Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar 07. mars 2019

22.03 2019 - Föstudagur

Fundur Íþrótta og æskulýðsnefndar 7.3.2019 fundur settur klukkan 12:00

Mætt: Víglundur P Einarsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Súsanna Rafnsdóttir, Gísli Arnar Gíslason og Teitur Helgason er ritar fundargerð

Þórhildur setur fund og gengur til dagsskrár.

  1. 1.      Aldurstakmark í tækjasal (endurskoðun)

Ákveðið að breyta því að 9. bekkur getur verið til 18:00 í staðinn fyrir 17:00 og eftir þann tíma sannarlega í fylgd með foreldri/forráðamanni í tækjasal.

 

  1. 2.      Staða frístundastyrkja

Nefndin vísar í bókun frá hreppsnefndarfundi 1.11.2018 þar sem segir eftirfarandi:

 

„Sveitarstjórn fagnar innkomnu erindi og samþykkir að fela sveitarstjóra að gera ítarlegri könnun á fyrirkomulagi slíkra styrkja annars staðar á landinu og taka málið upp í fjárhagsáætlunarvinnu. Samhljóða samþykkt.”

 

Nefndin vill fá svör um það hvers vegna málið hefur dregist í þennan tíma og hvort gert hafi verið ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

 

  1. 3.      Önnur mál
  • Nefndin vill að það sé athugað hvort vilji sé til að setja heita potta neðan við Íþróttahúsið. Telur nefndin að þetta sé ekki kostnaðarsöm aðgerð og veit nefndin af því að hægt sé að gera mikið af vinnunni í sjálfboðastarfi.
  • Ef ekki næst samkomulag við HB-Granda varðandi samning HB-Granda og Vopnafjarðarhrepps varðandi íþróttahús telur nefndin að rétt sé að hefja rukkun í tækjasalinn.
  • Nefndin biður um að það sé sent á nefndarmenn yfirlit yfir þá fjármuni sem eiga að fara í íþrótta og æskulýðsmál fyrir árið 2019.
  • Rætt lítileg um samþykkt síðasta fundar dags. 11.2.2019 um lengri opnunartíma í líkamsræktina og fá upplýsingar um hver staðan á því máli sé.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir