Nefnd um byggingu vallarhúss 12. maí 2017

02.06 2017 - Föstudagur

Fundargerð

 

Föstudaginn 12. maí 2017, kl. 08:00 kom nefnd sem tilnefnd var  til að fara yfir hugmyndir að byggingu vallarhúss við íþróttasvæðið saman til fundar á skrifstofu sveitarstjóra.

Mættir voru: Eyjólfur Sigurðsson, Magnús Þór Róbertsson, Magnús Már Þorvaldsson, Linda Björk Stefánsdóttir  og  Ólafur Áki Ragnarsson, sem ritaði fundargerð.

  1. Farið var yfir teikningar sem starfsmaður  Yrki arkitekta hefur útfært út frá drögum sem nefndin hafði samþykkt að leggja til grundvallar byggingu vallarhúss.

Fram kom hjá fundarmönnum að félagsaðstaðan væri of  lítil,  eðlilegt sé að vera með tvær snyrtingar í búningsklefum í stað einnar stórrar.  Þá kom fram að  húsið standi ekki neðan flatarmáls vallar, nær  engir veggfletir eru í félagsaðstöðunni fyrir myndir, hillur o g skápa. Þá  er rétt að vekja athygli á að ekkert gefur til kynna rúmmetra stærð húss enda ekki sniðmynd tekin í húsið.  Finna þarf leiðir til að halda byggingarkostnaði  niðri.

 

Samkvæmt byggingarlýsingu er áætlaður heildarkostnaður fyrir fullbúið hús verði 74, 8 milljónir. Verð pr/m2 kr.  402.613.-/m².

Innifalin er:               Aðstaða og jarðvinna
                                       Burðarvirki

Lagnir
Rafkerfi
Frágangur innanhúss
Frágangur utanhúss

Forkostnaðaráætlun þessi er á grundvelli verðbanka Hannarrs.

  1. Samþykkt að Magnús Már  sendi teikningarnar til starfsmanna K.S.Í. sem fara með málefni vallarhúsa og styrkjamál til skoðunar út frá styrkhæfni og hvaða upphæð sé  líkleg að K.S.Í. leggi til verkefnisins. Þá verði óskað eftir sjónarmiðum þeirra á útfærslu teikningarinnar.  Eyjólfur og Ólafur fari á fund Yrki arkitekta og ræða þætti sem nefndin telur að skoða þurfi betur, þannig að ljúka megi sem fyrst við teikningar hússins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið um kl. 09:00

Ólafur Áki Ragnarsson, fundarritari
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir