Fréttir

11.05 2018 - Föstudagur

Þjónustumiðstöð auglýsir

Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps auglýsir til sölu eftirfarandi bíla og vélar. Í öllum tilfellum miðast frestur við 14. maí nk. og er Oddur Pétur yfirmaður miðstöðvar til svars í síma 893-2516. Myndir af söluvörum eru meðfylgjandi hér fyrir neðan ásamt þeirri sem tilkynningunni fylgir og sýnir Nissan Navara bifreið þjónustumiðstöðvar.

09.05 2018 - Miðvikudagur

Vísitasía biskups

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækir austfirskar sóknir þessa dagana. Agnes ásamt Þorvaldi Víðissyni biskupsritara dvelja á Vopnafirði í dag og á morgun. Vísitasía biskups hvílir á rótgróinni, sögulegri hefð og er eitt helsta hlutverk biskups að rækta traust samband og samstarf með fólkinu, kynnast kirkjustarfinu í sóknunum, veita leiðsögn og hvetja til góðra verka.

 

09.05 2018 - Miðvikudagur

Hofsprestakall: Kirkjuhátíð eldri borgara

Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Langanes- og Hofsprestakalls í Vopnafjarðarkirkju á degi eldri borgara uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí kl. 14.

 

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar ásamt sóknarprestum.

 

Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngur undir stjórn Stephen Yates.

07.05 2018 - Mánudagur

Framboðslistar við kosningu til sveitarstjórnar 26. maí nk.

Þann 26. maí nk. ganga Íslendingar að kjörborði og kjósa fólk til sveitarstjórna. Á Vopnafirði eru 3 listar í boði, þeir eru B-listi Framsóknar og óháðra, Ð-listi Betra Sigtúns og S-listi Samfylkingar á Vopnafirði. Hér að neðan eru framboðslistarnir birtir í stafarófsröð miðað við listabókstaf framboðs.

07.05 2018 - Mánudagur

Opinn fundur um Aðalskipulagsmál Vopnafjarðar 08. maí

Þann 08. maí nk. verður opinn fundur í Miklagarði milli kl 15:00 -17:00. Verður þar farið yfir lýsingu fyrir breytingar á Aðalskipulagi Vopnafjarðar 2006-2026 og verður óskað eftir ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum á kynningunni. Eru íbúa hvattir til að mæta enda varðar málefnið framtíðarskipulag sveitarfélagsins.

04.05 2018 - Föstudagur

Nýr heiðarbýlabæklingur afhentur

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Kaupvangur menningar- og fræðasetur Vopnfirðinga sameinuðust fyrir nokkrum árum um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni og heiðunum þar í kring. Hefur ferðafélagið í samvinnu við Fljótsdalshérað og Vopnafjarðarhrepp gefið út glæsilegan bækling sem Þorvaldur P. Hjarðar formaður FFF afhenti Ólafi Áka sveitarstjóra og Ingólfi Sveinssyni í dag. Ingólfur er sérlegur áhugamaður um heiðarbýlin og unnið gott starf í þágu verkefnisins.

04.05 2018 - Föstudagur

Selárlaug lokar kl. 18 í dag

Athygli sundlaugargesta er vakin á að laugin er opin milli kl. 14:00 og 18:00 í dag föstudaginn 04. maí eða klukkutíma skemur skv. vetraropnun.

-Fulltrúi

03.05 2018 - Fimmtudagur

1. maí

Fyrsti maí, einnig kallaður hátíðisdagur verkamanna, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. 1889 hittust fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í París í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Vopnfirðingar héldu daginn hátíðlegan venju samkvæmt. Hafi kröfuganga verið deginum tengd er sú hefð að baki. Hins vegar fjölmenna íbúar sveitarfélagsins í félagsheimilið í boði starfsmannafélagsins Afls þar sem gesta bíður m.a. glæsilegt kaffihlaðborð kvenfélagskvenna en ekki síður dagskrá á vegum Afls. Að þessu sinni söng Karlakór Vopnafjarðar nokkur lög og meðan gestir gæddu sig á góðmetinu ómuðu tónar Gunnars, Árna og Baldvins. Ræðumaður dagsins var Sigríður Dóra Sverrisdóttir.

02.05 2018 - Miðvikudagur

Deiliskipulag íþróttasvæðis

Deiliskipulag íþróttasvæðis Vopnafjarðar hefur verið í hönnunarferli, sbr. forsíðu vefsíðu sveitarfélagsins en 04.06.17 var skipualgslýsing svæðisins birt og hefur verið þar síðan. Hér að neðan er að finna breyttan uppdrátt af deiliskipulagi svæðisins ásamt skýringarmynd við skipulagið.

 

Liggja gögnin frammi ásamt lýsingu við breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 á skrifstofu sveitarfélagsins.

01.05 2018 - Þriðjudagur

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Vopnafjarðarhreppi

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Vopnafjarðarhreppi 26. maí 2018.

Kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur á móti framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15, Vopnafirði laugardaginn 5. maí 2018 milli kl. 11:00 og 12:00.


253 - 262 af 2238
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir