Fréttir

09.04 2019 - Þriðjudagur

Íbúafundur um aðalskipulag Vopnafjaðrar

Haldinn veðrur íbúafundur um aðalskipulag Vopnafjarðar, laugardaginn 13. apríl nk. í félagsheimilinu Miklagarði.

04.04 2019 - Fimmtudagur

Veiðidagar hreppsins í Hofsá

Hofsá í Vopnafirði

Ákveðið hefur verið að íbúum Vopnafjarðar gefist kostur á að sækja um að fá til afnota bóndadaga sveitarfélagins í Hofsá.

02.04 2019 - Þriðjudagur

Auglýst eftir umsækjendum um störf á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps

Tvær stöður eru lausar til umsóknar á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Annars vegar er um að ræða stöðu skrifstofustjóra og hins vegar skrifstofufulltrúa/verkefnisstjóra gæðamála. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

02.04 2019 - Þriðjudagur

Íbúafundur um Þverárvirkjun

Almenningi gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd ásamt niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum laugardaginn 6. apríl nk.

22.03 2019 - Föstudagur

Aðalsafnaðarfundur 2019

Sóknarnefnd Vopnafjarðarsóknar boðar til aðalsfanaðarfundar fyrir árið 2019. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju föstudagin 29. mars nk. og hefst klukkan 17:00.

 

Fundarefni eru venjulega aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum um sóknarnefndir nr. 1111 frá 2011.

 

Sóknarnefnd Vopnafjarðarsóknar

22.03 2019 - Föstudagur

Íbúafundur í Miklagarði þriðjudaginn 26. mars

Þriðjudaginn 26. mars nk. kl 17.00 verður haldinn íbúafundur í Miklagarði þar sem Hafdís Bára Óskarsdóttir mun segja frá starfi sínu sem iðjuþjálfi, hvað þeir gera og hvernig þeir aðstoða einstaklinga í sínu daglega lífi.

 

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna.

20.03 2019 - Miðvikudagur

Ferðamálasamtök verða Framfara- og ferðamálasamtök

Ferðamálasamtök Vopnafjarðar héldu aðalfund sinn í félagsheimilinu í gærkvöldi. Í fréttabréfi samtakanna á sl. ári sagði m.a. að samtökin væru klasi, samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu að markmiði að stuðla að samvinnu ferðaþjóna á Vopnafirði við ímyndarsköpun og áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Sjálfsagt lítur hinn almenni íbúi svo á að samtökin séu einkum og sér í lagi þeirra er ferðaþjónustunni tilheyra. Á aðalfundinum fór fram lífleg umræða um stöðu félagsins, einkum með hliðsjón af tillögu fráfarandi stjórnar að breyta nafninu í Framfara- og ferðamálasamtök Vopnafjarðar. Var sú tillaga síðan samhljóða samþykkt.

 

18.03 2019 - Mánudagur

Þjónustumiðstöð: Vinnuskóli og starfsmaður

Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps auglýsir sumarvinnu 2019 og óskar að ráða starfsmann til framtíðarstarfa.

Vísað er til auglýsinga sem er að finna hér að neðan.

15.03 2019 - Föstudagur

Auglýst eftir framkvæmdastjóra Vopnaskaks

Vopnafjarðarhreppur auglýsir stöðu framkvæmdastjóra Vopnaskaks 2019 lausa til umsóknar. Bæjarhátíðin verður haldin dagana 04.-07. júlí nk. 

Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni og vinna að fjármögnun hennar, í samvinnu við menningarmálanefnd Vopnafjarðar. Þarf viðkomandi að geta sinnt því af og til á vorönn 2019 og í fullu starfi í júní allt þar til uppgjöri og frágangi eftir hátíðina er lokið.

13.03 2019 - Miðvikudagur

Af aðalfundi Landbótar

Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót var fyrir nokkrum árum endurvakið og hefur síðan unnið að málefnum skógræktar í sveitarfélaginu. Skógrækt er í eðli sínu þolinmæðisvinna því afrakstur mikilla verka verður fyrst sýnilegur að mörgum árum liðnum. Flestir þekkja það að ganga skógarstíga og upplifa skjólið og ilminn sem þar má finna. Skógar veita fjölbreytta þjónustu sem maður og náttúra nýta sér. Þeir veita skjól, eru eftirsótt útivistarsvæði en þeir verða ekki til að engu og frjáls félagasamtök eins Landbót hverju samfélagi mikilvæg.


83 - 92 af 2222
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir