Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar 27. október 2015

10.10 2016 - Mánudagur

27.10.15 - Kl. 18:00

5.fundur Æskulýðs og íþróttanefndar Vopnafjarðar

Mætt voru
Víglundur Páll Einarsson
EinarBjörn Kristbergsson
Símon Svavarsson
Svandís Hlín Viðarsdóttir
Linda Björk Stefánsdóttir

Dagskrá
1. Vallarhús við íþróttarsvæði
2. Önnur mál


1.Liður. Vallarhús við íþróttarsvæði. Nefndinni barst bréf frá Magnúsi Má fulltrúa Vopnafjarðarhrepps og í því bréfi var að finna grunn hugmyndir og teikningar af vallarhúsi við íþróttarsvæði, óskaði bréfritari eftir áliti nefndarinnar á þeim hugmyndum. Nefndin fagnar því að vinna við vallarhús sé komin af stað. Nefndin var þó sammála um að skipulag hefði mátt vera betra t.d óþarfi að hafa stiga á milli hæða,færri klósett,allavega eitt utangengt klósett og veitingasala ætti að snúa út á pall. Það er álit nefndarinnar að áður en lengra sé haldið verði skoðaðir hinir ýmsu möguleikar, hvort ódýrara sé að byggja á einni eða tveim hæðum,steypt eða timbur og svo framvegis. Einnig teljum við nauðsynlegt að skoðaðar verði teikningar af sambærilegum húsum t.d á Fellavelli,Vilhjálmsvelli,Húsavíkurvelli og fl. Nefndin var svo sammála um að það þyrfti að reyna halda kostnaði í lágmarki.

2.Liður. Önnur mál. Nefndin veltir fyrir sér hvernig staðan sé á framkvæmdum vegna strandblakvallar. Eins og svæði lítur út núna er það slysagildra.


Fleira ekki rætt, fundi slitið 18:55

Fundargerð ritaði Víglundur Páll Einarsson .
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir