Fréttir

02.07 2018 - Mánudagur

Verklýsing svæðisskipulag Austurlands

Samvinna sveitarfélaganna á Austurlandi hefur verið mikil síðan Samband sveitarfélaga á Austurlandi var stofnað árið 1966. Segja má að vinnan sem farið er í nú endurspegli aukna samvinnu sveitarfélaganna undanfarin ár. Upphaf vinnunnar má rekja til aðalfundar SSA 2015 á Djúpavogi. Þar var rætt um svæðisskipulag á málstofu og varð umræða innan SSA í kjölfarið til þess að ákveðið var að ráðast í gerð svæðisskipulags fyrir Austurland. Í framhaldinu ákvað stjórn SSA að svæðisskipulag Austurlands yrði sérstakt áhersluverkefni í sóknaráætlun landshlutans. Svæðisskipulagsnefnd Austurlands er skipuð 2 fulltrúum frá hverju aðildarsveitarfélagi.

 

29.06 2018 - Föstudagur

Kynning á deiliskipulagi hafnarsvæðis

Mánudaginn 02. júlí nk. verður kynning á deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafjarðar í félagsheimilinu Miklagarði milli kl. 15:00 – 17:00. Til kynningarinnar mæta Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt og Sigðurður Jónsson byggingafulltrúi sveitarfélagsins. Eru allir velkomnir til kynningarinnar. Í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði og verður hluti þess sem er innan sama svæðis fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags.

29.06 2018 - Föstudagur

Ný trjátegund á Vopnafirði

Skógfræðingurinn Else Möller er stöðugt á vaktinni þegar náttúran á í hlut og svo virðist sem hún hafi uppgötvað nýja trjátegund í Vopnafirði, sbr. fyrirsögn fréttar. Hafði Else samband við tíðindamann hér að lútandi enda um athyglisverða frétt að ræða. Kvað hún það hafa lengi verið trú manna að ekki væri hægt að rækta tré í Vopnafirði. Annað hefði komið á daginn því hér þrífast margar tegundir, þær hæstu trúlega komnar vel yfir 10 metra. Sífellt bætist við flóruna, vaxtarskilyrðin eru býsna góð og með svolítilli aukaumönnun er jafnvel hægt að rækta tegundir eins og eik, álm, ask og eplatré.

27.06 2018 - Miðvikudagur

Vopnaskak 2018 – dagskrá hátíðar liggur fyrir

Sumarið líður allt of fljótt segir í dásamlegum texta Vilhjálms Vilhjálmssonar og er hverju orði sannara, 1/3 hluti sumars er að baki. Um miðja næstu viku eða miðvikudaginn 04. júlí nk. hefst bæjarhátíðin Vopnaskak og stendur til og með sunnudaginn 08. Eru bæjarbúar jafnt sem dreifbýlingar hvattir til að skreyta sitt nánasta umhverfi en samtímis sem hver og einn skreytir hús sitt eru hverfin hvött til samstöðu um skreytingar. Strax á fyrsta degi er eitt og annað í boði og er vísað til meðfylgjandi dagskrár hátíðar.

 

25.06 2018 - Mánudagur

Ungir Vopnfirðingar og mæður sóla sig

Austfirðingar hafa notið veðurblíðu ítrekað það sem af er sumri og samkvæmt Veðurstofu munu sunnanáttir ríkja næstu daga og útlit fyrir ágætis tíð. Í liðinni viku komu dagar sem gáfu tilefni til að njóta útiveru sökum mildi veðurs og voru nokkrar ungar mæður meðal þeirra sem sér það nýttu. Röltu þær um bæinn með vagna sína og kerrur uns sest var niður framan Kaupvangs. Var sólar notið um leið og spjallað var – voru hinir ungu Vopnfirðingar mismikið að velta vöngum yfir því sem fram fór en nutu blíðunnar ekki síður en þeir eldri.

 

21.06 2018 - Fimmtudagur

Örn Björnsson – erindi á Vaki þjóð

Á menningarviðburðinum Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, flutti kennaraneminn og Vopnfirðingurinn Örn Björnsson erindi. Nefndi hann erindiðGeym vel það ei glatast má“. Vakti erindið athygli og birtist það hér í heild sinni. Um er ræða töluverðan texta sem er bæði athyglisverður og ánægjulegur aflestrar.

20.06 2018 - Miðvikudagur

17. júní á Vopnafirði

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var hátíðlegur haldinn á Vopnafirði. Daginn áður var haldin myndarleg menningardagskrá í Miklagarði með þátttöku Ungmennafélagsins Einherja sem bauð til glæsilegs kaffihlaðborðs viðburðinum tengdum. Félagið kemur ávallt að dagskrá þjóðhátíðar og var svo einnig nú. Veður lék við Vopnfirðinga þennan dag sem mættu ágætlega til hátíðargöngu en samkvæmt hefð sl. ára var gengið frá félagsheimilinu að skólasvæðinu. Setti svip á gönguna að í öflugum hátalaranum hljómuðu ættjarðalög.

18.06 2018 - Mánudagur

Fjölsóttur menningarviðburður og hátíðarkaffi

Íslendingar tóku forskot á þjóðhátíð með 1:1 jafntefli Íslands og Argentínu sl. laugardag, hetjuleg barátta piltanna okkar setti stórstjörnur andstæðingsins út af laginu. Að leik loknum var blásið til menningarviðburðar í félagsheimilinu Miklagarði undir heitinu Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar skálds. Fjölmargir svöruðu kallinu en stólað hafði verið upp fyrir 112 manns í sal en áætla má að gestir hafi verið um 130. Viðburðinum tengdum var hátíðarkaffi Einherja og hefur ekki verið betur sótt um árabil.

15.06 2018 - Föstudagur

Dagskrá á 17. júní

Þjóðhátiðardagur lýðveldisins Íslands er nk. sunnudag en þann dag eru 4 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Sú staðreynd hefur áhrif á hefðbundna dagskrá en sem kunnugt er hefur Ungmennafélagið Einherji um langt árabil staðið að dagskrá á 17. júní. Svo verður einnig nú en svo sem frétt hér á síðunni um menningardagskrána Vaki þjóð greinir frá er hátíðarkaffi Einherja í framhaldi af henni þann 16. Annars er dagskráin við Vopnafjarðarskóla hefðbundin.

13.06 2018 - Miðvikudagur

Vaki þjóð – menningardagskrá í Miklagarði laugardag 16. júní

Laugardagurinn 16. júní 2018 markar tímamót í Íslandssögunni þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á HM nokkru sinni. Andstæðingurinn er ægisterkur, tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu með að margra áliti einn albesta fótboltamann sögunnar í liðinu, sjálfan Lionel Messi. Hefst leikurinn kl. 13:00 og má gera ráð fyrir að bróðurpartur þjóðarinnar muni fylgjast með en litla Ísland hefur þegar unnið mikið afrek. Klukkan 15:30 hefst menningardagskrá í Miklagarði, Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds.


223 - 232 af 2238
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir