Fréttir

09.04 2018 - Mánudagur

Vilborg Davíðsdóttir til Vopnafjarðar 10. apríl

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur sækir Vopnafjörð heim á morgun, 10. apríl. Hyggst Vilborg heilsa upp 9. og 10. bekk í Vopnafjarðarskóla og fjalla um Korku sögu og er áætlað verði milli kl. 10:30-11:30. Í framhaldi af skólaheimsókn mun Vilborg sækja eldra borgara heim í Sambúð og er áætlaður tími milli kl. 16:00-17:00. Þar er Auður djúpúðga til umræðu og umfjöllunar en líkt og Korku saga skrifaði Vilborg bók um landnámskonuna Auði djúpugðu, raunar var um þríleik að ræða og kom fyrsta bókin út árið 2009.

06.04 2018 - Föstudagur

Kórtónleikar í Miklagarði

Kórar Vopnafjarðar bjóða til tónleikahalds næstkomandi sunnudag nánar tiltekið 08. apríl nk. Fram munu koma Barnakór Vopnafjarðar, Karla- og Kirkjukór Vopnafjarðar og hefjast tónleikarnir kl. 16:00 í félagsheimilinu Miklagarði. Það er ánægjulegt að greina frá því að í næstu viku halda karla- og kirkjukórinn til Færeyja ásamt kórstjóra sínum Stephen Yates í fyrstu utanför kóranna en ytra munu þeir halda tvenna tónleika, í Klaksvík föstudaginn 13. og í Þórshöfn þann 14.

05.04 2018 - Fimmtudagur

Opnun Selárlaugar næstu 2 vikur

Athygli er vakin á að opnun Selárlaugar verður með breyttum hætti fáeina daga í næstu og þarnæstu viku sökum þess að ¾ starfsmanna íþróttamiðstöðvar verða utan þjónustusvæðis á þeim tíma. Þeir dagar sem málið varðar eru miðvikudagurinn 11. apríl, fimmtudagurinn 12., laugardagurinn 14. og loks mánudagurinn 16. Opnunartíma má sjá hér að neðan.

05.04 2018 - Fimmtudagur

Málstofa á Vopnafirði laugardaginn 07. apríl

Laugardaginn 07. apríl næstkomandi stendur Skógræktar- og landgræsðslufélagið Landbót fyrir málþingi í félagsheimilinu Miklagarði og hefst kl. 13.30. Heiti málstofunnar er Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann fyrir okkur? og verður leitast við að svara þessari staðhæfingu á fundinum. Else Möller formaður Landbótar er í fyrirsvari fyrir viðburðinum og hefur fengið til liðs við sig góðan hóp fagfólks auk þess sem einn úr hópi heimamanna mun leggja viðburðinum lið.

03.04 2018 - Þriðjudagur

Austurbrú rekin með hagnaði

Ársfundur Austurbrúar var haldinn á Breiðdalsvík þann 20. mars sl. og kom fram í málið Jónu Árnýjar framkvæmdastjóra að árið 2017 hafi verið hvoru tveggja viðburða- og árangursríkt. Því til staðfestu er ársreikningurinn sem sýnir að í fyrsta sinn frá stofnun 2012 er Austurbrú með jákvætt eigið fé. Framkvæmdastjóri Austurbrúar þakkar þennan árangur m.a. sterkri kostnaðarvitund starfsfólks og góðri samvinnu starfsmanna og stjórnar stofnunarinnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is

28.03 2018 - Miðvikudagur

Helgihald um páska

Kirkjustarfið er blómlegt á Vopnafirði og þegar kemur að páskahátíð er tilhlýðilegt að halda til kirkju og njóta þess sem þar er í boði. Á morgun er skírdagur og við athöfnina verða 6 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Á föstudaginn langa, 30. mars  nk., verður pílagrímaganga frá Vopnafjarðarkirkju að Hofskirkju og lesið úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar í Hofskirkju. Dagskrá hátíðar er að finna hér að neðan.

 

28.03 2018 - Miðvikudagur

Námskeið fyrir áhugafólk um sveitarstjórnarmál

Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. hefur starfað frá ársbyrjun 2015. Eigendur hafa langa og margvíslega reynslu af sveitarstjórnarstörfum og af vinnu með þeim stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á vegum sveitarfélaganna í landinu. Vill fyrirtækið bjóða Vopnfirðingum til námskeiðs hinn 11. apríl nk. fyrir fólk sem áhuga hefur fyrir þátttöku í sveitarstjórnarmálum, fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Meðfylgjandi er tilkynning Ráðríks með dagskrá námskeiðsins.

27.03 2018 - Þriðjudagur

Opnun íþróttamannvirkja um páska

Páskahátíðin er framundan en hátíðin er ein af aðalhátíðum gyðinga og mesta hátíð í kristnum sið. Upphaflega kemur orðið af hebreska orðinu pesaḥ sem þýðir „fara framhjá“, „ganga yfir“ en kom inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Um hátíð sem þessa verður ekki hjá því komist að haga opnun opinberra stofnana, verslana o.s.frv. með tilliti til hinna helgu daga. Í tilfelii sveitarfélagsins varðar málið opnun íþróttamannvirkja þess, Selárlaugar og íþróttahússins. Hér  neðan er opnunina  finna. 

26.03 2018 - Mánudagur

Fjarnámsþörf Austfirðinga - könnun

Á sl. árum hefur hlutur fjarnema á háskólastigi aukist hratt og til að greina stöðuna betur hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi. Framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Frá því er greint á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is, að í þessum tilgangi hafi stofnunin búið til stutta könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.

23.03 2018 - Föstudagur

Árshátíð Vopnafjarðarskóla í dag, 23. mars

Árshátíð Vopnafjarðarskóla er í dag, föstudaginn 23. mars, annars vegar kl. 14:00, hins vegar kl. 20:00 í félagsheimilinu Miklagarði. Það er ávallt með tilhlökkun sem Vopnfirðingar horfa til árshátíðar skólans og má fyllilega staðsetja hana sem einn stóru menningarviðburða hvers árs í sveitarfélaginu. Venju samkvæmt hafa nemendur lagt á sig mikla vinnu við æfingar rétt eins og leiðbeinendur þeirra úr hópi starfsliði skólans. Kaffihlaðborð er í hléi eins og endranær og er verð 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn og frítt fyrir leikskólabörn.


273 - 282 af 2238
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir