Fundur vallarhúsnefndar 15. febrúar 2018

02.03 2018 - Föstudagur

Fundað um vallarhús

15. febrúar 2018 á skrifstofu sveitarstjóra

 

Mætt til fundar: Böðvar Bjarnason verkfr. Eflu, Linda Björk, Eyjólfur, Magnús Þór, Bárður og Magnús Már er tók neðangreint saman.

 

Til fundar var mættur Böðvar Bjarnason frá Eflu en skv. bréfi sveitarstjóra til bygginganefndar hússins og Ásdísar Helgu ark. Yrki ark. dags. 07. febrúar sl. er Böðvar skipaður verkefnastjóri yfir framkvæmdinni. Í bréfinu er því nánar lýst sem í starfinu felst er bygginguna varðar en ekki gerð deiliskipulags íþróttasvæðisins.

 

Til upplýsinga þá liggur deiliskipulagið í megindráttum fyrir. Óháð stöðu þess verður unnið að hönnun og uppbyggingu hússins. Leitar sveitarfélagið undanþágu gerist þess þörf.

 

Vallarhús tekið til umræðu.

Grunnmynd hússins var samþykkt á fundi bygginganefndar þann 05.12. sl. og var málið afgreitt á fundi með Yrki ark. 06.12. sl.

 

Í samantekt vill nefndin að húsið verði einfalt og hagnýtt, sbr. samþykkt grunnmynd. Innan sem utanvert verði viðhald lágmarkað.

 

Praktísk atriði:

  • Þakrennur og niðurföll sýnileg án þakkanta.
  • Þakhalli a.m.k.14° einhalla þak - bárujárn fyrsti kostur. Járn og pappi fremur en dúkur m.t.t. viðhaldsverka.
  • Samlokueiningar að mati BB líklega ódýrasti kosturinn og fljótlegasti í framkvæmd. Samhljóða samþykkt að BB leiti eftir tilboði frá VHE í húsið. Jafnframt að gerður verði samanburður við staðsteypt hús.
  • BB kveðst geta tekið undir að lerki sé betri kostur en bárustál m.t.t. höggþols en er skv. ark. 25% dýrara efni. Samþykkt að skoða steiningu veggja meðal kosta.
  • Samþykkt að gerður verði samanburður á gluggum, þ.e. timbur, plast, ál, ál/timbur.
  • Að mati BB dugir lítið loftræstikerfi en gera þarf ráð fyrir því við hönnun. Opnanleg fög glugga verði nýtt við álagstoppa.
  • Tillaga um að skoða korkparkett með tréáferð á salinn, epoxýgólf á búningsklefa og sturturými. Flísalögn á önnur rými mögulega.
  • Huga þarf vel að hljóðvist við hönnun hússins.
  • Rætt um uppsetningu varmandælu og verður nánar skoðað af BB.

 

Og að lokum leggur nefndin áherslu á að aðalteikningar liggi fyrir sem allra fyrst.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12.15
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir