Fundargerð ungmennaráðs 25. september 2017

27.10 2017 - Föstudagur

Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar

25. september 2017, haldinn í Miklagarði kl. 16:00

 

Mætt til fundar: Einar Gunnlaugsson, María Björt Guðnadóttir, Árni Fjalar Óskarsson, Benedikt Blær Guðjónsson og Mikael Viðar Elmarsson

 

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Ungmennaráð Vopnafjarðar kom saman til fyrsta fundar og skv. samþykkt ráðsins var fyrsta verkefni þess að kjósa sér formann og varaformann.

 

Samþykkt að Einar Gunnlaugsson verði formaður ungmennaráðs og til vara verði María Björt Guðnadóttir.

 

Magnús gerði nánari grein fyrir verkefnum ungmennaráðs sem eru skilgreind í 3. gr. samþykktar. Fer hún hér á eftir:

 

  1. gr.

Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:

 

  1. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks á framfæri við hlutaðeigandi aðila innan stjórnkerfis sveitarfélagsins
  2. að gæta hagsmuna ungs fólks með t.a.m. umfjöllun um mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega
  3. að fulltrúar þess þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins
  4. að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í frístundastarfsemi fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu
  5. að efla tengsl nemenda menntastofnana, þ.e. grunnskólans og framhaldsdeildar, og sveitarstjórnar með umræðu meðal nemenda um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk
  6. að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni aldurshópsins

 

Ákveðið að ráðið komi saman til fundar að nýju í nóvembermánuði með dagskrá sem æskulýðsfulltrúi setur saman ásamt formanni.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt - fundi slitið kl. 16:45.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir