Stjórnsýsla


 
Merki
Vopnafjarðarhrepps

Vopnafjarðarhreppur
Hamrahlíð 15
690 Vopnafjörður

Kt. 710269-5569
Sveitarfélag 7502

Flatarmál: 1913,48 km2
Íbúafjöldi 01. desember 2017: 655
Íbúar á ferkílómetra: 0,36


Stjórnsýsla sveitarfélagsins byggir á sveitarstjórnarlögum, samþykktum sveitarfélagsins, reglugerðum og samþykktum sem sett hafa verið um starfsemina auk sérstakra laga og reglugerða sem sett hafa verið um hina ýmsu málaflokka og starfsemi. Jafnframt gilda ýmis almenn lög um stjórnsýsluna eins og upplýsinga- og stjórnsýslulög, lög um persónuvernd o.s.frv.

Sveitarstjórn er æðsta vald í málefnum sveitarfélagsins og verkefni hennar skýrð í samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarstjórnar. Sveitarstjórn ber að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og vera í fyrirsvari fyrir það og vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúa þess.

Sveitarstjórn annast þau verkefni sem henni eru falin í lögum, reglugerðum og samþykktum, þar með talið að kjósa oddvita og nefndir, setja samþykkir og gjaldskrár, staðfesta tillögur og fundargerðir, stjórna fjármálum, ákveða stjórnkerfi sveitarfélagsins, ráða sveitarstjóra og helstu starfsmenn þess. Jafnframt að upplýsa íbúa um starfsemi og málefni sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn kýs fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykktar um fundarsköp. Sveitarstjóri fer með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, fjármála- og starfsmannastjórn í samvinnu við meirihluta, að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. Hreppsnefnd hefur umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar.

Undir hreppsnefnd heyra málefni eignasjóðs, fráveitu, vatnsveitu, vegamála, brunamála sem og önnur mál a-hluta stofnana og b-hluta fyrirtækja sem ekki eru falin öðrum í samþykktunum. Hlutverk og valdsvið annarra nefnda, ráða og stjórna er skýrt í samþykktum sveitarstjórnar, lögum og reglum. Málefni sem tekin eru til umfjöllunar á fundum nefnda hljóta ekki staðfestingu fyrr en sveitarstjórn hefur fjallað um þau og afgreitt. Málefni á fundum nefnda eru færð í gerðarbækur og efni gerðarbóka tekin til umfjöllunar svo fljótt sem unnt er í sveitarstjórn.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir