Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar 27. september 2018

05.10 2018 - Föstudagur

Fundur íþrótta og æskulýðsnefndar 27. september kl: 13:00


Mættir: Þórhildur Sigurðardóttir, Víglundur Páll Einarsson. Súsanna Rafnsdóttir og Teitur Helgason er ritar fundargerð.

1. Frístunda og tómstundastyrkur: það er mikil vilji til að koma á svoleiðis kerfi og Þórhildi falið að semja bréf til hreppsnefndar því viðvíkjandi.

 

2. Vetrardagsskrá: Nefndinn tekur vel í þetta og vill halda áfram með þetta og að dagatal sé birt fyrir hvern mánuð fyrir sig. Þeir sem eru með viðburði þurfa að hafa samband við Þórhildi fyrir 25. hvers mánaðar ef viðkomandi vill fá viðburðinn á dagatalið.

 

3. Vallarhús: Nefndin ræddu um vallarhús og telur að það þurfi að fara að upplýsa fólk um hvar það mál stendur.

 

4. Önnur mál:

 

Strandblakvöllur: þarf að fara að upplýsa fólk um hvar það mál stendur og fara að fá niðurstöðu í það mál.

Ærslabelgur: rætt um hvar það það mál stendur.

Skautasvell: nefndin hvetur sveitastjórn til að gera eitthvað í þeim málum, telur nefndinn að upplagt sé að nota sömu vélar og tæki til að undirbúa skautasvell á Ístjörninni og notaðar verða við vinnu kirkjugarðar.

 

Fundi slitið Kl: 14:00
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir