Fréttir

29.06 2019 - Laugardagur

Vopnaskak 2019

Páll Óskar, Sóli Hólm og kassabílarallí eru meðal þess sem verður á dagskrá Vopnaskaks á Vopnafirði fyrstu vikuna í júlí. Hátíðin stendur frá 4.-7. júlí og er nú haldin í 26. skipti, en fyrsta hátíðin var haldin sumarið 1994.

26.06 2019 - Miðvikudagur

Hreinsun við Fuglabjargarnes

Síðastliðinn sunnudag, 26. júní, tóku Vopnfirðingar sig til og hreinsuðu Ljósalandsvík við Fuglabjargarnes að frumkvæði Jóns Þórs og Hafdísar Báru á Hámundarstöðum. 

24.06 2019 - Mánudagur

Sundlaug opin

Vekjum athygli á því að búið er að opna sundlaug opið frá kl. 10 -22 alla daga 

21.06 2019 - Föstudagur

Úthlutunarreglur fyrir íbúðir eldri borgara samþykktar

Sveitarstjórn samþykkti í gær úthlutunarreglur fyrir íbúðir eldri borgara í eigu sveitarfélagsins. Reglurnar fel

21.06 2019 - Föstudagur

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.

20.06 2019 - Fimmtudagur

Uppgjör við lífeyrissjóðinn Stapa

Sveitarstjórn hefur á fundi sínum fyrr í dag tekið afstöðu til kröfugerðar lífeyrissjóðsins Stapa vegna vangoldinna iðngjalda á árinunum 2005 til 2016. Niðurstaðan er sú að Vopnafjarðarhreppur axlar sinn hluta af ábyrgðinni með því að greiða höfuðstól vangoldinna lífeyrisgreiðslna til starfsmanna og ófyrnda vexti.  

19.06 2019 - Miðvikudagur

17. júní

19.06 2019 - Miðvikudagur

Opnun sundlaugar frestað

Því miður er opnun sundlaugar frestað opnun auglýst síðar

18.06 2019 - Þriðjudagur

Ný samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps

Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest nýja samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér stofnsetningu byggðarráðs. Sveitarstjórn samþykkti breytingarnar á 24. fundi sveitarstjórnar, þann 9. maí og  ræddi áður á 23. fundi 15. apríl og 21. fundi 4. apríl.

12.06 2019 - Miðvikudagur

Gróðurkassar færðir Sundabúð

Kvenfélagið Lindin gaf hjúkrunarheimilinu Sundabúð þessa frábæru upphækkuðu gróðurkassa. Færum við þeim bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Plönturnar voru gróðursettar í blíðunni í dag – blaðsalat, klettasalat, spínat, gulrætur og spergilkál.


83 - 92 af 2238
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir