Dagskrá hreppsnefndar 03.04.2014

01.04 2014 - Þriðjudagur

Hreppsnefndarfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl  2014 kl. 16.00 í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Dagskrá:

 

1. mál. Fundargerð hreppsnefndar frá 20. mars  sl.

 

2. mál. Fundargerð Umhverfisnefndar  frá 13. mars  sl.

 

3. mál. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 25.  mars sl.

 

4. mál. Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps A- og B hluta fyrir árið 2013.

-Síðari umræða-.   Á fundinn mætir fulltrúi KPMG og gerir grein fyrir ársreikningnum og endurskoðunarskýrslu sinni.  Milli umræðna kom í ljós að ríkisframlag vegna Sundabúðar hafði ekki skilað sér að fullu.  Reikningurinn breytist miðað við það.  Endanlegum gögnum verður dreift á fundinum.

 

5. mál  Hótel Tangi, staða mála.

 

6. mál.  Björgunarsveitin Vopni bréf, varðandi svokölluð símahús á Urðum og Haug og samninga við Minjavernd í því sambandi.

 

7. mál Heilbrigðisráðuneytið fundur 27. mars sl.   Gerð grein fyrir málum.

 

8. mál. Samningur við Menntamálaráðuneytið um ráðstöfun rekstrarframlags á fjárlögum til fræða- og þekkingaseturs í Kaupvangi, Vopnafirði.

 

9. mál.  Bréf Innanríkisráðuneytisins frá 11. mars sl., varðandi snjómokstur og frá 20. mars sl., varðandi framtíð innanlandsflugs.

 

10. mál. Bréf Vegagerðarinnar frá 20. mars sl., varðandi þjóðvegi í þéttbýli.

 

11. mál. Tillaga að nafni á nýrri götu við höfnina frá Kolaporti að Leiðarhafnarvegi.

 

12. mál  Íþróttavöllur, Búðaröxl, skipulag, umhverfi. Gerð grein fyrir stöðu mála.

 

13. mál. Ýmis mál og fundargerðir

a)   Fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 25. mars. sl.

b)   Fundargerð stjórnar SSA frá 25. mars sl.

  

Sveitarstjóri


Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir