Fréttir

11.03 2019 - Mánudagur

Samráðsfundur um ferðamálastefnu í Miklagarði

Boðað hafði verið til samráðsfundar um ferðamálastefnu Vopnafjarðar í félagsheimilinu Miklagarði sl. laugardag. Liðlega 30 manns svaraði kallinu og er tíðindamann bar að garði var unnið í hópavinnu á 6 borðum en hverjum hópi var úthlutað tiltekin verkefni er málefnið varðar. Á fundi atvinnu- og ferðamálnefndar þann 15. mars 2016 voru lögð fram drögð að ferðamálastefnu Vopnafjarðar sem þá var í höndum starfshóps sveitarstjórnar og áður hafði verið unnið með ýmsum hætti að þróun ferðamála í sveitarfélaginu m.a. útgáfu gönguleiðakortsins Útivist í Vopnafirði og á Út-Héraði 2004. Ferðamál eru í brennidepli að nýju og miðað við stöðu þeirra í sveitarfélaginu er ekki vanþörf á.

07.03 2019 - Fimmtudagur

Öskudagurinn

Öskudagurinn er dagur allra barna óháð aldri enda er aldurinn afstætt hugtak. Hvað er líka yndislegra en syngjandi, skríkjandi, hrópandi, dansandi börn íklædd alls kyns búningum þess albúin að kyrja nokkra söngva gegn umbun nokkurri? Nú brá svo við að tíðindamaður var fjarri góðu gamni en hefði öllu jafna verið í íþróttahúsinu hvar nemendur og starfsmenn skólans koma ávallt saman að morgni öskudags uppáklædd að hætti dagsins. Í ljósi fráveru var leitað til góðra vina sem sáu til þess að dagurinn var festur á mynd(ir) og er þær að finna hér að neðan.

05.03 2019 - Þriðjudagur

Samráðsfundur um ferðamálastefnu

Samráðsfundur um ferðamálastefnu Vopnafjarðarhrepps verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 9. mars kl. 13:00. Hagsmunaaðilar og áhugafólk um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum er hvatt til að mæta og ræða sýn sína og mögulegar aðgerðir í tengslum við verkefnið. Ágúst Elvar Bjarnason ferðamálafræðingur og verkefnastjóri Höfuðborgarstofu stýrir fundinum.

04.03 2019 - Mánudagur

Mælifell ehf. 30 ára

Vopnfirska byggingafyrirtækið Mælifell ehf. hélt upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins sl. föstudag að viðstöddu fjölmenni. Vildi margur samfagna þeim bræðrum og starfsmönnum Mælifells en stofndagur þessa öfluga fyrirtækis er 28. febrúar 1989. Fram kom í máli Steindórs framkvæmdastjóra að þeir hefðu sýnt aðgæslu frá fyrstu stundu í rekstri fyrirtækisins en það er að æra óstöðugan að ætla að tilgreina öll þau verkefni sem Mælifell hefur komið að í 30 ára sögu þess.

01.03 2019 - Föstudagur

Afkoma HB Granda hf. 2018

Á heimasíðu HB Granda hf. er afkoma félagsins árið 2018 til umfjöllunar en hagnaður þess var 4,1 milljarðar sem er samkvæmt forstjóra ekki ásættanleg niðurstaða. Rekstrartekjur og -gjöld eru uppgefnar í Evrum og tölur umreiknaðar í u.þ.b. 136 íslenskar krónur hver Evra. Rekstrartekjur samstæðunnar á 4ða ársfjórðungi 2018 voru 61,5m€ en var 58,4 m€ á sama tíma árið áður. 61,5 m€ jafngildir um 8,3 milljörðum og sýnir stærð þessa öfluga fyrirtækis.

28.02 2019 - Fimmtudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir

Atvinna - sumarafleysingar

Sjúkraliðar og ófaglært starfsfólk óskast til sumarafleysinga  á hjúkrunardeild Sundabúðar. Um er að ræða störf í vaktavinnu við hjúkrun aldraðra og afleysingar í mötuneyti.

 

Umsóknarfrestur er til 15.mars.

Nánari upplýsingar gefur Emma Tryggvadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 470 1240 og emma@vopnafjardarhreppur.is

27.02 2019 - Miðvikudagur

Þrjár stúlkur frá Einherja í landsliðsúrtaki

Ungmennafélagið Einherji á Vopnafirði hefur um langt árabil vakið athygli fyrir framgöngu sína sama hvort horft er til yngri flokkastarfs eða meistaraflokka. Innan íþróttahreyfingarinnar er sú skoðun almenn að félaginu skuli hafa auðnast að halda úti keppnisliði í meistaraflokki karla og kvenna sl. 4 ár auk myndarlegs yngri flokkastarfs sé markvert afrek. Er skemmst að minnast þess að félagið hlaut Grasrótarverðlaun KSÍ 2016. Nú berast af því fregnir að þrjár stúlkur úr 3. flokki Einherja hafi verið valdar í úrtakshóp fyrir landslið kvenna 15 ára og yngri í knattspyrnu.

25.02 2019 - Mánudagur

Konudagur í gær – góa hafin

Í gær var konudagur samkvæmt gamla tímatalinu og fyrsti dagur í góu sem markar næstseinasta mánuð vetrarmisseris. Stendur konudagur ávallt upp á sunnudag í 18. viku vetrar. Sem kunnugt er markar bóndadagurinn fyrsta dag þorra og í ljósi þess að við höldum í þessa tvo daga erum við meðvituð um þorra og góu. Einmánuður tekur við af góu en er okkur löngu gleymdur. Á konudaginn minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með þvi að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn.

25.02 2019 - Mánudagur

Spáð er vonsku veðri

Yfirlögregluþjónn óskar eftir að koma á framfæri eftirfarandi í ljósi veðurspár næsta sólarhringinn:

Nú er spáð suðaustan átt með rigningu í kvöld og fram eftir nóttu appesínugul viðvörun og vindaspáin 18-23 m/sek talsverð úrkoma ( regn).  Þessu gæti fylgt einhverjir vatnavextir og krapaflóð utan byggðar.

Þriðjudagur: Um það bil frá kl. 06:00 – 22:00 er spáð fyrir umdæmið suðvestan roki eða ofsaveðri 23 -30 m/sek og allt að 50 m/sek staðbundið.

20.02 2019 - Miðvikudagur

Ályktun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps um flugsamgöngur

Í tilefni af drögum að stefnu um almenningssamgöngur sem kynnt var 14. febrúar sl. vill sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggja þunga áherslu á mikilvægi þess að flugþjónusta til Vopnafjarðar og Þórshafnar verði ekki skert. það skiptir miklu máli að jaðarbyggðir landsins búi við traustar og skilvirkar almennings- og sjúkrasamgöngur. Veðurfar á Norðausturlandi býður ekki upp á að íbúar svæðisins reiði sig einvörðungu á vegasamgöngur, sér í lagi á stað eins og Vopnafirði þar sem allar slíkar samgöngur eru um langa fjallvegi.


93 - 102 af 2222
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir