Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar 7.1.20

10.01 2020 - Föstudagur

Fundur Íþrótta og æskulýðsnefndar 7 jan. 2020 fundur settur klukkan 12:00

Mættir: Víglundur P Einarsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Kristinn Ágústsson og Teitur Helgason er rita fundargerð.
Víglundur setur fundinn og gengur til dagskrá


1.mál
Heitir pottar við Íþróttahús
Nefndinn vill leggja áherslu á að farið verði í að setja heita og kalda potta við íþróttahúsið og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 og þessi framkvæmd verði sett á dagskrá sumarið 2020.
Þetta mál hefur verið til umfjöllunar hjá nefndinni 7.3.2019, 8.4.2019, 24.4.2019, 16.10.2019.
Það lá fyrir kostnaðaráætlun fyrir þessa frakvæmd á fundi nefndarinnar 24.4.2019 og vildi nefndinn þá að gerður væri viðauki við fjárhagsáætlun 2019 til að klára þetta þá um sumarið og var það ekki gert. Ekki er að sjá að þetta mál hafi farið fyrir sveitarstjórn í neinni fundargerð og kallar nefndin því eftir að fá svör við þessu máli.

2.mál
Íþróttahús
Nú er það svoleiðis að engir tímar eru lausir í íþróttahúsinu, og skapar það vandamál fyrir Einherja þar sem að það kemur nýr þjálfari til starfa hjá þeim nú í janúar og hefur Einherji þá enga aðstöðu til æfinga fram á sumar. Vill nefndinn að þetta má sé skoðað og hvað sé til ráða.
Leggur nefndinn til að íþróttahúsið sé opnað klukkan 06:30 þrjá daga í viku og opnar það þá á að bæjarbúar geti nýtt sér líkamsræktaraðstöðuna á sama tíma.

3.mál
Gjaldtaka á unglinga í líkamsræktina.
Hefur nefndinn fengið ábendingar um að það sé verið að rukka grunnskólakrakka í líkamsrækt og vill nefndin að því sé hætt hið snarasta þar sem að þau hafa ekki aðgang að öllum tækjunum í líkamsræktinni. Einnig hefur það aldrei farið fyrir nefndina að fara eigi að rukka unglingana.

4. mál
Afsláttur fyrir unglinga á aldrinum 16-18
Nefndin leggur til að unglingar á aldrinum 16-18 fái 50% afslátt af gjöldum í líkamsrækt þar sem að frístundastyrkurinn nær ekki yfir líkamsræktina.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir