Fréttir

20.03 2020 - Föstudagur

Viðbragðsáætlun Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Vopnafjarðarhreppur hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum eins og kynnt hefur verið.

17.03 2020 - Þriðjudagur

Skert opnun í íþróttahúsi vegna samkomubanns

Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps verður með skertan opnunartíma þar til annað kemur í ljós og falla þar með allir hópatímar í sal niður ásamt því að tækjasalur verður með skertan opnunartíma. Tækjasalurinn verður opinn með því sniði að einstaklingar bóka sér tíma í tækjasalinn og verður fjöldatakmörkun í salinn. Þetta er gert til að tryggja þrif á milli notkunar tækja.
Sturtur, búningsklefar, ljósabekkur og gufa verður lokað á meðan samkomubanninu stendur. Þetta er gert til að fyrirbyggja smit þar sem íþróttahúsið er með marga snertifleti og er aðalsamkomuhús bæjarins.

16.03 2020 - Mánudagur

Vegna samkomubanns og takmarkana stjórnvalda

Í dag hófst samkomubann á Íslandi vegna Covid-19 veirunnar og hafa stjórnendur Vopnafjarðarhrepps verið að vinna að útfærslu viðbragða- og aðgerðaráætlana miðað við þær upplýsingar sem okkur hafa borist í ljósi þess.


Í dag, mánudaginn 16.mars, er starfsdagur í leikskólanum og skólanum og íþróttahúsið er einnig lokað og munum við leggja línurnar fyrir tímann fram að páskum. Mesta áskorunin er lögð á herðar skólanna tveggja en mikilvægt er að allar stofnanir tileinki sér vinnubrögð í samræmi við útgefnar takmarkanir á samgangi.
Í aðgerðaáætlunum leitum við leiða til þess að minnka líkur á því að heill vinnustaður þurfi að fara í sóttkví. Margt er hægt að gera til að minnka líkurnar á því að smitið taki samtímis til margra starfsmanna eða allra starfsmanna sem sinna sömu verkefnum. Samkomu- og samgangstakmarkanir ásamt tveggja metra reglunni minnka líkur á hópsmitum.
Áfram hvetjum við íbúa Vopnafjarðarhrepps til að fara að öllu eftir fyrirmælum fagfólks okkar og reglum sem settar hafa verið hjá Almannavörnum en huga samt að andlegri og líkamlegri heilsu og hafa jákvæðnina í fyrirrúmi.

14.03 2020 - Laugardagur

Starfsdagur í Vopnafjarðarskóla og Brekkubæ mánudaginn 16.mars

Eins og kom fram í fjölmiðlum í gær hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

13.03 2020 - Föstudagur

Breyting á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi - lýsing

Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006 -2026,  Aðalskipulagsbreyting - skipulagslýsing – kynning.

Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006- 2026 vegna Þverárvirkjunar og Vopnafjarðarlínu 1. Skipulags og matslýsing - kynning.

13.03 2020 - Föstudagur

Félagsstarf eldri borgara fellur niður tímabundið

Allt félagsstarf eldri borgara fellur niður tímabundið frá og með deginum í dag vegna Covid-19 veirunnar.

09.03 2020 - Mánudagur

Sameiginleg yfirlýsing vegna ástands og umhald um loðnuveiðar

Sameiginleg yfirlýsing sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Vopnafjarðar og Langanesbyggðar vegna ástands og umhald um loðnuveiðar.

05.03 2020 - Fimmtudagur

Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Vopnafjarðarhreppur
Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006 -2026, Aðalskipulagsbreyting – fuglaskoðunarhús, landbúnaðarsvæði - fjöldi frístundahúsa á jörðum og hverfisvernd á miðsvæði kauptúnsins.
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 – 2026 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.02 2020 - Þriðjudagur

Fasteignagjöld 2020

Nú líður að útsendingu álagningarseðla fasteignagjalda.

15.02 2020 - Laugardagur

Starfslok sveitarstjóra

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og Þór Steinarsson hafa gert með sér samkomulag um starfslok Þórs.


33 - 42 af 2255
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir