Fundargerð ungmennaráðs 18. október 2017

27.10 2017 - Föstudagur

Fundur Ungmennaráðs Vopnafjarðar

18. október 2017, haldinn í Miklagarði kl. 16:00

 

Mætt til fundar: Einar Gunnlaugsson, María Björt Guðnadóttir, Árni Fjalar Óskarsson, Benedikt Blær Guðjónsson og Mikael Viðar Elmarsson

 

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson sem ritaði fundargerð.

 

Fyrir fundi lá eftirfarandi erindi Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur Yrki arkitektar:

 

Óskað er eftir að ungmennaráðið komi með hugmyndir að því hvernig aðstöðu þau vilja fá á svæðið, hvaða íþróttir séu mest iðkaðar, hvað krakkarnir hafa áhuga á að gera og í raun allt sem þeim dettur í hug að gæti átt heima á þessu svæði. Allar hugmyndir eru velkomnar.

 

Ef við gætum fengið frá þeim einhverskonar formlegt skjal með þeirra ályktun, hugmyndum og/eða skoðunum væri það frábært.

 

Framlagðir uppdrættir af vallasvæði og tillögur að vallarhúsi.

 

Fram fór umræða um málefnið þar sem fulltrúar lýstu hugmyndum sínum. Eftirfarandi er bókað:

 

Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mjög mikilvæg fyrir alla, ekki síst ungmenni. Ungmennaráð Vopnafjarðar vill að við uppbyggingu á íþróttasvæði sveitarfélagsins verði haft að leiðarljósi að sem flestir fái notið hennar.

 

Ungmennaráð vill:

  • að lokið verði við byggingu vallarhúss sem fyrst
  • að vallarhúsið verði fjölnota, þ.e. að öll félagasamtök sem óska eftir funda- og félagsaðstöðu fái aðgengi að húsinu – þar með taldir eldri borgarar
  • að uppbygging svæðisins taki mið af fjölbreytni íþrótta

a)      uppbygging æfingasvæðis geri ráð fyrir frjálsum íþróttum, b) blakvöllur verði byggður, c) frisbee golfvöllur, d) skipulagðar gönguleiðir á svæðinu

  • vallarhúsið verði miðstöð almennings íþrótta með t.d. kort af hlaupa-, göngu-, og reiðhjólaleiðum í sveitarfélaginu auk aðgengis að sturtu og eldhúsi fyrir þátttakendur
  • að vallarhúsið verði miðstöð fyrir ýmsa viðburði, s.s. ýmiskonar hlaup, ratleiki, hjólreiðar o.fl.
  • að á svæðinu verði staðsettir bekkir fyrir almenning og notendur
  • skipuleg gróðursetning og landsköpun því svæðið er vindasamt
  • að sett verði upp útivistarþrektæki á svæðinu s.s. er í Kjarnaskógi

 

Huga þarf að svæði fyrir akstursíþróttir og þá einkum mótorkross en nokkur hópur krakka og ungmenna er komin á slík hjól. Vakin er athygli á að ungmennin eru ótryggð nema á skilgreindu æfingasvæði.

 

Auk þess vill ungmennaráð að sundlaug verði byggð við íþróttahúsið. Það er ljóst að með sundlaug 10-12 km. frá þorpinu er aðgengi að þessari vinsælu afþreyingu og hollu hreyfingu ekki ásætanleg.

 

Að lokum vill ungmennaráð að það sem fyrir er sé lagfært. Sem dæmi eru spjöldin á körfuboltavellinum illa farin og völlinn þyrfti að malbika en yfirborð vallarins er beinlínis hættulegt. Raunar ætti að malbika skólalóðina alla umhverfis sparkvallar. Netin í mörkum sparkvallar eru yfirleitt illa farin og þarf laga. Spurt er hvert er viðhaldið á sparkvellinum. Ungmennaráð leggur til að hjólabrettarampurinn á skólalóðinni verði seldur en hann er lítið sem ekkert notaður.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt - fundi slitið kl. 17:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir