Fréttir

21.06 2018 - Fimmtudagur

Örn Björnsson – erindi á Vaki þjóð

Á menningarviðburðinum Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, flutti kennaraneminn og Vopnfirðingurinn Örn Björnsson erindi. Nefndi hann erindiðGeym vel það ei glatast má“. Vakti erindið athygli og birtist það hér í heild sinni. Um er ræða töluverðan texta sem er bæði athyglisverður og ánægjulegur aflestrar.

20.06 2018 - Miðvikudagur

17. júní á Vopnafirði

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var hátíðlegur haldinn á Vopnafirði. Daginn áður var haldin myndarleg menningardagskrá í Miklagarði með þátttöku Ungmennafélagsins Einherja sem bauð til glæsilegs kaffihlaðborðs viðburðinum tengdum. Félagið kemur ávallt að dagskrá þjóðhátíðar og var svo einnig nú. Veður lék við Vopnfirðinga þennan dag sem mættu ágætlega til hátíðargöngu en samkvæmt hefð sl. ára var gengið frá félagsheimilinu að skólasvæðinu. Setti svip á gönguna að í öflugum hátalaranum hljómuðu ættjarðalög.

18.06 2018 - Mánudagur

Fjölsóttur menningarviðburður og hátíðarkaffi

Íslendingar tóku forskot á þjóðhátíð með 1:1 jafntefli Íslands og Argentínu sl. laugardag, hetjuleg barátta piltanna okkar setti stórstjörnur andstæðingsins út af laginu. Að leik loknum var blásið til menningarviðburðar í félagsheimilinu Miklagarði undir heitinu Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar skálds. Fjölmargir svöruðu kallinu en stólað hafði verið upp fyrir 112 manns í sal en áætla má að gestir hafi verið um 130. Viðburðinum tengdum var hátíðarkaffi Einherja og hefur ekki verið betur sótt um árabil.

15.06 2018 - Föstudagur

Dagskrá á 17. júní

Þjóðhátiðardagur lýðveldisins Íslands er nk. sunnudag en þann dag eru 4 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Sú staðreynd hefur áhrif á hefðbundna dagskrá en sem kunnugt er hefur Ungmennafélagið Einherji um langt árabil staðið að dagskrá á 17. júní. Svo verður einnig nú en svo sem frétt hér á síðunni um menningardagskrána Vaki þjóð greinir frá er hátíðarkaffi Einherja í framhaldi af henni þann 16. Annars er dagskráin við Vopnafjarðarskóla hefðbundin.

13.06 2018 - Miðvikudagur

Vaki þjóð – menningardagskrá í Miklagarði laugardag 16. júní

Laugardagurinn 16. júní 2018 markar tímamót í Íslandssögunni þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á HM nokkru sinni. Andstæðingurinn er ægisterkur, tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu með að margra áliti einn albesta fótboltamann sögunnar í liðinu, sjálfan Lionel Messi. Hefst leikurinn kl. 13:00 og má gera ráð fyrir að bróðurpartur þjóðarinnar muni fylgjast með en litla Ísland hefur þegar unnið mikið afrek. Klukkan 15:30 hefst menningardagskrá í Miklagarði, Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds.

11.06 2018 - Mánudagur

Krakkafjör og kofabyggð

Félagsmistöðin Drekinn stendur fyrir námskeiðshaldi og byggingu kofa á lóð miðstöðvarinnar við Lónabraut. Hér gefur að finna upplýsingar er málin varða, annars vegar krakkafjör, hins vegar kofabyggð. Athugið að skrá þarf krakkana áður en námskeið hefst.

07.06 2018 - Fimmtudagur

Að finna aftur lífsviljann

Þann 08. júní nk. kl. 20:00 mun Margrét Gunnarsdóttir Vopnfirðingur halda fyrirlestur í Kaupvangskaffi undir formerkjum fyrirsagnar. Mun Margrét segja sögu sína en röð áfalla umliðinna fimm ára höfðu djúpstæð áhrif á andlega líðan. Það sem hún hefur að segja mun vekja okkur öll til umhugsunar um verðmæti lífsins og að andleg sem líkamleg heilsa langt í frá sjálfgefin. Er aðgangur frír en Kaupvangskaffi býður m.a. köku dagsins og kaffi fyrir 990 krónur.

05.06 2018 - Þriðjudagur

Kvennahlaup þreytt þann 02. júní

Þann 02. júní sl. hlupu þúsundir kvenna Kvennahlaup ÍSÍ - Sjóvá. Í þeim hópi voru vopnfirskar konur. Raunar einn karlmaður og 2 ungir piltar – eru allir velkomnir ef því er að skipta. Veður var stórgott, stundum svolítil sól en umfram allt milt. Mæting var undir væntinum í ljósi hins góða veðurs en þess ber að geta að það voru nokkrar sem komu síðar, höfðu líklega litið vitlaust á klukkuna. Að vanda var létt yfir þátttakendum sem nutu samverunnar. Er þessi viðburður einn fjölmennasti íþróttaviðburður landsins ár hvert og hefur raunar borist til útlanda því einnig er hlaupið í nokkrum Evrópulöndum og í Ameríku.

 

04.06 2018 - Mánudagur

Sjómannadagurinn

Íslendingar héldu sjómannadag hátíðlegan um helgina, Vopnfirðingar miða sinn sjómannadag við sunnudag. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn í Reykjavík árið 1938, 20 árum eftir að Ísland öðlaðist fullveldi, sjómanndagarinn nú er því sá 81. í röðinni í samfelldri sögu hans og hann tileinkaður 100 ára fullveldi þjóðarinnar. Í athugasemdum við frumvarpi til laga um sjómannadag sem lagt var fram á Alþingi 1986 segir m.a. þetta:

 

„Í upphafi sögunnar lagði sjómannastéttin og forustumenn hennar ekki megináherslu á að sjómannadagurinn yrði almennur frídagur sjómanna enda var lífsbaráttan lengst af svo hörð að enga stund mátti missa frá því að afla sér og sínum viðurværis.“

04.06 2018 - Mánudagur

Rafmagnslaust Y-Nýpur - Strandhöfn 05. júní - Selárlaug opnar kl. 15

Rafmagnslaust verður í Vopnafirði frá Ytri Nýpum að Strandhöfn þriðjudaginn 05.06. nk. frá kl 10:30 til kl 12:00 og aftur frá kl 13:00 kl 14:30, vegna vinnu við dreifikerfið.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.

Athygli er vakin á að vegna vinnu Rarik þriðjudaginn 05. júní verður Selárlaug opnuð kl. 15:00. Línan sem Selárlaug er á verður án rafmagns milli kl. 10:30 til kl. 14:30 og miðast opnun því við 15 að þessu sinni.

Þetta tilkynnist hér með.

 

            -Fulltrúi


243 - 252 af 2253
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir