Fréttir

28.03 2018 - Miðvikudagur

Helgihald um páska

Kirkjustarfið er blómlegt á Vopnafirði og þegar kemur að páskahátíð er tilhlýðilegt að halda til kirkju og njóta þess sem þar er í boði. Á morgun er skírdagur og við athöfnina verða 6 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Á föstudaginn langa, 30. mars  nk., verður pílagrímaganga frá Vopnafjarðarkirkju að Hofskirkju og lesið úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar í Hofskirkju. Dagskrá hátíðar er að finna hér að neðan.

 

28.03 2018 - Miðvikudagur

Námskeið fyrir áhugafólk um sveitarstjórnarmál

Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. hefur starfað frá ársbyrjun 2015. Eigendur hafa langa og margvíslega reynslu af sveitarstjórnarstörfum og af vinnu með þeim stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á vegum sveitarfélaganna í landinu. Vill fyrirtækið bjóða Vopnfirðingum til námskeiðs hinn 11. apríl nk. fyrir fólk sem áhuga hefur fyrir þátttöku í sveitarstjórnarmálum, fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Meðfylgjandi er tilkynning Ráðríks með dagskrá námskeiðsins.

27.03 2018 - Þriðjudagur

Opnun íþróttamannvirkja um páska

Páskahátíðin er framundan en hátíðin er ein af aðalhátíðum gyðinga og mesta hátíð í kristnum sið. Upphaflega kemur orðið af hebreska orðinu pesaḥ sem þýðir „fara framhjá“, „ganga yfir“ en kom inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Um hátíð sem þessa verður ekki hjá því komist að haga opnun opinberra stofnana, verslana o.s.frv. með tilliti til hinna helgu daga. Í tilfelii sveitarfélagsins varðar málið opnun íþróttamannvirkja þess, Selárlaugar og íþróttahússins. Hér  neðan er opnunina  finna. 

26.03 2018 - Mánudagur

Fjarnámsþörf Austfirðinga - könnun

Á sl. árum hefur hlutur fjarnema á háskólastigi aukist hratt og til að greina stöðuna betur hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi. Framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Frá því er greint á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is, að í þessum tilgangi hafi stofnunin búið til stutta könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.

23.03 2018 - Föstudagur

Árshátíð Vopnafjarðarskóla í dag, 23. mars

Árshátíð Vopnafjarðarskóla er í dag, föstudaginn 23. mars, annars vegar kl. 14:00, hins vegar kl. 20:00 í félagsheimilinu Miklagarði. Það er ávallt með tilhlökkun sem Vopnfirðingar horfa til árshátíðar skólans og má fyllilega staðsetja hana sem einn stóru menningarviðburða hvers árs í sveitarfélaginu. Venju samkvæmt hafa nemendur lagt á sig mikla vinnu við æfingar rétt eins og leiðbeinendur þeirra úr hópi starfsliði skólans. Kaffihlaðborð er í hléi eins og endranær og er verð 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn og frítt fyrir leikskólabörn.

22.03 2018 - Fimmtudagur

Selárlaug býður hagstæð kort

Sundlaugargestum Selárlaugar býðst til kaups kort á skrifstofu sveitarfélagsins en þeir sem laugina stunda reglulega spara á því umtalsverða fjármuni að höndla kort þessi. Er annars vegar um að ræða ½ árskort á 16.000 kr. og hins vegar árskort á 21.000 kr. Sundlaugin er samkvæmt sumaropnun, 15. maí – 30. september, opin alla daga, að vetri 6 daga vikunnar. Flestum mun vera kunnugt um 10 miða kort sem hafa verið í boði um árabil og kosta nú 5.000 kr.

21.03 2018 - Miðvikudagur

Víkingur AK á heimleið með tæplega 2600 tonn af kolmunna

HB Grandi náði að afla allra þeirra 33.800 tonna sem félagið átti í loðnukvóta á þessu tímabili og lauk vertíðinni þann 12. mars sl. Mikil dreifing var á loðnunni og því talið vandkvæðum bundið að áætla stærð stofnsins. Um miðjan dag í dag er von á Víkingi AK til Vopnafjarðar með tæplega 2.600 tonna kolmunnaafla. Þetta er fyrsta veiðiferð skipsins á árinu á kolmunnamiðin vestur af Írlandi en þar er nú töluverður fjöldi íslenskra, færeyskra og rússneskra skipa að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is

21.03 2018 - Miðvikudagur

Vopnfirðingar minntir á skoðanakönnun samstarfsnefndar

Vopnfirðingar fengu skoðanakönnun senda heim í liðinni viku og nú þegar skilafrestur er brátt úti þykir rétt að minna fólk á að svara könnuninni. Svo sem frá var greint í frétt hér þann 13. mars sl. vill samstarfsnefnd sveitarfélaga á Austurlandi kanna hug íbúa til sameiningar og/eða aukins samstarfs sveitarfélaga. Þarf ekki að orðlengja að lítil þátttaka bjagar niðurstöðuna og mjög lítil gerir hana vart marktæka.

 

19.03 2018 - Mánudagur

Veðurblíða á landinu

Íslendingar hafa skynjað nærveru vorsins sl. daga en veður liðinnar helgar var sérlega gott með mildum sunnanþey og sólskini. Hefur gengið mjög á snjóinn, hann með öllu horfinn hér á Vopnafirði nema einstaka snjóbingur þar sem honum hafði verið skóflað upp við gatnahreinsun. Þótt ekki sé sami hitinn á landinu í dag og var um helgina er engu að síður hlýrra í Reykjavík en mörgum borgum Evrópu og BNA, Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin.

16.03 2018 - Föstudagur

Sögulegt stund á sveitarstjórnarfundi

Frá því var greint í gær að fulltrúar í ungmennaráði Vopnafjarðar myndu sitja fund sveitarstjórnar, var heimsókn þeirra fyrsta mál á dagskrá fundarins. Stundin var söguleg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem ungmennaráð situr fund sveitarstjórnar en á útmánuðum síðastliðins árs var samþykkt í sveitarstjórn að ungmennaráð skyldi stofnsett. Kom ráðið saman til fyrsta fundar hinn 26. september sl. og hefur fundað þrisvar síðan að meðtöldum fundinum í gær. Og einn fund skal ráðið halda áður en vetur er úti svo sem bókað var á fundinum í gær.


293 - 302 af 2253
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir