Fundur vallarhúsnefndar 08. janúar 2016

08.01 2016 - Föstudagur

Fundargerð


Föstudaginn 8. janúar 2016 kl. 08:30 kom nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja saman til fundar á skrifstofu sveitarstjóra Hamrahlíð 15.


Mættir voru: Eyjólfur Sigurðsson og Magnús Már Þorvaldsson. Þá sat fundinn og ritaði fundargerð Ólafur Áki Ragnarsson.


Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 5. nóvember sl. að tilnefnda í starfshóp til að koma með tillögur að uppbyggingu íþróttamannvirkja á íþróttasvæðinu. Frá sveitarstjórn voru tilnefndir Eyjólfur Sigurðsson og Magnús Þór Róbertsson. Frá Eiherja Magnús Már Þorvaldsson og frá íþrótta- og æskulýðsnefnd Linda Björk Stefánsdóttir.


1.    Rætt um þau gögn sem unnin hafa verið fyrir svæðið. Samþykkt að tillaga um skipulag svæðisins nái yfir stærra svæði en íþróttavöll, s.s. nærliggjandi hverfi. Starfshópurinn vinni út frá því að koma með tillögu um heilstætt skipulag á íþróttasvæðinu sem taki yfir íþróttavöll og frjálsíþróttaaðstöðu. Málið verði unnið í nánu samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd.


Magnús Már Þorvaldsson lagði fram upplýsingar um vallarhús sem byggð hafa verið í öðrum sveitarfélögum.

Fleira var ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 09:35

Ólafur Áki Ragnarsson, fundarritari
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir