Fréttir

13.11 2017 - Mánudagur

Þuríður Björg vígður sóknarprestur Hofsprestakalls

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígði tvo guðfræðinga til prestsþjónustu í gær, sunnudaginn 10. nóvember. Annar þeirra er Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sem vígðist sem sóknarprestur í Hofsprestakalli. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni..

 

Mag. theol. Dís Gylfadóttir var vígð til prestsþjónustu í Lindaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og mag. theol. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sem fyrr greinir vígð til sóknarprestsþjónustu í Hofsprestakalli Austurlandsprófastsdæmi.

10.11 2017 - Föstudagur

Fyrstu kolmunnafarmarnir til Vopnafjarðar

Frá því er greint á vefsíðu HB Granda hf., www.hbgrandi.is, í fyrradag að vinnsla á kolmunna væri hafin hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Byrjað var að bræða kolmunna í verksmiðjunni um hádegisbilið daginn áður eftir að Venus NS og Víkingur AK komu til Vopnafjarðar með um 800 tonna afla. Skipin eru þessa stundina bæði í höfn eftir að hafa verið á miðunum.

08.11 2017 - Miðvikudagur

Þuríður Björg W. Árnadóttir kjörin prestur Hofsprestakalls

Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis sóknarprests Hofsprestakalls Austurlandsprófastsdæmis svo greint er frá á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is Kosningin var rafræn og fór fram dagana 20. október til 03. nóvember sl. Á kjörskrá voru 488 og nýttu 236 kosningarréttar síns eða 48,36%.

02.11 2017 - Fimmtudagur

Dagar myrkurs á Austurlandi hefjast 06. nóvember

Á vefsíðu Austurbrúar, www.austurbru.is er frá því greint að menningarveislan austfirska „Dagar myrkurs“ hefjist fimmtudaginn 06. nóvember nk. og stendur til 16. nóvember. Tónlist og myndlist verða í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý-stundir, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt. Eins og ávallt eru Vopnfirðingar þátttakendur í veislunni, bæði verða viðburðir í þéttbýlinu og á Bustarfelli. Er fólk beðið um að fylgjast vel með auglýsingum hér að lútandi.

31.10 2017 - Þriðjudagur

Lokað tímabundið fyrir vatnið í þéttbýlinu

Athygli íbúa Vopnafjarðarkauptúns er vakin á að vegna vinnu við vatnskerfi sveitarfélagsins verður lokað fyrir vatnið í þéttbýli Vopnafjarðar í kvöld, miðvikudaginn 01. nóvember milli kl. 20:00 og miðnættis.

Fólk er beðið um að hafa lokað fyrir alla krana húss síns, þ.e. að gæta þess að skrúfa fyrir krana því ellegar gæti vatnstjón hlotist af þegar opnað er fyrir vatnið að nýju.

Ath. lokun íþróttahússins kl. 19:30 í kvöld.

-Þjónustumiðstöð/fulltrúi

30.10 2017 - Mánudagur

Framkvæmdir á lóð Brekkubæjar - malbikun

Á lóð leikskólans Brekkubæjar hafa framkvæmdir staðið yfir með hléum í sumar og haust. Til grundvallar lá hönnun landslagsarkitektsins Dagnýjar Bjarnadóttur. Hefur lóðin tekið miklum breytingum og mun ungum nemendum leikskólans án efa líka vel umskiptin. Keypt hafa verið leiktæki í stað þeirra sem tekin voru niður, m.a. kastalinn sem um árabil setti svip á umhverfið.

28.10 2017 - Laugardagur

Kosið til Alþingis í dag

Í dag ganga Íslendingar að kjörborði þegar kosið er til Alþingis. Kjörfundur hófst kl. 10:00 í félagsheimilinu Miklagarði og verður hægt að kjósa til kl. 18:00.


Um er að ræða 23. skipti frá stofnun lýðveldiisins sem Íslendingar kjósa til Alþingis. Níu stjórnmálaflokkar bjóða fram á landsvísu að þessu sinni. Þeir níu flokkar sem bjóða fram á landsvísu eru Sjállstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Píratar, Viðreisn, Miðflokkurinn, Björt framtíð og Flokkur fólksins.

26.10 2017 - Fimmtudagur

Ljósmyndasýning Svein Erik Töien í Kaupvangskaffi

Arkitektinn og ljósmyndarinn Svein Erik Töien hefur dvalist ásamt eiginkonu sinni um nokkurra vikna skeið á Vopnafirði. Hefur Svein Erik um árabil unnið jöfnum höndum sem hönnuður og ljósmyndari en hann þykir hafa einstakt auga fyrir því sem hin almennt tökum ekki eftir og myndir hans vakið athygli víða. Nú er komið að okkur Vopnfirðingum að fá að njóta en í kvöld kl. 20:00 mun Svein Erik greina nánar frá starfi sínu á vettvangi ljósmyndunar og arkitektúrs um leið og hann opnar ljósmyndasýningu. Er vettavangur viðburðar Kaupvangskaffi.

24.10 2017 - Þriðjudagur

Veljum Vopnafjörð – vinnufundur sveitarstjórnar og verkefnisstjórnar

Senn líður að lokum verkefnisins „Veljum Vopnafjörð“, sem hófst með íbúaþingi í apríl 2016. Verkefnið er leitt af Vopnafjarðarhreppi með stuðningi frá Byggðastofnun, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Kjarni verkefnisins er áhersla á samtal og samstarf við íbúa, frumkvöðla og ungt fólk. Í því skyni var m.a. haldið málþing sl. vor undir yfirskriftinni, Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður, sem byggir á skilaboðum íbúaþings. Á málþinginu var ungt fólk í lykilhlutverki og nú hefur nýstofnað ungmennaráð Vopnafjarðar tekið til starfa.

23.10 2017 - Mánudagur

Vetur genginn í garð

Vetur heilsaði síðastliðinn laugardag og allt fram til 19. apríl nk. mun hann ríkja skv. almanakinu. Sumarið var rysjótt, byrjaði undur vel, millikaflinn lengstum undir meðallagi  en seinni partur góður. Það sem við köllum öllu jafna haust, september-október, hefur innihaldið lengstu góðviðriskaflana og kemur sem uppbót á sumar sem var undir væntingum en öllu jafna er talað um sumarmánuðina sem júní, júlí og ágúst. Þeir mánuðir eru allténd hásumar og sá tími sem við gerum alltaf mestar væntingar og þrár til, frí og ferðalög einkum bundin við þann tíma. Þá kemur meirihluti ferðamanna sem landið sækja heim þótt mikil breyting hafi átt sér stað, einkum hvað varðar suð-vesturhornið og Suðurland.


303 - 312 af 2187
< 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir