Fréttir

02.01 2020 - Fimmtudagur

Söfnun rúlluplasts

Ekki hefur legið fyrir um nokkurt skeið hvernig hirðingu á rúlluplasti eigi að vera hagað í sveitarfélaginu. Af því tilefni er bændum bent á að hægt er að koma plastinu til skila á safnstöðinni. Einnig er hægt að óska eftir því að plastið verði sótt. Í þeim tilvikum er bent á að hafa samband við þjónustuaðilann Steiney og ráðfæra sig við þá um tímasetningu og fyrirkomulag.

30.12 2019 - Mánudagur

Afleysingar í ræstingum

Starfskraftur óskast til að sinna ræstingum við hjúkrunardeild Sundabúðar í fimm vikur frá 20.janúar til 21.febrúar 2020. Starfshlutfall er 45% og vinnutími frá 08.00-12.30, unnið er fjóra daga vikunnar. 

29.12 2019 - Sunnudagur

Áramót á Vopnafirði

Áramót á Vopnafirði

Vopnafjarðarhreppur hefur ávallt boðið upp á áramótabrennu og verður hún klukkan 16.30 í ár.

25.12 2019 - Miðvikudagur

Ábending frá RARIK

RARIK tilkynnir að grafist hefur ofan af háspennustreng í Sandvík. Búið er að merkja og girða svæðið af. RARIK vill nota tækifærið og benda á að vaktsími er 528-9690 en þangað skal tilkynna bilanir í dreifikerfinu.

20.12 2019 - Föstudagur

Hreppsráð ályktar um raforkumál

Á fundi hreppsráðs Vopnafjarðarhrepps sl. miðvikudag var samþykkt ályktun um raforkumál þar sem ítrekað er mikilvægi þess að hringtengingu verði komið á milli Vopnafjarðar og Þórshafnar: Hreppsráð Vopnafjarðahrepps hvetur til þess, í ljósi undangenginna atburða, að komið verði á rafmagnstengingu á milli Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps og hringtengingu þar með komið á í sveitarfélögunum með auknu rafmagnsöryggi. Hreppsráð vekur athygli á því að ekki stendur til að auglýsa starf RARIK á Vopnafirði sem nú hefur losnað og leggst eindregið gegn því þar sem mikilvægt er að þjónustustig minnki ekki og að starfsemi stofnunarinnar sé með traustan grundvöll í sveitarfélaginu.

19.12 2019 - Fimmtudagur

Opnun Selárlaugar og íþróttahúss um jól og áramót

Jólin nálgast óðfluga og því er ekki úr vegi annað en að auglýsa opnunartíma Serlárlaugar og íþróttahúss.

16.12 2019 - Mánudagur

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Uppbyggingarsjóði Austurlands 2020.

10.12 2019 - Þriðjudagur

Skólahald fellur niður á morgun

Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólahald á morgun í grunn- og leikskólanum vegna veðurs. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni að tilefnislausu. 

10.12 2019 - Þriðjudagur

Tilkynning frá embætti Ríkislögreglustjóra:

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs.  Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Óvissustig er sett á þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið. Fylgist með frekari upplýsingum frá Almannavörnum, á Facebook www.facebook.com/Almannavarnir um veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum www.vegagerdin og upplýsingum á textavarpinu, www.textavarp.is.

06.12 2019 - Föstudagur

Skrifstofan er lokuð í dag eftir hádegi

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps lokar á hádegi í dag, föstudaginn 6.desember.

Góða helgi!


33 - 42 af 2238
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir