Fréttir

12.09 2019 - Fimmtudagur

Maxímús Músíkús í Miklagarði

Maxímús Músíkús í Miklagarði næstkomandi sunnudag!
Verð: 2.900 kr
(Frítt fyrir 0-6 ára)

Allir að mæta!

02.09 2019 - Mánudagur

Vopnfirska framhaldsskólaútibúið: aukaár í heimabyggð

Framhaldsskóladeildin á Vopnafirði er nú að hefja sitt fjórða starfsár og eyddu nemendur fyrstu dögunum í Framhaldsskólanum á Laugum, þar sem þau tóku fyrstu dagana í smá hópefli, en svo byrjaði kennsla heima á Vopnafirði núna í dag, mánudaginn 2. september.

28.08 2019 - Miðvikudagur

Ærslabelgurinn kominn

Þar kom að því! 

21.08 2019 - Miðvikudagur

Saga Einherja: Félagið sem byggði Selárlaug

Meistaraflokkur Einherja 1977

Saga Einherja: Félagið sem byggði Selárlaug

Einherji-I´BV -005.jpg

„Maður hefur verið með appelsínugult og grænt hjarta frá því maður var barn,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson fyrirliði Einherja sem undanfarin misseri hefur verið að vinna í að skrásetja sögu Einherja.

21.08 2019 - Miðvikudagur

Íþróttafélagið sem byggði Selárdalslaug: Saga Einherja í vinnslu

Íþróttafélagið sem byggði Selárdalslaug: Saga Einherja í vinnslu.

12.08 2019 - Mánudagur

Austfjarðartröllið á Vopnafirði

Austfjarðartröllið fer nú fram og fer keppni fram á Vopnafirði á föstudaginn næstkomandi. Munu keppendur reyna með sér í kútakasti og álkubbapressu við Kaupvang kl 18:00. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og hvetja tröllin áfram.

08.08 2019 - Fimmtudagur

Einherji ósigraðir í átta leikjum

Þegar 15 umferðum er lokið í 3. deild karla í knattspyrnu situr Einherji í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig. Liðið byrjaði tímabilið illa en er taplaust í síðustu átta leikjum og hefur gengið vel að sækja sigra á útivelli undanfarið, þótt jafnteflin séu óþarflega mörg heima á Vopnafirði.

 

„Liðið kom seint saman eins og oft áður, þannig að það var dálítið erfitt að stilla liðið saman fyrsta mánuðinn eða svo. Það bjarta í þessu er að við höfum verið að sækja stig á útivelli sem hefur ekki verið tilfellið undanfarin ár, en á móti kemur að heimavöllurinn hefur ekki verið jafn sterkur,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson fyrirliði.

24.07 2019 - Miðvikudagur

Sumarlokun hreppsskrifstofu

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 29. júlí nk. til og með sunnudeginum 18. ágúst nk. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 19. ágúst.

23.07 2019 - Þriðjudagur

Vopnafjörður í byggingargátt Mannvirkjastofnunar

Grunnur vallarhússisn sem nú rís. Byggingarleyfið var það síðasta sem gefið var út með gamla laginu.

Vopnafjörður hefur í samvinnu við Mannvirkjastofnun opnað aðgang fyrir íbúa sína í byggingargátt Mannvirkjastofnunar, en byggingargátt er rafrænt gagnasafn og skráningakerfi sem einfaldar umsóknarferli byggingarleyfa og er samtengt fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Markmið gáttarinnar er að gera ferlið skilvirkara og einfaldara, samræma og styrkja byggingaeftirlit á landinu öllu og ná fram samræmdum upplýsingum um framleiðslu í byggingariðnaði á  hverjum tíma, allt frá útgáfu byggingarleyfis.


83 - 92 af 2255
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir