Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar 13. ágúst 2014

14.08 2014 - Fimmtudagur

Æskulýðs og íþróttarnefnd Vopnafjarðar 2014


Fundur 1 var haldinn í Miklagarði miðvikudaginn 13. ágúst 2014.


Viðstaddir  voru:
1.    Einar Björn Kristbergsson    (Aðalmaður)
2.    Símon Svavarsson                 (Aðalmaður)
3.    Svandís Hlín Viðarsdóttir     (Aðalmaður)
4.    Linda Björk Stefánsdóttir    (Aðalmaður)
5.    Víglundur Páll Einarsson     (Aðalmaður)
6.    Þórhildur Sigurðardóttir     (Varamaður)
7.    Örn Björnsson                      (Varamaður)
8.    Þorsteinn Steinsson            (Sveitastjóri)
9.    Eyjólfur Sigurðsson              (Oddviti)   

Fundur settur 11:30

Eyjólfur hefur fund og stingur upp á að Einar Björn verði formaður nefndar, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Þorsteinn fær orðið og óskar öllum til hamingju og velfarnaðar við nefndarstörf.

Einar Björn fær orðið og stingur upp á Símoni sem varaformanni nefndar, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Einar Björn stingur upp á Víglundi sem ritara nefndar, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Þorsteinn og Eyjólfur yfirgefa síðan fundinn.

Farið yfir samþykktir fyrir Æskulýðs og íþróttarnefnd Vopnafjarðarhrepps. Vilji nefndar að gera breytingar á liðum f, g og h í 3. grein samþykkta.


Tillögur ræddar. Opnunartími íþróttarhúss. Okkar tillaga er sú að íþróttarhúsið verði haft opið alla laugardaga yfir vetrartíman frá 10 til 14 eða 11-15. Einnig að lengdur verði opnunartími virka daga frá 21:30 til 22:00 eða 23:00, fer eftir eftirspurn.

Almenn umræða. Rætt um sundlaugarmál á Vopnafirði

Tillaga lögð fram um fundarboð.
Sú tillaga var lögð fram að fundarboð á fundi Æskulýðs og íþróttarnefndar yrðu send í tölvupósti framvegis, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið 13:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir