Fréttir

13.08 2018 - Mánudagur

Ný persónuverndarlöggjöf

Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf en löggjöfin kom til framkvæmda þann 25. maí 2018 í Evrópu. Hérlendis þann 15. júli sl. Vernd persónuupplýsinga er talinn hluti af EES-samningnum og því var löggjöfin tekin upp í íslenskan rétt. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga, hvort heldur um viðskiptavini, notendur hugbúnaðar, nemendur, eigið starfsfólk eða aðra, verða að fylgja hinni nýju löggjöf. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er að ræða umfangsmestu endurbætur sem gerðar hafa verið á löggjöfinni í tvo áratugi.

30.07 2018 - Mánudagur

Skemmtiferðaskipið Seabourn Quest á Vopnafirði

Að morgni sunnudagsins 29. júlí sl. sigldi inn Vopnafjörð voldugt skemmtiferðaskip en tæplega 200 metra langt skip telst til hinna stærri. Nafn skipsins er Seabourn Quest og er eitt skipa Seabourn Cruise Line sem skráð er í Nassau á Bahamaeyjum skammt undan ströndum BNA. Allt til 1973 lutu eyjarnar stjórn Breta. Það væsir vart um gesti um borð í skipi sem þessu en hámarksfjöldi farþega er 450 er njóta þjónustu 335 manna starfsliðs.

27.07 2018 - Föstudagur

Þór Steinarsson ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps

Þór Steinarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Ráðning hans var staðfest á fundi sveitarstjóranr í dag, 27. júlí 2018. Þór er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2012, þar af sem aðstoðarmaður sviðsstjóra umhverifis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar undanfarin fimm ár. Þór tekur til starfa hjá Vopnafjarðarhreppi 1. ágúst 2018.

23.07 2018 - Mánudagur

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 30. júlí  nk. til og með sunnudeginum 12. ágúst nk. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 13. ágúst.

-Baldur Kjartansson, skrifstofustjóri

15.07 2018 - Sunnudagur

Nýtt hverfi risið á Vopnafirði

Byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir við nýtt hverfi í þéttbýli Vopnafjarðar á sumrinu. Kann það að láta lítið yfir sér staðsett handan Austurborgar er kominn vísir að allnokkru hverfi nýrisinna húsa. Þótt engir séu uppdrættirnir hefur framkvæmdum miðað vel. Yfirbyggingarstjóri er og hefur verið frá öndverðu Þórhildur Sigurðardóttir en er tíðindamann bar að garði lágu framkvæmdir niðri svo ekki náðist í byggingarstjóra né húseigendur.  

12.07 2018 - Fimmtudagur

13 sækja um starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps rann út á miðnætti mánudagsins níunda júlí sl. Um starfið sækja 13 einstaklingar og er nöfn þeirra að finna hér í stafrófsröð.

10.07 2018 - Þriðjudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð - afleysingar

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir:


Starfsmaður óskast til afleysinga á hjúkrunardeild Sundabúðar, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl 18-22:00, og felst vinnan í að aðstoða við hjúkrun og í eldhúsi.

Vinsamlegast hafið samband við Berglindi Steindórsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra, sem veitir nánari upplýsingar. Netfang: hjukrun@vopnafjardarhreppur.is, sími 470 1240 og 847 4068.

09.07 2018 - Mánudagur

Vopnaskak, kjötsúpukvöld og skreytingar húsa

Bæjarhátíðin Vopnaskak lauk í gær og gekk almennt stórvel. Þannig fjölmennti fólk á auglýsta viðburði, sem dæmi voru um 150 manns á hagyrðingakvöldi og tvöfalt fleiri á Hofsballi. Getur Debóra Dögg, starfsmaður hátíðar, og menningarmálanefnd gengið sátt frá borði. Á leik Einherja á laugardeginum var fjöldi fólks og stemningin til fyrirmyndar en þar vannst mikilvægur 2:1 sigur á Ægi frá Þorlákshöfn. Að vanda kaus fjöldi að halda inn að Bustarfelli í gær en ólíkt Vopnaskaki fyrra árs lék veður við gesti hátíðar, þannig var til að mynda lengstum leikið í logni á laugardeginum og telst sannarlega til tíðinda.

06.07 2018 - Föstudagur

Nóg um að vera um helgina

Bæjarhátíðin Vopnaskak heldur áfram í dag og um helgina en hátíðinni lýkur með Bustarfellsdeginum á sunnudag. Fram að þeim tíma er margt í boði fyrir Vopnfirðinga og gesti. Strax kl. 12 á hádegi dagsins í dag er danspartí í íþróttahúsinu og dagskráin þar með komin af stað þennan daginn. Vísað er til dagskrár hátíðar meðfylgjandi frétt þann 27. júlí sl.

05.07 2018 - Fimmtudagur

Af Vopnaskaki

Frá því var greint í gær að Vopnaskak þessa árs myndi hefjast formlega þann dag. Á Vopnafjarðarvelli skyldi leikin knattspyrna í 5. flokki kvenna með þátttöku Einherja og 3ja annarra liða. Var leikið við blautar aðstæður og svalar, í einföldu máli var um hráslagalegan júlídag að ræða. Þannig er íslenskt sumar og aldrei á vísan að róa. Síðar sama dag var m.a. boðið upp á vatnsrennibraut neðan Kolbeinsgötunnar og það kunna börnin sannarlega að meta og fullorðnir raunar ekkert síður. Var kátt á hjalla er tíðindamann bar að garði.


213 - 222 af 2239
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir