Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 27.apríl 2020

07.05 2020 - Fimmtudagur

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps.

  1. apríl kl. 13 fjarfundur á Teams

Mættir:  Víglundur Páll Einarsson, Aðalbjörn Björnsson, Linda björk Stefánsdóttir og Teitur Helgason er ritar fundargerð, einnig sat Þórhildur Sigurðardóttir fundinn.

Víglundur setur fund klukkan 13:15 

 

 Dagskrá:

  1. mál:  Vallarhús rekstur og utanumhald

Víglundur sendi inn beiðni fyrir hönd Einherja um að sjá um daglegan rekstur og utanumhald og fá þá greitt fyrir það. Tekur nefndin vel í það og telur að best sé að sveitarfélagið og Einherji hittist og ræði nánari útfærslu

Ef að fólk vill fá húsið leigt þarf að borga fyrir það s.b. Mikligarður.

 

  1. mál:  Umhverfi vallarhúss

Nefndin er með tillögu um að helluleggja og smíða pall í kringum húsið og er með grófa kostnaðaráætlun upp á 9,5 milljónir með vinnu. Hægt er að sækja um styrk til mannvirkjasjóðs KSÍ og fá hluta endurgreitt. Telur nefndin að mikið af þessu geti verið unnið í sjálfboðavinnu og er nú þegar búið að leggja til einhvern kostnað í t.d jarðvegsvinnu. Vill nefndin að þetta sé klárað sem fyrst, í síðasta lagi fyrir vígslu hússins.

 

  1. mál:  Íþróttaskóli

Hugmynd að byrja íþróttaskóla í haust í samstarfi við Einherja fyrir 1. - 4. bekk til að kynna fyrir þeim ýmsar íþróttir. Áætlað að fá fagaðila til að sjá um að kynna fyrir þeim viðkomandi íþrótt sem er á dagskrá í hvert skipti.

 

  1. mál:  Víxla/opnun vallarhúss

Hugmynd er að hafa vígsluna 17. Júní en verður það að taka mið af þeim takmörkunnum sem að eru í gildi út af Covid-19.

 

  1. mál:   Önnur mál

Nefndin velti fyrir sér hvenær ærslabelgur verður blásinn upp.  Fengust þau svör að það yrði 4. maí þegar samkomubann breytist.

 

 

Fundi slitið klukkan 14:00

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir