Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 04. janúar 2017

20.01 2017 - Föstudagur

Fundur Æskulýðs og íþróttanefndar Vopnafjarðar - haldinn 4. janúar 2017.

Mætt voru
Víglundur Páll Einarsson
EinarBjörn Kristbergsson
Þórhildur Sigurðardóttir
Linda Björk Stefánsdóttir

Dagskrá
1. Samstarfssamningur Umf Einherja og Vopnafjarðarhrepps
2. Samþykkt fyrir ungmennaráð Vopnafjarðar

3. Önnur mál


1.Liður. Samstarfssamningur.

Grein 2.2. Nefndin var sammála um að þessi grein mætti standa óbreytt. Þar að segja að Félagið hafi afnotarétt af íþróttarhúsinu í skólafríumog hugsanlega á öðrum frídögum og ennfremur vegna útiæfinga og kappleikja eftir aðstæðum og í samráði við forstöðumann íþróttarhúss.

Grein 3.2. Nefndin var sammála um að þessi grein mætti standa óbreytt. Þar að segja að Umf Einherji hafi afnot af íþróttarhúsi Vopnafjarðar vegna æfinga,leikja og leikjanámskeiða.

Grein 3.6. Nefndin leggur til að bætt verði við merkingu valla í upptalningu á því sem sveitarfélagið kostar til.

Grein 4.1. Nefndin var sammál um að upphæð styrksins yrði endurskoðuð árlega eða hún vísitölutengd.

2.Liður. Samþykkt fyrir ungmennaráð.

Nefndin var ánægð með þá punkta sem drengjirnir í framhaldskóladeildinni komu með að undanskildum einum. Hann varðar 6.gr. Þar að segja nefndinni finnst eðlilegt að það séu 5 vara menn þar sem það eru varamenn fyrir alla fulltrúahópa.

3. Liður. Önnur Mál.

Einar Björn upplýsti nefndina um stöðu vallarhús og hvar þau mál stæðu. Nefndar menn ánægðir með þá þróun að allt sé á réttri leið í þeim efnum.


Fleira ekki rætt, fundi slitið 08:45

Fundargerð ritaði Víglundur Páll Einarsson .
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir