Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 7. febrúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur í íþrótta og æskuýðsnefnd 7. Feb. 2019 klukkan 14:00

Mættir: Gísli Arnar Gíslason, Þórhildur Sigurðardóttir, Víglundur P. Einarsson og Teitur Helgason er ritar fundargerð.

 

  1. 1.     Styrktarbeiðni “vertu óstöðvandi”

Tekur nefndin vel í erindið og hvetur sveitastjórn til að veita þennan styrk.

 

  1. 2.     Aldurstakmark í tækjasal.

Umræða tekinn um málið og talið þörf á því að búa til skýrar reglur um þetta mál. Víglundur er búinn að hafa samband við önnur íþróttahús á Austurlandi og kynnt sér hvernig staðið er að þessum málum þar. Ákveðið að funda 11.febrúar kl:11:00  þar sem settar verða reglur um aðgengi 8-10 bekkjar.

 

  1. 3.     Önnur mál
  • Opnunartími á íþróttahúsi

Rætt hvort að hægt sé að koma á sólarhringsopnun, þá hugsanlega með aðgangsstýringu og myndavél við inngang þannig að mögulegt væri að koma klukkan 05:30 og vera fram að 24:00.

  • Fjárhagsáætlun

Nefndinn kallar eftir því að fá upplýsingar um hversu miklum fjármunum er varið í Íþrótta og æskulýðsmál hjá sveitarfélaginu á árinu 2019.

 

Fundi slitið klukkan 15:00

Hjálagt bréf til æskulýðs- og íþróttanefndar tekið fyrir á fundi:

Vopnafjörður 21. janúar 2019

 

Til íþrótta- og æskulýðsnefndar

 

Við undirritaðar höfðum áhuga á að fá hingað til okkar á Vopnafjörð námskeið fyrir ungt íþróttafólk sem kallast: ,, Vertu óstöðvandi“ og er hugarþjálfunarnámskeið fyrir ungt íþróttafólk sem vill hámarka árangur sinn með auknum andlegum styrk.

Námskeiðið snýr í grunninn að því að styrkja sálrænan hluta íþróttafólks og kynna fyrir þeim hvað það er sem sker á milli íþróttafólks á hæsta stigi og allra hinna.

Bjarni Fritz sem hannaði og kennir námskeiðið er sálfræðimenntaður fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik, þjálfaði U-20 ára landsliðið og mfl ÍR í handknattleik, rithöfundur og eigandi sjálfstyrkingafyrirtækisins Út fyrir kassann. Á námskeiðinu er lögð áhersla á kennslu í gegnum fyrirlestra, verkefnavinnu, hagnýt heimaverkefni, framkoma og fjölefli.

Hann er tilbúin að koma til okkar með tveggja daga dagskrá sem er tveir klukkutímar í hvort skiptið. Á fyrri degi er farið í vertu óstöðvandi hugarfarið, hvað þarf til að ná árangri,  að berjast í gegn um mótlætið, óttann við mistök og andlegan styrk. Seinni dagurinn fjallar um að ná stjórn á huganum og truflunum, leiðtogann, bestu útgáfuna og gildi.

Verð fyrir námskeiðið er 15900 krónur á einstakling en miðað er við að lágmarksfjöldi sé tólf til að námskeiðið verði haldið. Við óskum eftir styrk til að koma til móts við kostnað foreldra sem nemur 5000 krónum á einstakling.  

Námskeiðið er fyrir unglinga fædda 2002-2006.

 

Með fyrirfram þökk

Bjarney Guðrún Jónsdóttir

Linda Björk Stefánsdóttir
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir