Fréttir

03.02 2020 - Mánudagur

Auglýst eftir framkvæmdastjóra Vopnaskaks

Vopnafjarðarhreppur auglýsir stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks 2020 lausa til umsóknar. Bæjarhátíðin verður haldin dagana 2.-5. júlí 2020.

09.01 2020 - Fimmtudagur

Hunda- og kattahreinsun

Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Vopnafirði skulu hundar og kettir færðir til bandormahreinsunar ár hvert.

Þriðjudaginn 14.janúar næstkomandi skulu því hunda- og kattaeigendur koma með dýr sín í áhaldahús/þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.

07.01 2020 - Þriðjudagur

Íslenska fyrir útlendinga

Austurbrú mun bjóða upp á íslenskukennslu fyrir útlendinga ef kennari finnst og þátttaka er næg.

07.01 2020 - Þriðjudagur

Varað við veðri

Starfsfólk veðurstofu hefur varað við slæmri veðurspá næsta sólarhringinn og næstu daga fyrir allt landið. Suðvestan 18-25 m/s og mjög snarpar vindkviður við fjöll verða á Ströndum, Norðurlandi Eystra og Austurlandi að Glettingi. Þá er þónokkur snjókoma kortum á þessum svæðum. Austfirðir fá þessa hvössu suðvestan átt svo yfir sig í kvöld. Fólki er bent á að fylgjast með veðurviðvörunum.

03.01 2020 - Föstudagur

Þrettándabrenna við Búðaröxl á mánudag

Þrettándinn er á mánudag, 06. janúar, og er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla.

02.01 2020 - Fimmtudagur

Söfnun rúlluplasts

Ekki hefur legið fyrir um nokkurt skeið hvernig hirðingu á rúlluplasti eigi að vera hagað í sveitarfélaginu. Af því tilefni er bændum bent á að hægt er að koma plastinu til skila á safnstöðinni. Einnig er hægt að óska eftir því að plastið verði sótt. Í þeim tilvikum er bent á að hafa samband við þjónustuaðilann Steiney og ráðfæra sig við þá um tímasetningu og fyrirkomulag.

30.12 2019 - Mánudagur

Afleysingar í ræstingum

Starfskraftur óskast til að sinna ræstingum við hjúkrunardeild Sundabúðar í fimm vikur frá 20.janúar til 21.febrúar 2020. Starfshlutfall er 45% og vinnutími frá 08.00-12.30, unnið er fjóra daga vikunnar. 

29.12 2019 - Sunnudagur

Áramót á Vopnafirði

Áramót á Vopnafirði

Vopnafjarðarhreppur hefur ávallt boðið upp á áramótabrennu og verður hún klukkan 16.30 í ár.

25.12 2019 - Miðvikudagur

Ábending frá RARIK

RARIK tilkynnir að grafist hefur ofan af háspennustreng í Sandvík. Búið er að merkja og girða svæðið af. RARIK vill nota tækifærið og benda á að vaktsími er 528-9690 en þangað skal tilkynna bilanir í dreifikerfinu.

20.12 2019 - Föstudagur

Hreppsráð ályktar um raforkumál

Á fundi hreppsráðs Vopnafjarðarhrepps sl. miðvikudag var samþykkt ályktun um raforkumál þar sem ítrekað er mikilvægi þess að hringtengingu verði komið á milli Vopnafjarðar og Þórshafnar: Hreppsráð Vopnafjarðahrepps hvetur til þess, í ljósi undangenginna atburða, að komið verði á rafmagnstengingu á milli Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps og hringtengingu þar með komið á í sveitarfélögunum með auknu rafmagnsöryggi. Hreppsráð vekur athygli á því að ekki stendur til að auglýsa starf RARIK á Vopnafirði sem nú hefur losnað og leggst eindregið gegn því þar sem mikilvægt er að þjónustustig minnki ekki og að starfsemi stofnunarinnar sé með traustan grundvöll í sveitarfélaginu.


43 - 52 af 2253
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir