Fundargerðir æskulýðs- og íþróttanefndar 01.10.07

01.10 2007 - Mánudagur

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps
-01. október 2007, haldinn í Miklagarði kl. 12.10

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og óskaði eftir að breyting yrði gerð á dagskrá fundar, að 1. mál verði fært aftur sem síðasti liður, var það samþykkt samhljóða. Var síðan gengið til dagskrár.

1. mál: Vallarmál – Bréf Einars Björns Kristbergssonar, f. h. stjórnar Ungm.fél. Einherja, dags. 03. september sl., til sveitarstjórnar tekið fyrir.

Málið rætt og nefndarfólk almennt sammála um að málaflokkurinn, íþrótta- og æskulýðsmál, verði tekin til nánari skoðunar. Bókun æskulýðs- og íþróttanefndar er svofelld:

Æskulýðs- og íþróttanefnd þakkar bréfritara góðar ábendingar. Nefndin tekur undir að úttektar er þörf og hvetur til að stjórn sveitarfélagsins marki sér skýra stefnu varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja sveitarfélagsins, s. s. íþrótta- og golfvallar, sundlaugar o. fl. Vinna verði hafin hið fyrsta en ljóst er að forgangsraða verður verkefnum í tíma- og útgjaldaröð.

Samþykkt samhljóða.

2. mál: Önnur mál.

a) Selárdalslaug. Tekið til umræðu sú ömurlega umgengni sem sundlaug samfélagsins sætir helgi eftir helgi á sama tíma og nemendur grunnskólans stunda þar skólasund sitt. Ljóst er að aðgerða er þörf og hvetur nefndin sveitarstjórn að taka með verðugum hætti á málinu, áður en til stórslyss kemur.

b) Selárdalslaug. Æskulýðs- og íþróttanefnd vill koma því á framfæri að aðgengi sundlaugar er með þeim hætti að ekki er sæmandi. Tröppuþrep sem að sundlauginni liggja eru hættuleg orðin, líta illa út og hafa löngu lokið hlutverki sínu.

c) Ljósalampar íþróttahúss. Æskulýðs- og íþróttanefnd ítrekar þá tillögu að í ljósalampa íþróttahússins fari ekki börn yngri en 16 ára.


3. mál: Starf íþrótta- og tómstundarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps. – Auglýst í dagblöðum og sjónvarpsdagskrá, sbr. meðfylgjandi.

Undir þessum lið vék formaður af fundi (kl. 13) þar eð málið snerti hann persónulega. Gerði síðan Magnús Már nánar grein fyrir málinu en Gísli Arnar Gíslason var einn umsækjandi um hið auglýsta starf.

Í máli Magnúsar, er lagði fyrir nefndarfólk umsókn Gísla Arnars, dags. 27. september sl., kom fram að höfuðstyrkur umsækjanda væri mikil reynsla af félagsstarfsemi ýmis konar, hefði sýnt dugnað í starfi sínu fyrir Einherja og hugmyndaauðgi; hann kynni á stjórnsýsluna eftir áralanga reynslu innan hennar og hvað þjálfun ungmenna áhrærir hefur umsækjandi alla möguleika á að auka þekkingu sína, sem er nokkur fyrir. Mestu varðar að hann eigi við krakkana vinsamleg samskipti er byggi á gagnkvæmri virðingu.

Umsóknin síðan til umræðu, að henni lokinni var málið afgreitt með jákvæðum hætti og mælir nefndin með ráðningu. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.15.

Mætt til fundar: Gísli Arnar Gíslason, Kristín Hrönn Reynisdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Ester Rósa Halldórsdóttir og Magnús Már Þorvaldsson.

f. h. nefndarinnar, Hrafnhildur HelgadóttirTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir