Fréttir

13.09 2018 - Fimmtudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir eftir starfskröftum

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir tvö störf laus til umsóknar, annars vegar 65% staða í mötuneyti heimilisins, hins vegar liðveisla við fullorðinn einstakling.

 Mötuneyti

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti Sundabúðar. Starfshlutfall er 65% og eru vaktir ýmist milli kl. 08:00 – 16:00 eða 09:00-15:00. Er unnin önnur hver helgi.

 

Starfið felst í öllum almennum störfum í eldhúsi, þar á meðal eldamennsku. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan október.

12.09 2018 - Miðvikudagur

Menningarmálanefnd kallar eftir hugmyndum íbúa

Á fundi menningarmálanefndar sem haldinn var sl. mánudag kom fram athyglisverð hugmynd sem nefndarfólk fylgdi eftir og birti á samskiptavefnum Fésbók/facebook í kjölfarið. Í stuttu máli biðlar nefndin til íbúa sveitarfélagsins um hugmyndir er menningu varðar en hvoru tveggja vill nefndin kappkosta að bjóða upp á viðburði sem flestir kunna að hafa ánægju af og bjóða hinum almenna íbúa að borðinu. Snilldin felst í að opna fyrir umræðuna, að gefa öllum jafnt tækifæri til að leggja málefninu lið og hljótum við að fagna frumkvæði nefndarfólks. Að neðan er skilaboðin að finna, sem rituð eru af Fanney Björk Friðriksdóttur f.h. nefndar.

10.09 2018 - Mánudagur

Deiliskipulag íþróttasvæðis samþykkt í sveitarstjórn

Á fundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag lá meðal annars fyrir til samþykktar deiliskipulagstillaga íþróttasvæðis Vopnafjarðar sem verið hefur til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins og hér á heimasíðu þess sl. vikur en lögbundið auglýsingaferli er 6 vikur. Var tillagan samhljóða samþykkt hvað þýðir að skipulagið hefur hlotið endanlega afgreiðslu af hendi sveitarfélagsins.

 

07.09 2018 - Föstudagur

Sumarið 2018

Sumarið er að baki í hugum okkar flestra þótt haustjafndægur sé 23. september og síðasti sumardagur standi upp á 26. október að þessu sinni. Skólasetning markar á sinn hátt endalok sumars og víst er það svo að skólaleyfi sleppir og við tekur skipulögð dagskrá vetrarins. Sumarið íslenska er stutt, stundum kemur það hreinlega ekki og saman renna vor og haust með óskilgreindu tíð þar á milli. Sumarið 2018 fer alls ekki í þann flokk því við fengum marga milda daga og sárafáa með nístandi norðankulda. Þurrviðri var ríkjandi allt frá maí fram yfir miðjan júlí er dagar tóku að skiptast á dagar þurrka og vætu, naut náttúran góðs af.

04.09 2018 - Þriðjudagur

Náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim

Vopnafjarðarhreppur var meðal þátttakenda á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin var að frumkvæði félagsins Ungt Austurland. Var sýningin haldin sl. laugardag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sótti sýninguna fjöldi fólks, stórt húsið tók auðveldlega við þeim fjölda en sýnendur voru sammála um að markhópurinn, unga fólkið, hefði mátt sýna málefninu meiri áhuga. Hvað sýning sem þessi skilar fyrir t.a.m. Vopnafjörð skal ósagt látið en fulltrúar sveitarfélagsins lögðu sig fram um að taka vel á móti hverjum þeim er í básinn kom, birtingarmyndin var á allan hátt jákvæð.

 

03.09 2018 - Mánudagur

Vetraropnun íþróttahúss

Athygli gesta íþróttahússins er vakin á að frá og með deginum í dag er komin á vetraropnun íþróttahússins og stendur til 30. maí 2019. Vegna leikfimikennslu grunnskólans opnar líkamsræktin á 2 mismunandi tímum eða: mánu- og föstudaga kl. 13:30, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 13:00.

30.08 2018 - Fimmtudagur

HB Grandi hf. – uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins

Á heimasíðu HB Granda hf, www.hbgrandi.is, er rekstur félagsins á fyrri hluta árs 2018 til umræðu. Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2018 námu 100,0 m€, samanborið við 96,8 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 10,6 m€ eða 10,6% af rekstrartekjum, en var 13,9 m€ eða 14,4% árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,5 m€, en voru neikvæð um 1,5 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,5 m€, en voru jákvæð um 1,0 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 3,7 m€ og hagnaður tímabilsins var 3,1 m€.

29.08 2018 - Miðvikudagur

Ágætis veður framundan

Austurhluti Íslands hefur notið góðs tíðarfars allt frá maí til þessa dags þótt ágúst hafi boðið upp á rysjótt veður með blautum og þurrum dögum til skiptis. Þannig hafa t.a.m. vökvunarvagnar íþróttavallar sveitarfélagsins ekki verið hreyfðir í mánuðinum en voru þeim mun meira notaðir allt frá því að þeir fóru af stað þann 11. maí sl. Skv. Veðurstofu megum við vænta ágætra daga sé horft 6 daga fram í tímann.

 

27.08 2018 - Mánudagur

Sundkennsla Vopnafjarðarskóla

Athygli sundlaugargesta er vakin á að sundkennsla Vopnafjarðarskóla hefst á morgun, þriðjudaginn 28. ágúst. Mun hún standa yfir næstu 3 vikurnar, þ.e. til og með föstudaginn 14. september nk. Þetta þýðir að sundlaugin er gestum lokuð á meðan sundkennsla stendur yfir sem er fyrir hádegi dag hvern.

23.08 2018 - Fimmtudagur

Heilsufarsmæling á Vopnafirði 27. ágúst

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) munu bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu 27.-30. ágúst næstkomandi á Norðurlandi eystra. Send hafa verið út boðsbréf á alla íbúa og fyrirtæki í aðdraganda mælinganna auk þess sem framtakið hefur verið kynnt í gegnum samfélagsmiðla og í samstarfi við svæðismiðla.


213 - 222 af 2253
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir