Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 16.10.2019

28.10 2019 - Mánudagur

Fundur Íþrótta og æskulýðsnefndar 16.10.2019 fundur settur klukkan 13:30 

 Mættir: Víglundur P Einarsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Súsanna Rafnsdóttir, Aðalbjörn Björnsson og Teitur Helgason er ritar fundargerð. 

Þórhildur setur fundinn og gengur til dagskrár 

1.mál  

Kosning nýs formanns. 

Þórhildur leggur til að VÍglundur verði nýr formaður og er það samþykkt samhljóða  

 

2.mál  

Eldri borgara afsláttur í sund. 

Það hefur verið óánægja hjá eldri borgurum að fá ekki afslátt í sund. Er nefndin sammála um það gefa eigi afslátt í sund og tækjasal og þrýstir á sveitastjórn að verða við því 

 

  1. mál 

Framkvæmd og útlit skólalóðar 

Nefndin tekur vel í hugmynd frá Hreppsráði um að Íþrótta og æskulýðsnefnd, ungmennaráð, fræðslunefnd og starfsfólk skólans taki höndum saman og skili af sér hugmyndum um framkvæmdir og útlit á skólalóð.  Vill nefndinn að það sé útnefndur fulltrúi frá nefndunum og koma með hugmyndir að því hvað á að gera á skólalóðinni.  Víglundur er tilbúinn að koma frá Íþrótta og æskulýðsnefnd til að taka þátt í þessari vinnu. Fara að skoða hvernig þessum málum er háttað annarstaðar á landinu. 

 

  1. mál 

Önnur mál 

Frístundastyrkur: útskýrir Þórhildur hvernig að hann virkar. 

 

Skólaakstur 

Spurnig hvernig að hægt er að koma betur á móts við börn sem að búa í sveitum í kringum Vopnafjörð  og finna einhverja leið þannig að það þurfi kannski ekki að fara margar ferðir í sveitina á hverjum degi. Reyna að samræma betur tímasetningar á æfingum og öðru félagsstarfi. 

 

Opnunartími á íþróttahúsi  

Heitir pottar og kalt kar við íþróttahús. 

 Vil nefndin að það sé tekið inn í fjárhagsáætlanagerð.    
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir