Fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar 05.11.2014

21.11 2014 - Föstudagur

Æskulýðs og íþróttarnefnd Vopnafjarðar.
2014
Fundur haldinn í Miklagarði miðvikudaginn 5.nóv. 2014.
Viðstaddir  voru
1.    Einar Björn Kristbergsson    (Aðalmaður)
2.    Símon Svavarsson                 (Aðalmaður)
3.    Svandís Hlín Viðarsdóttir     (Aðalmaður)
4.    Víglundur Páll Einarsson     (Aðalmaður)
5.    Þórhildur Sigurðardóttir     (Varamaður)
6.    Ólafur Áki Ragnarsson         (Sveitastjóri)
Dagskrá
1.    Samþykktir nefndarinnar
2.    Bréf frá sveitastjórn vegna sundlaugarinar
3.    Önnur mál

Fundur settur 17:00
Liður 1. Samþykktir nefndarinnar
Einar Björn fer yfir breytingar á samþykktum nefndarinnar sem ræddar voru á síðasta fundi.
Þær voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum og verða sendar til sveitastjórnar.

Liður 2. Bréf frá sveitastjórn vegna sundlaugarinnar
Rætt um Bréf umhverfis og auðlindaráðuneytis sem við fengum sent frá sveitarstjórn vegna sundlaugar. Ákveðið að senda tillögu til sveitastjórnar um opnunartíma sundlaugar þegar lýsing á sundlaugarsvæðinu er klár:
„Við leggjum til að sundlaugin verði áfram opin frá 10-12 alla virka dag og að hún verði einnig opin mánudaga,miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 16:00-21:00, þá leggjum við til að sundlaugin sé opin frá 10-16 allar helgar“.

Liður 3. Önnur mál
1.    Nefndin telur brýnt að strax verði hafist  handa við skipulag vallarhúss við íþróttarvöll.

2.    Heitur pottur við íþróttarhús. Rætt var um heitan pott við íþróttarhús og voru allir sammála um að það yrði mikið notað og gott fyrir alla. Eldra fólk sem ekki treystir sér í að keyra norður á sundlaug getur þar farið i pott með fylgd gæslu. Hópar eins og blak,badminton og bumbuboltamenn  myndu nýta sér þessa aðstöðu og sjálfsögðu Einherjamenn og aðrir sem sækja í líkamsrækt. Vilji til viðræðna við sveitarstjórn.
3.    Vilji til að láta athuga með körfuboltakörfur sem keyptar voru fyrir nokkrum árum frá Selfossi  og liggja í vöruskemmu, hvort þær séu í það góðu ástandi að það borgi sig að setja þær upp. Sent til umræðu hjá sveitastjórn.

4.    Rætt um opnun í íþróttarhúsinu. Ákveðið að senda tillögu til sveitastjórnar.

Tillaga hljóðar eftirfarandi:
„Við leggjum til að skoðað verði hvort grundvöllur sé fyrir því að taka upp morgunopnun í íþróttahúsinu, t. d 3 morgna í viku. Síðan viljum við ítreka óskir okkur um það að íþróttarhúsið verði opið á laugardögum frá kl 10-14.“

Meira var ekki rætt og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir