Fréttir

14.05 2018 - Mánudagur

Framhaldsskólinn á Laugum - brautskráning

Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir brautskráningu 2018.

Ágætu Þingeyingar, Vopnfirðingar og velunnarar skólans.

Brautskráning nýstúdenta fer fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum laugardaginn 19. maí kl. 14:00.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans.

12.05 2018 - Laugardagur

Hátíðarguðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju

Á uppstigningardag 10. maí sl. var sameiginleg guðsþjónusta Langanes- og Hofsprestakalls í Vopnafjarðarkirkju. Dagurinn var á sínum tíma tileinkaður eldri borgurum þessa lands og hafa kirkjur landsins boðið til guðsþjónustu af því tilefni. Þannig var því einmitt farið hér og var vel í lagt því auk prests okkar, sr. Þuríðar Bjargar W. Árnadóttur, þjónuðu frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup og sr. Hildur Sigurðardóttir prestur á Skinnastað. Að athöfn lokinni var boðið til kaffisamsætis og hreint ekki í kot vísað eins og borðin svignuðu undan veigunum.

11.05 2018 - Föstudagur

Kynning á breytingum Aðalskipulags og nýtt deiliskipulag

Vopnafjarðarhreppur stóð fyrir kynningu á Aðalskipulagsbreytingum sem Yrki arkitektar eru að vinna í samvinnu við sveitarfélagið. Um er að ræða fyrirhugaðar breytingar á námun, byggingu fuglaskoðunarhúsa, uppbyggingu stíga, rýmkun heimilda á frístundahúsum á lögbýlum og tillögu að verndarsvæði í byggð. Aukinheldur var deiliskipulag íþróttasvæðis til kynningar en sömu hönnuðir halda um það verkefni sem er langt komið.

11.05 2018 - Föstudagur

Þjónustumiðstöð auglýsir

Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps auglýsir til sölu eftirfarandi bíla og vélar. Í öllum tilfellum miðast frestur við 14. maí nk. og er Oddur Pétur yfirmaður miðstöðvar til svars í síma 893-2516. Myndir af söluvörum eru meðfylgjandi hér fyrir neðan ásamt þeirri sem tilkynningunni fylgir og sýnir Nissan Navara bifreið þjónustumiðstöðvar.

09.05 2018 - Miðvikudagur

Vísitasía biskups

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækir austfirskar sóknir þessa dagana. Agnes ásamt Þorvaldi Víðissyni biskupsritara dvelja á Vopnafirði í dag og á morgun. Vísitasía biskups hvílir á rótgróinni, sögulegri hefð og er eitt helsta hlutverk biskups að rækta traust samband og samstarf með fólkinu, kynnast kirkjustarfinu í sóknunum, veita leiðsögn og hvetja til góðra verka.

 

09.05 2018 - Miðvikudagur

Hofsprestakall: Kirkjuhátíð eldri borgara

Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Langanes- og Hofsprestakalls í Vopnafjarðarkirkju á degi eldri borgara uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí kl. 14.

 

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar ásamt sóknarprestum.

 

Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngur undir stjórn Stephen Yates.

07.05 2018 - Mánudagur

Framboðslistar við kosningu til sveitarstjórnar 26. maí nk.

Þann 26. maí nk. ganga Íslendingar að kjörborði og kjósa fólk til sveitarstjórna. Á Vopnafirði eru 3 listar í boði, þeir eru B-listi Framsóknar og óháðra, Ð-listi Betra Sigtúns og S-listi Samfylkingar á Vopnafirði. Hér að neðan eru framboðslistarnir birtir í stafarófsröð miðað við listabókstaf framboðs.

07.05 2018 - Mánudagur

Opinn fundur um Aðalskipulagsmál Vopnafjarðar 08. maí

Þann 08. maí nk. verður opinn fundur í Miklagarði milli kl 15:00 -17:00. Verður þar farið yfir lýsingu fyrir breytingar á Aðalskipulagi Vopnafjarðar 2006-2026 og verður óskað eftir ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum á kynningunni. Eru íbúa hvattir til að mæta enda varðar málefnið framtíðarskipulag sveitarfélagsins.

04.05 2018 - Föstudagur

Nýr heiðarbýlabæklingur afhentur

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Kaupvangur menningar- og fræðasetur Vopnfirðinga sameinuðust fyrir nokkrum árum um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni og heiðunum þar í kring. Hefur ferðafélagið í samvinnu við Fljótsdalshérað og Vopnafjarðarhrepp gefið út glæsilegan bækling sem Þorvaldur P. Hjarðar formaður FFF afhenti Ólafi Áka sveitarstjóra og Ingólfi Sveinssyni í dag. Ingólfur er sérlegur áhugamaður um heiðarbýlin og unnið gott starf í þágu verkefnisins.

04.05 2018 - Föstudagur

Selárlaug lokar kl. 18 í dag

Athygli sundlaugargesta er vakin á að laugin er opin milli kl. 14:00 og 18:00 í dag föstudaginn 04. maí eða klukkutíma skemur skv. vetraropnun.

-Fulltrúi


213 - 222 af 2201
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir