Fréttir

20.10 2017 - Föstudagur

690 Vopnafjörður í Bíó Paradís – sýnd á FIPA í Frakklandi

Heimildarmyndin 690 Vopnafjörður verður tekin til sýninga í Bíó Paradís í Reykjavík, sú fyrsta verður fimmtudaginn 26. október nk. Þar verða Karna Sigurðardóttir leikstjóri myndarinnar og Sebastian Ziegler myndasmiður til svars en frá því að myndin var frumsýnd þann 28. maí sl. hefur hún tekið nokkrum breytingum þótt hún sé í megindráttum hin sama. Að lokinni sýningunni býðst gestum að hittast í kaffihúsi Paradísarbíós og spjalla um vopnfirskt mannlíf, myndina, lífið og tilveruna. Myndin hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni FIPA í Frakklandi og felst í því mikil upphefð.

20.10 2017 - Föstudagur

Enn dregst opnun Selárlaugar

Athygli er vakin á að frekari dráttur verðiur á opnun Selárlaugar en til stóð að opna laugina fyrir gestum í dag. Verða sundlaugargestir að sýna frekari þolinmæði en vonast er til að hægt verði að leysa upp komið vandamál í dag sem þýðir að laugin verður tilbúin á sunnudag fremur en á morgun. Það er auðvitað miður að staðan skuli vera með þessum hætti en ekki verður við öllu séð þótt ávallt reyni starfsmenn sitt ýtrasta til að tryggja að þjónustan sé í lagi.

19.10 2017 - Fimmtudagur

Kjörskrá vegna prestskosninga í Hofsprestakalli

Frá og með morgundeginum 20. október hefur verið opnað fyrir prestkosningu í Hofsprestakalli þar sem Þuríður Björg Wiium Árnadóttir er ein í kjöri. Kosningin er rafræn og mögulega þykir einhverjum það flækja málin – og ekki hafa allir aðgengi að tölvu. Þeir þurfa aðstoð og er óskandi að allir kjörgengir eigi þess kost að kjósa en þótt Þuríður Björg sé ein í kjöri þarf hún atkvæði íbúa, meirihluta greiddra atkvæða eins og það er skilgreint. Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar fengnar á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is

19.10 2017 - Fimmtudagur

Opnun Selárlaugar dregst um einn dag

Af óviðráðanlegum orsökum dregst opnun Selárlaugar um einn sólarhring og mun laugin opna að nýju kl. 14:00 á morgun, föstudaginn 20. október.

Um leið og beðist er velvirðingar á töfunum vonumst við til að gestir mæti þeim mun glaðari til laugar.

-Fulltrúi

17.10 2017 - Þriðjudagur

Selárlaug lokuð í dag og á morgun

Vegna þrifa á Selárlaug er laugin lokuð í dag og á morgun. Verður laugarkarið tæmt, þrifið og það síðan fyllt að nýju. Tekur verkið þessa tvo daga og eru sundlaugargestir beðnir um sýna biðlund um sinn en á fimmtudag nk. verður opnað á ný skv. vetraropnun.

-Fulltrúi

16.10 2017 - Mánudagur

Vetraropnun Selárlaugar

Athygli er vakin á að frá og með deginum í gær, 15. október, er gengin í garð vetraropnun Selárlaugar hvað þýðir að laugin er lokuð í dag. Virka daga er opnun milli kl. 14:00 – 18:00 og um helgar kl. 12:00 – 16:00. Vetraropnunin miðast við tímabilið 15. okróber – 15. maí.

 

Eru sundlaugargestir beðnir að hafa ofangreint í huga en þeir eru eftir sem áður hjartanlega velkomnir til laugar.

 

            -Fulltrúi

16.10 2017 - Mánudagur

Framlagning kjörskrár í Vopnafjarðarhreppi vegna alþingiskosninga 28. október 2017

Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara 28. október 2017 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifatofu Vopnafjarðarhrepps frá og með 16. október  nk. til og með 27. október  nk. á almennum skrifstofutíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 23. september 2017.

13.10 2017 - Föstudagur

Innanlandsflug nauðsynlegur hlekkur í samgöngukerfinu

Innanlandsflug sem almenningssamgöngur var yfirskrift málþings um innanlandsflug sem nokkur samtök sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun, Austurbrú, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fleiri aðilar stóðu að þann 04. október sl. Er málið ávallt á dagskrá meðan óvissa ríkir um framtíð þess með hliðsjón af staðsetningu aðalvallar innanlandsflugs og ekki síður fargjöldum sem íbúum landsbyggðanna þykir allt of hátt. Á heimasíðu ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnarmála er um fundinn fjallað og fer hér á eftir ásamt myndum frá fundinum.

11.10 2017 - Miðvikudagur

Vinavika á Vopnafirði

Vinavika á Vopnafirði hefur staðið yfir frá laugardeginum 07. október sl. þegar boðið var til bíós í safnaðarheimilinu. Svörun barna og unglinga var góð og skemmtu þau sér vel. Vinavikan nú sem fyrr hefur haft upp á margt að bjóða en viðburðinum stýrir Þuríður Björg W. Árnadóttir starfandi æskulýðsfulltrúi sóknarinnar. Sunnudagaskóli var daginn eftir, Vinagangan sl. mánudag og í gær var komið að kærleiksmaraþoni. Þá ganga ungmennin hús úr húsi og bjóða aðstoð sína við heimilisverkin, færa gjafir og kærleiksstrauma – ásamt bílaþvotti.

11.10 2017 - Miðvikudagur

Framkvæmdir við íþróttahúsið

Athygli gesta íþróttahússins er vakin á að framan aðalinngangs þess standa nú yfir framkvæmdir sem taka munu nokkra daga. Á meðan þeim stendur er gestum vísað á bakdyrainngang hússins er snýr til suðurs að grunnskólanum. Eru gestir beðnir um að virða þessi tilmæli en sem fyrr eru allir velkomnir til meihollrar hreyfingar.


313 - 322 af 2187
< 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir