveitarstjórnarmaður er kona og hefur hlutur kvenna aldrei verið meiri en nú eða 47,2% skv. Sveitarstjórnarmálum. Kjörnum sveitarstjórnarmönnum hefur fækkað jafnt og þétt með fækkun sveitarfélaga en sem dæmi sátu alls 981 einstaklingur í sveitarstjórn 1998 en eru nú 502. Fyrir 20 árum voru sveitarfélögin 124 en eru nú 72.


203 - 212 af 2239
< 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir