Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 11. febrúar 2019

21.02 2019 - Fimmtudagur

Fundur í Íþrótta og æskuýðsnefnd 11. Feb. 2019 klukkan 11:00

Mættir: Gísli Arnar Gíslason, Þórhildur Sigurðardóttir, Víglundur P. Einarsson og Teitur Helgason er ritar fundargerð.

  1. 1.     Umgengnisreglur 8-10 bekkjar í líkamsrækt

lagðar fram reglur í samræmi við umræðu á síðasta fundi

            Tilaga um reglur 8-10 bekkjar í líkamsrækt

  • Krökkum í 8.bekk er með öllu óheimilt að fara í líkamsræktarstöð.
  • Krökkum í 9.bekk er heimilt að nota upphitunartækinn í líkamsrækt frá opnun til 17:00.
  • Krökkum í 10.bekk er heimilt að nota líkamsrækt að vild.
  • Tekið skal fram að veita skal undanþágur ef svo ber undir.

 

 

  1. 2.     Sólarhringsopnun í líkamsrækt

Varðandi sólarhringsopnun í líkamsrækt er sveitarstjórn beðinn um að athuga kostnað við uppsetningu á myndavél og aðgangsstýrikerfi.

 

Fundi slitið 11:25
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir