Fréttir

08.08 2019 - Fimmtudagur

Einherji ósigraðir í átta leikjum

Þegar 15 umferðum er lokið í 3. deild karla í knattspyrnu situr Einherji í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig. Liðið byrjaði tímabilið illa en er taplaust í síðustu átta leikjum og hefur gengið vel að sækja sigra á útivelli undanfarið, þótt jafnteflin séu óþarflega mörg heima á Vopnafirði.

 

„Liðið kom seint saman eins og oft áður, þannig að það var dálítið erfitt að stilla liðið saman fyrsta mánuðinn eða svo. Það bjarta í þessu er að við höfum verið að sækja stig á útivelli sem hefur ekki verið tilfellið undanfarin ár, en á móti kemur að heimavöllurinn hefur ekki verið jafn sterkur,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson fyrirliði.

24.07 2019 - Miðvikudagur

Sumarlokun hreppsskrifstofu

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 29. júlí nk. til og með sunnudeginum 18. ágúst nk. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 19. ágúst.

23.07 2019 - Þriðjudagur

Vopnafjörður í byggingargátt Mannvirkjastofnunar

Grunnur vallarhússisn sem nú rís. Byggingarleyfið var það síðasta sem gefið var út með gamla laginu.

Vopnafjörður hefur í samvinnu við Mannvirkjastofnun opnað aðgang fyrir íbúa sína í byggingargátt Mannvirkjastofnunar, en byggingargátt er rafrænt gagnasafn og skráningakerfi sem einfaldar umsóknarferli byggingarleyfa og er samtengt fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Markmið gáttarinnar er að gera ferlið skilvirkara og einfaldara, samræma og styrkja byggingaeftirlit á landinu öllu og ná fram samræmdum upplýsingum um framleiðslu í byggingariðnaði á  hverjum tíma, allt frá útgáfu byggingarleyfis.

22.07 2019 - Mánudagur

Högni Egilsson heldur tónleika á Vopnafirði

Högni Egilsson heldur tónleika í Félagsheimilinu Miklagarði miðvikudaginn 24. júlí kl 21:00. Eins og kunnugt er er hljómsveit hans Hjaltalín að gefa út nýja plötu um þessar mundir. Miðasala í anddyri, verð 2.500 kr. 

22.07 2019 - Mánudagur

Auglýst eftir starfsmanni til afleysingar við sundlaugina

Vopnafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni tímabundið til afleysingar við sundlaugina í Selárdal.

Upplýsingar veittar á skrifstofu í síma 473-1300.

17.07 2019 - Miðvikudagur

Makríll og grálúða á sumarvertíð Granda

Sumarvertíðin er í fullum gangi hjá útgerðarfélaginu HB Granda á Vopnafirði og bæði makríll og grálúða hafa komið í land nýlega.

„Við erum búnir að taka á móti tveim förmum af makríl. Víkingur og Venus eru búnir að koma í sitthvorn túrinn og Venus er á landleið núna,“ segir Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri hjá Granda, og bætir við: „Við erum líka búnir að vera að vinna grálúðu sem er unnin í Bolfiskhúsinu samhliða þessu,“ en Sólborgin, sem Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út, landaði grálúðu síðasta föstudag og aftur í dag, miðvikudag.

15.07 2019 - Mánudagur

Sundabúð óskar eftir starfskrafti

Starfskraftur óskast á næturvaktir við hjúkrunardeild Sundabúðar frá og með 1.sept. Um er að ræða starf í þvottahúsi og þarf viðkomandi starfsmaður einnig að veita aðstoð á hjúkrunardeild.

05.07 2019 - Föstudagur

Sundlaugin Selárdal auglýsir!

Lokað frá kl. 18 á laugadag 6. júlí

04.07 2019 - Fimmtudagur

Ljósmyndasýning um börn hinna brottfluttu

Nikulás Högni

Olga Helgadóttir ljósmyndari flutti frá Vopnafirði þegar hún var fimmtán ára en hefur undanfarið verið að ljósmynda börn brottfluttra Vopnfirðinga fyrir ljósmyndasýningu af börnum brottfluttra Vopnfirðinga sem verður í Fiskimarkaðnum á Vopnaskaki, en sýningin opnar í dag, fimmtudag kl. 17 - 20, en einnig verður opið á föstudag (kl. 14-17) og laugardag (kl. 14-18). Þar mun hún einnig sýna þar verk sín úr Þjóðleikhúsinu, þar sem hún hefur verið að mynda síðastliðið leikár.

04.07 2019 - Fimmtudagur

Fjögurra mánaða uppgjör kynnt

Fjögra mánaða árshlutauppgjör 2019 var lagt fyrir á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps 20. júní 2019. Árshlutauppgjörið nær til rekstrareininga sem falla undir A-hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, A- og B-hluta.


73 - 82 af 2238
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir