Fréttir

04.05 2018 - Föstudagur

Nýr heiðarbýlabæklingur afhentur

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Kaupvangur menningar- og fræðasetur Vopnfirðinga sameinuðust fyrir nokkrum árum um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni og heiðunum þar í kring. Hefur ferðafélagið í samvinnu við Fljótsdalshérað og Vopnafjarðarhrepp gefið út glæsilegan bækling sem Þorvaldur P. Hjarðar formaður FFF afhenti Ólafi Áka sveitarstjóra og Ingólfi Sveinssyni í dag. Ingólfur er sérlegur áhugamaður um heiðarbýlin og unnið gott starf í þágu verkefnisins.

04.05 2018 - Föstudagur

Selárlaug lokar kl. 18 í dag

Athygli sundlaugargesta er vakin á að laugin er opin milli kl. 14:00 og 18:00 í dag föstudaginn 04. maí eða klukkutíma skemur skv. vetraropnun.

-Fulltrúi

03.05 2018 - Fimmtudagur

1. maí

Fyrsti maí, einnig kallaður hátíðisdagur verkamanna, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. 1889 hittust fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í París í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Vopnfirðingar héldu daginn hátíðlegan venju samkvæmt. Hafi kröfuganga verið deginum tengd er sú hefð að baki. Hins vegar fjölmenna íbúar sveitarfélagsins í félagsheimilið í boði starfsmannafélagsins Afls þar sem gesta bíður m.a. glæsilegt kaffihlaðborð kvenfélagskvenna en ekki síður dagskrá á vegum Afls. Að þessu sinni söng Karlakór Vopnafjarðar nokkur lög og meðan gestir gæddu sig á góðmetinu ómuðu tónar Gunnars, Árna og Baldvins. Ræðumaður dagsins var Sigríður Dóra Sverrisdóttir.

02.05 2018 - Miðvikudagur

Deiliskipulag íþróttasvæðis

Deiliskipulag íþróttasvæðis Vopnafjarðar hefur verið í hönnunarferli, sbr. forsíðu vefsíðu sveitarfélagsins en 04.06.17 var skipualgslýsing svæðisins birt og hefur verið þar síðan. Hér að neðan er að finna breyttan uppdrátt af deiliskipulagi svæðisins ásamt skýringarmynd við skipulagið.

 

Liggja gögnin frammi ásamt lýsingu við breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 á skrifstofu sveitarfélagsins.

01.05 2018 - Þriðjudagur

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Vopnafjarðarhreppi

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Vopnafjarðarhreppi 26. maí 2018.

Kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur á móti framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15, Vopnafirði laugardaginn 5. maí 2018 milli kl. 11:00 og 12:00.

30.04 2018 - Mánudagur

Ársreikningur Vopnnafjarðarhrepps 2017 - fréttatilkynning

Vopnafjarðarhreppur ársreikningur 2017

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mánudaginn 30. apríl 2018. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður ársreikninginn tekinn til síðari umræðu í sveitarstjórn 17. maí nk.

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps árið 2017 hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A-hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, þ.e. A- og B-hluta, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

27.04 2018 - Föstudagur

Skyndihjálparnámskeið Rauða krossins

Rauði krossinn á Vopnafirði auglýsir tvö skyndihjálparnámskeið föstudaginn 04. maí og laugardaginn 05. Annars vegar upprifjunarnámskeið á föstudeginum og grunnnámskeið á laugardeginum. Meðfylgjandi er auglýsing hér að lútandi en kennari er Sölvi Krisinn Jónsson og vettvangur námskeiðs safnaðarheimilið.

26.04 2018 - Fimmtudagur

Ráðstefna 9. og 10. bekkjar Vopnafjaðarskóla um loftlagsmál

Í gær stóðu nemendur Kristínar Jónsdóttur, eða Stínu í Skógum, fyrir ráðstefnu um loftlagsmál. Höfðu nemendurnir, í flestum tilfellum tvö og tvö saman, tekið fyrir tiltekið efni til nánari skoðunar undir handleiðslu kennara síns og ljóst að ýmislegt höfðu ungir nemendurnir lært. Bar glærukynning þeirra þess merki en allar áttu þær það sameiginlegt að vera unnar af alúð og vandvirkni. Var ráðstefnan hin athyglisverðasta og ljóst að það er æði margt sem við getum bætt í lifnaðarháttum okkar, einkum í hinum vestræna heimi þar sem sóunin er mest. Raunar er þetta ekki spurning um val.

 

24.04 2018 - Þriðjudagur

Skoðankönnun um hug íbúa til sameiningar sveitarfélaga

Í síðastliðnum mánuði svöruðu íbúar Austurlands skoðanakönnun á vegum samstarfsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi þar sem leitast var við að fá svar við hug Austfirðinga til sameingar og/eða aukins samstarfs. Í stuttu máli voru íbúar Fljótsdalshéraðs hlynntastir, Vopnfirðingar og Fljótsdælingar andvígir sameiningarhugmyndum. Raunar eru íbúar Fljótsdalshéraðs þeir einu sem virkilega horfa til frekari sameiningar af íbúum sveitarfélaganna 6 en víða er vilji til aukins samstarfs.

20.04 2018 - Föstudagur

Sumarið er tíminn en hvað með veðrið næstu daga?

Ef litið er á vef Veðurstofunnar má vænta að fyrstu dagar sumars verði í svalara lagi eða frá -1°C upp í 2°C til og með sunnudaginn 29. Einhver ofankoma verður og þá ýmist í formi rigingar, slyddu eða lítilsháttar snjókomu. Verður fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt þessa daga. Ekkert af þessu kemur á óvart því reynslan hefur fyrir margt kennt okkur að halda væntingum í hófi þótt sjálfsagt sé að vona hið besta fyrir sumarið.

Á morgun er gert ráð fyrir 2°C á Austurlandi og sjálfsagt að geta þess að Einherji á leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Fellavelli í Mjólkubikar karla en liðið vann glæstan 5:2 sigur á Sindra á Hornafirði um liðna helgi eftir að hafa lent manni undir í stöðunni 2:2. Hefst leikurinn kl. 14:00 á Fellavelli sem fyrr greinir og er aðgangur frír.


273 - 282 af 2253
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir