Fundargerð félagsmálanefndar 16. mars 2016

13.04 2016 - Miðvikudagur

142. fundur Félagsmálanefndar haldinn  í fundarsal bæjarstjórnar, 16. mars 2016 og hófst hann kl. 12:30


Fundinn sátu:

Sigrún Harðardóttir, Jón Jónsson, Benedikt Hlíðar Stefánsson, Svava Lárusdóttir, Ása Sigurðardóttir, Guðrún Frímannsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

1.     201603068 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2016
    Drög að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagðar fyrir og samþykktar.
         
2.     201603069 - Reglur um liðveislu 2016
    Drög að breyttum reglum um félagslega liðveislu hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagðar fyrir og samþykktar með ákveðnum breytingum.
         
3.     201603071 - Húsaleigubætur 2015
    Yfirlit yfir veittar húsaleigubætur árið 2015 lagaðar fram til kynningar. Þar kemur fram að greiðslur almennra húsaleigubóta námu kr. 36.443.316 og að greiddar voru kr. 2. 897.947 í sérstakar húsaleigubætur á árinu.
         
4.     201408090 - Menningarstefna Fljótsdalshéraðs
    Drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs lögð fram til umsagnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við stefnuna.
         
5.     201603073 - Starfsáætlun Hlymsdalir 2016
    Drög að starfslýsingu fyrir tómstundastarf og dagþjónustu Hlymsdala er lögð fram og staðfest.
         
6.     201601164 - Trúnaðarmál
    Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.
         
7.     201602030 - Reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2015
    Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um framlög til málefna fatlaðs fólks er lögð fram til kynningar.
         
8.     1406083 - Trúnaðarmál
    Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir