Dagskrá hreppsnefndar 08. maí 2014

06.05 2014 - Þriðjudagur

Hreppsnefndarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 16.00 í félagsheimilinu Miklagarði.

Dagskrá:

1. mál. Fundargerð hreppsnefndar frá 3. apríl sl.

2. mál. Fundargerð byggingar -og skipulagsnefndar frá 10. apríl  sl.

3. mál. Bréf Innanríkisráðuneytisins frá 10. apríl sl., varðandi samþykktir um stjórn Vopnafjarðarhrepps, ásamt samþykktum.

4. mál. Bréf innanríkisráðuneytisins dags. 9. apríl sl., varðandi lögreglusamþykkt.

5. mál  Urðunarsvæðið á Búðaröxl.    Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.  Ásamt bréfi þar sem óskað er eftir veitingu starfsleyfis í framhaldi af úrskurðinum miðað við tiltekin atriði.

6. mál.  Svar Velferðarráðuneytisins varðandi framlög til jafnlaunaátaks að Sundabúð dags. 10. apríl sl.  Jafnframt bréf Vopnafjarðarhrepps sem vísað er í og rituð hafa verið á árinu til ráðuneytisins.

7. mál Bréf Handverkshóps Vopnafjarðar móttekið 28. apríl sl., þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir starfsemina yfir sumarmánuðina í Kaupvangi.

8. mál. Sundlaug í Selárdal.  Bréf Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins frá 23. apríl sl., ásamt svar bréfi Vopnafjarðarhrepps frá 28. apríl sl.   Auk bréfs Heilbrigðiseftirlits frá 25. apríl sl.

9. mál.  Útrásir.   Bygging dæaluhúss í Kolaporti.  Teikningar og hugmyndir.

10. mál. Hótel Tangi.   Staða mála.

11. mál. Aðalfundur Austurbrúar ses. 9. maí nk.

12. mál  Bréf Vegagerðarinnar dags. 15. apríl sl., varðandi breytingar á þjónustumiðstöðinni á Vopnafirði.

13. mál. Starf virkniþjálfa í Sundabúð.   Erindi hjúkrunarfræðinga Sundabúðar varðandi málið dags. 3. apríl sl.

14. mál. Erindi heilbrigðiseftirlitsins varðandi breytingu á samþykkt um hundahald á starfssvæði eftirlitsins.

15.Erindi Samorku, samtök orku og veitufyrirtækja, þar sem samtökin bjóða vatns- og fráveitu Vopnafjarðarhrepps að gerast aðilar að samtökunum.

16.  Drög að samningi um samstarf vegna fyrirhugaðarar umskipunarhafnar í Finnafirði.

17.  Framkvæmdir og viðhaldsverkefni á fjárhagsáætlun 2014.  Farið verður yfir málin.

18.  Skipulagsmál.   Samþykkt í framhaldi af fundi um skipulagsmál 5. maí sl., þar sem fjallað var um deiliskipulag á Búðaröxl, utan Fagrahjalla, Lónabrautar, sjávarmegin við Hafnarbyggð og á Merkistúni.

19. mál. Kaupvangur, kaffihús, upplýsingamiðstöð.

20. mál. Ýmis mál og fundargerðir
a)   Fundargerð Samgöngunefndar SSA frá 7. apríl sl.
b)   Erindi foreldrafélags Vopnafjarðarskóla, varðandi umferðaröryggismál á Vopnafirði.
c)   Bréf Umhverfisstofnunar dags. 14. apríl sl., varðandi áætlun til þriggja ára um refaveiðar.
d)  Flugslysaæfing á Vopnafjarðarflugvelli 10. Maí nk. samstarfssamningur.
   
Sveitarstjóri
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir