Fréttir

19.02 2019 - Þriðjudagur

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps lokuð 22. febrúar

Vakin er athygli á að skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð föstudaginn 22. febrúar nk. 

-Skrifstofustjóri

18.02 2019 - Mánudagur

Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður

Sú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva. 

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.

Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit.

15.02 2019 - Föstudagur

Af aðalfundi Einherja – ný stjórn tekin við

Ungmennafélagið Einherji hélt aðalfund sinn í gærkvöldi í félagsheimilinu og var vel mætt til fundar. Tók fundurinn til áranna 2017 og 2018 en fundurinn 22. febrúar á liðnu ári varðaði árið 2016. Sem fyrr hélt Einherji úti myndarlegu starfi, tefldi fram meistaraflokksliðum í karla og kvennaflokki, 11 manna liði í 4. flokki kvenna auk þess sem aðrir flokkar tóku þátt í fjölmörgum mótum. Þau merku tímamót urðu á fundinum að fráfarandi stjórn kvaddi í heild sinni og við tók ný skipuð ungu áhugasömu fólki.

15.02 2019 - Föstudagur

Selárlaug opnar kl. 16 í dag – lokað á sunnudag

Athygli sundlaugargesta er vakin á að laugin opnar kl. 16:00 í dag vegna útfarar í Vopnafjarðarkirkju. Sundlaugin verður lokuð sunnudaginn 17. febrúar nk. þar eð starfsmaður laugar er bundinn við vinnu í þágu samfélagsins er tengist messu þess dags. Eru Vopnfirðingar hvattir til að mæta til viðburðarins sem er í Kaupvangskaffi og hefst kl. 15:00. Þar mun Karlakór Vopnafjarðar syngja og leikmenn 3. flokks kvenna í Einherja þjóna gestum kaffihússins. Sr. Þuríður Björg leiðir athöfnina.

 

                -Fulltrúi

14.02 2019 - Fimmtudagur

690 Vopnafjörður tilnefnd til Eddunnar – eða hvað?

Þann 07. febrúar sl. voru tilnefningar til Edduverðlauna 2019 kynntar á öldum ljósvakans. Í því felst upphefð að fá slíka tilnefningu enda margir kallaðir en fáir útvaldir. Að sjá nafn heimilarmyndarinnar 690 Vopnafjörður meðal þeirra sem tilnefndar eru í flokki heimildarmynda vakti eðlilega athygli og gleði meðal þeirra sem málið varðar – og þeir eru margir. Síðan gerist það sem líklega flestir hefðu talið útilokað, tilnefningin var dregin til baka …

 

11.02 2019 - Mánudagur

Vetur minnir á sig

Vopnfirðingar hafa eins og aðrir landsmenn fengið að finna að tíðin er hávetur með tilheyrandi ofankomu og norðanátt. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags gekk yfir norðausturhornið hvassviðri með allnokkurri ofankomu og þegar vind tók af höfðu myndast skaflar víðs vegar í þéttbýlinu þótt hvergi væru þeir eins myndarlegir og í Vallholtinu. Má segja að laugardagskvöldið/-nótt hafi verið endurtekið efni þótt vissulega væri stigsmunur á hvoru tveggja vind sem ofankomu.

09.02 2019 - Laugardagur

Selárlaug - laug og pottur undir kjörhitastigi

Athygli sundlaugargesta er vakin á að sökum þess að vatnsrennsli er ekki nægilegt þessi dægrin er vatn sundlaugar og potts undir kjörhitastigi, sem er um 30°C annars vegar og 38-40°C hins vegar. Sem stendur er hitastig laugar um 24°C og potts einungis 28°C. Lausna er leitað og málið upplýst þegar lausn hefur fundist.

-Fulltrúi

08.02 2019 - Föstudagur

Finnafjarðarverkefnið til umræðu

Verkfræðingurinn Hafsteinn Helgason hjá Verkfræðistofunni EFLU var til viðtals í morgunþætti Rásar eitt á RUV í fyrradag þar sem Finnafjarðarverkefnið svokallaða var til umræðuÞað er kunnara en frá þurfi að segja að sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa um árabil unnið að risavöxnu verkefni sem alþjóðleg umskipunarhöfn í Finnafirði er og töluvert hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þjóðarinnar. Þarna munu vera fyrirtæki staðsett sem eru í hafnsækinni starfsemi en landrými þarna leyfir allt að 1200 hektara athafnasvæði og 6 kílómetra langa viðlegukanta samtals.

06.02 2019 - Miðvikudagur

Leikskólabörn heilsuðu upp á sveitarstjóra

Í dag er dagur leikskólans og af því tilefni fékk Þór sveitarstjóri sérlega ánægjulega heimsókn er 22 leikskólabörn heiðruðu hann með nærveru sinni. Mætti ungviðið í fylgd starfsmanna leikskólans, þeirra Bjargar, Hrafnhildar, Rósu, Kötlu Ránar og Hemmerts Þórs. Var hópnum stefnt inn á skrifstofu sveitarstjóra hvar þeirra beið ávaxtasafi, saltstangir og piparkökur. Þurfti ekki að hvetja hina ungu gesti til að bragða á veitingunum og óvíst um matarlystina þegar að hádegisverði kom.

 

04.02 2019 - Mánudagur

Tvískiptur janúar, hlýr og kaldur

Að baki er fyrsti mánuður ársins, janúar hefur kvatt og kemur ekki aftur í sömu mynd. Það er gjarnan á orði haft að janúar líði æði hægt, sé 45 dagar og ekki 31. Hver sem skoðun fólks kann að vera er janúar að baki og febrúar tekinn við. Veðurfarslega var janúar sérlega tvískiptur. Óvenju mikil hlýindi einkenndu fyrri hluta mánaðarins, hiti var langt yfir meðallagi um land allt og snjólétt víðast hvar. Seinni hluti mánaðarins var mun kaldari og þá sérstaklega síðustu dagarnir. Töluverður snjór var víða um land, vindur hægur og nokkuð bjart í veðri.


93 - 102 af 2211
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  > 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir